Læknaneminn - 01.10.1987, Page 66

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 66
Á mynd A sést æxli í höfði brisins fyrir aðgerð Mynd B sýnir ástandiö eftir Whipple aðgerð þar sem Qarlægður hefur verið hluti birssins, hluti magans, skeifugögn, efsti hluti ásgarnar, gallpípa ásamt gallblöðru. Enn- fremur hefur verið gerð vagotomia sneiðmyndun gæti ERCP verið næsta rannsókn, en hún gefur oft góða mynd af ástandi gallvega og brisganga. Vefjasýni (með aðstoð ómunar eða tölvusneiðmyndar) er gjarnan tekið snemma svo og brissafi í frumuskoðun (cytologiu) þegar gert er ERCP (2). Ef breytingar sjást á brisi við ómun/tölvusneiðmynd en gallgangar virðast ekki víkkaðir er möguleiki að reyna finnálarástungu á æxlið með aðstoð ómunar. Ef massi sést við ómun/tölvusneiðmynd og gallgangar eru víkkaðir gæti næsta rannsókn verið ERCP eða PTC (percutaneous transhepatic cholangiography). Með PTC er mögulegt að sjá hvar stífla í gall- göngum er staðsett (2). PTC gefur hins vegar ekki miklar upplýsingar um ástand briskirtilsins. M.a. grein- ingaraðferða má nefna coeliac æða- myndatöku, sem í völdum tilfellum gefur oft ágætar upplýsingar um ástand briskirtilsins (28). Æða- myndataka getur einnig gefið góðar upplýsingar um legu æða í efri hluta kviðarhols ef fyrirhuguð er aðgerð til að nema brott æxli í brisi (2). Enn er töluvert um að kviðrista með eða án vefjasýnatöku sé beitt til greiningar á sjúkdómnum eða æxli finnst í brisi þegar verið er að gera aðgerð á kviðarholi vegna annars meins t.d. gaflsteina (2). Hefðbund- in rtg.mynd af efri meltingarvegi með barium skuggaefnisgjöf gefur oft litlar upplýsingar um stærð briskirt- ilsins. Þó er hugsanlegt að slík mynd gæti sýnt kafkanir á svæði kirtilsins og óreglulega eða stækkaða skeifu- garnalykkju (vegna æxlisvaxtar í höfði briskirtilsins) í langt gengnum sjúkdómi (2). Meðferð Meðferð krabbameins í brisi getur verið þríþætt, skurðaðgerð, krabbameinslyf og geislameðferð. Brottnám æxlis með skurðaðgerð er eina áhrifaríka meðferðin. Aðeins 10 — 15% sjúklinga eru hæfir í slíka að- gerð við greiningu og er æxlið þá nær undantekningarlaust í höfði briskirtilsins (29). Til að æxlið geti talist skurðtækt verður það að vera bundið við brisið og helst ekki meira en 2 cm. í þvermál (2). Tvær algengustu aðferðir við brottnám æxlis úr briskirtli eru svo kölluð Whipple aðgerð og total pancreatectomy (2). Við Whipple aðgerð er höfuð og háls briskirtilsins numið brott ásamt skeifugörn, mis- miklum hluta maga og ásgarnar (jej- unum), gallblöðru, gallpípu (chol- edochus) og eins miklu af aðliggj- andi eitlum og mögulegt er. (2). Total pancreatectomy er viðameira framhald af Whipple aðgerð þar sem bolur og hali brissins er einnig num- inn brott ásamt milta og víðtækara brottnám aðliggjandi eitla (2). Eftir aðgerðina er magastúfur tengdur við það sem eftir er af ásgörn og það sem eftir er af briskirtli eftir Whipple að- gerð er einnig tengt við ásgörn. Ductus hepaticus er síðan tengdur niður í ásgörn. Whipple aðgerð hefur þann kost að hluti briskirtilsins er skilinn eftir og kemur það í veg fyrir sykursýki og minnkaða upptöku næringarefna (malabsorption) (29). Skiptar skoð- anir eru um það hvor aðgerðin sé betri við meðferð á krabbameini í brisi. Ekki hefur tekist að sýna fram á að langtímaárangur sé betri af annarri hvorri meðferðinni. Aðgerð- irnar eru hins vegar stórar og dánar- tíðni í aðgerðum allt að 2o% (1). Eftir brottnám æxlisins hefur því verið lýst að 5 ára lifun geti aukist upp í 10% úr 2% (30, 36). Þegar ekki er gerlegt að nema æxl- ið brott er oft mögulegt að lina þján- ingar sjúklinga með svokallaðri frið- unarðagerð (palliation). Tvenns konar aðgerðir eru gerðar í því skyni. Framhjálhlaup á gallvegum ef gula, mikill kláði eða gallgangabólga (cholangitis) er til staðar. Hægt er að gera ýmist cholecystojejunostom- iu eða ef tregða er á rennsli á milli lifrar og gallblöðru — hepaticojejun- ostomiu (2). Ef æxli er vaxið inn í skeifugörn eða veldur þrýstingi á skeifugörn þannig að hindrun hlýst af er mögulegt að gera gastrojejun- 64 LÆKNANEMINN ^987-40. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.