Læknaneminn - 01.10.1987, Page 24

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 24
komi fyrr fram í þroskun T-eitil- frumunnar og séu því eldri þróunar- lega. Kannski má líta á þær frumur sem sýna eðlislægt frumudráp, NK- frumur, sem fyrirrennara sérhæfðara kerfis sem byggt er upp af frumum með mikla greiningarhæfni. Eitt af því sem styður þetta er sú staðreynd, að T-hjálpar og drápsfrumur tjá y og ð keðjur, en NK-frumurnar tjá ekki Ct og þ keðjurnar(ll). Væki þau sem NK-frumurnar greina eru að ölium líkindum glycosyleruð og hafa verið einangruð með sameindarþunga 140K, 160K, 190K og 240K. Margar misnrunandi frumugerðir geta borið þessar sam- eindir og telja menn því að hér sé a.m.k. að hluta til um að ræða vel varðveitt væki sem tjáð eru á fóstur- skeiði, þ.e. affrumum sem eru í vexti og þroska, en eru einnig tjáð af krabbameinsfrumum. Komið hefur í ljós að næmi krabbameinsfruma fyr- ir NK-virkni stendur í öfugu hlutfalli við sérhæfingu þeirra, þannig að illa sérhæfðar frumur eru mun næmari fyrir virkninni en vel sérhæfðar. Einnig hefur verið stungið upp á transferrin(TF) viðtakanum sem mögulegu væki fyrir frumudráp NK- fruma. Beint samhengi hefur mælst milli þéttni þessa viðtaka í frumum og næmi þeirra fyrir NK-virkni(4). Virkni gegn TF viðtakanum gæti vel endurspeglað mögulegt hlutverk NK-frumanna í stjórnun blóðmynd- unar og hafa menn látið sér detta í hug að virkni þessara fruma gegn krabbameinsfrumum gæti einungis verið afleiðing af þessu grunnstarfi frumanna. Nýlegar rannsóknir(13) gefa þó til kynna að sambandið milli þéttni þessa viðtaka og næmi fyrir NK-frumudrápi sé ekki einhlýtt. Því er ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar hvað viðkemur TF-viðtakan- um. Glycoprótein af veiru-uppruna kalla fram NK-frumuvirkni. Líklega er um að ræða tilvist veiru-ættaðra sameinda í himnu sýktu frumunnar (4). Sá möguleiki er fyrir hendi að NK-frumurnar greini markfrumur sínar vegna afbrigðilegra sykrunga í frumuhimnunni. Krabbameinsfrum- ur hafa einmitt mjög umbreytta sykrunga á yfirborði sínu(14). Sú hugmynd hefur verið viðruð að markfrumugreining NK-frum- anna sé grundvölluð á fjarveru vefja- flokkanna(MHC-vækjanna), þannig að öll „fórnardýr" NK-frumanna ættu það sameiginlegt, að tjá ekki MHC-væki. Þetta myndi því vera öf- ugt við greiningarstarf T-eitilfruma. Því gæti verið að starf NK-frumanna sé að drepa þær hýsilfrumur sem ekki tjá MHC-væki á yfirborði sínu í framhaldi af interferon örvun í ónæmissvarinu. Slíkar frumur hljóta að teljast hættulegar þar sem þær gætu sloppið undan T-frumu grein- ingakerfinu. M.t.t. krabbameins þá gæti náttúran hafa séð svo um að T- eitilfrumur myndu deyða þær ill- kynja frumur sem hefðu MHC á yf- irborði sínu, en greiningarkerfi óháð MHC(NK-frumur) væri til þess ætl- að að uppræta illkynja frumur sem ekki hefðu MHC-vækin. Fósturfrum- ur og óþroskaðar blóðmyndandi frumur hafa lítið eða ekkert af MHC-vækjum á sínu yfirborði. Sumar veirusýkingar leiða til þess að hinar sýktu frumur missa hæfileik- ann til að tjá MHC-vækin. Því er hér þörf fyrir varnarkerfi, sem er óháð hinu MHC-skorðaða kerfi, til þess að drepa frumur sem ekki tjá MHC-vækin(7). Tengsl NK-fruma við markfrumu virðist vera háð Mg+2 og Ca+2 og calmodulin hefur hér mikla þýðingu (3,4). B. Virkjun NK-frumanna Næsta skrefið í eðlislæga frumu- drápinu felst í vikjun NK-frumanna sjálfra. Eitt hið fyrsta sem menn hafa greint eftir að NK-frumurnar hafa tengst markfrumum er myndun milliefna súrefnisefnaskipta(oxygen intermediates). Með því að nota efni er hvarfast við hydroxyl(OH) radi- kala hefur verið hægt að upphefja NK-virknina. Myndun þessa fríu radikala virðist því vera nauðsynleg forsenda þessarar virkni en radikal- arnir orsaka líklega peroxíðeringu á himnum. Ekki er vitað á hvern hátt þessir radikalar myndast né hvaða hlutverki þeir nákvæmlega þjóna, en þeir gætu tekið þátt í eyðingu markfrumunnar(sbr. eyðing sýkla af hálfu margkirndra og einkjarna át- fruma). Talið er þó að þeir myndist í framhaldi af tengingu NK-frumunn- ar við markfrumuna. Þá á sér stað röskun á frumuhimnu NK-frumunn- ar sem leiðir til innflæðis Ca+2 (þ.e. afskautun á sér stað á frumuhimn- unni), en Ca+2 er talið síðan virkja oxíderandi ensím. Ensím þetta getur af sér súrefnis-milliefnin. Innflæði Ca+2-jóna er nauðsynleg forsenda seytrunar og frumudráps og NK- frumudráp er hindrað með notkun Ca+2-blokkera svo sem verapamíl. Transmetýlering á fosfólípíðum í himnu og virkjun á fosfólípasa A2 eru einnig nauðsynlegir þættir varð- andi frumudráp. Efni sem koma í veg fyrir metyleringu koma nær al- veg í veg fyrir NK-virni. Einnig kemur lipomodulin, prótein er hem- ur fosfólípasa A2 í veg fyrir frumu- dráp. Ekki er vitað á hvern hátt metylering á fosfólípíðum og virkjun á fosfólípasa A2 koma inní þessa heildarmynd. Akveðnar hugmyndir hafa þó verið á lofti og skal rætt hér um eina tilgátu(4). Þegar NK-frum- an tengist markfrumunni þá ræsist ensímið fosfólípíð metýltransferasi I,(PMT I) sem snýr inní cytosol. PMT I hvatar metýleringu fosfati- dýletanólamíðs(PE) í fosfatidýl-N- mónómetýl-etanólamín(PNE). PNE breytir þá um stöðu, gengur frá innri 22 LÆKNANEMINN ^987-40. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.