Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 29
Hlutdeild rauðra blóðkorna í eyðingu mótefnafléttna Björn Hjálmarsson læknanemi í upphafi var ætlunin að hafa þessa ritgerð eingöngu um hlutverk rauðu blóðkornanna í ónæmis- kerfinu. En vegna þess að hún á að vera skiljanleg hverjum þeim, sem hefur eilitla innsýn í ónæmisfræði, er skotið inn inngangskafla sem stað- setur viðfangsefnið innan ónæmis- fræðinnar. Hann fjallar í grófum dráttum um þær undirstöðueinigar ónæmiskerfisins, sem þekkja verður til að skilja hið „non- respiratoríska" hlutverk rauðu blóðkornanna í ónæmiskerfinu. í samræmi við framangreint markmið eru íslensk orð notuð yfir þá hluti og hugtök sem talað er um, séu þau tiltæk. Ef íslenska orðið er fátítt í rituðum texta eða jafnvel frumsamið, er enska orðinu skeytt (innan sviga) aftan við það, til þess að sneiða hjá misskilningi. Þegar um allt hefur þrotið er enska orðið notað innan gæsalappa. Ritgerðin er í þremur köflum. Fyrstur er framangreindur inngangs- kafli sem skiptist upp í fjóra hluta. Sá fyrsti þeirra segir frá eiginleikum mótefna og myndun fléttna (e. complexes), þegar mótefni bindast þeim mótefnisvökum sem stuðluðu að seytrun þeirra úr B-eitilfrumum. Nefndar verða þær kenningar sem eiga að skýra útfellingar mótefna- fléttna úr lausn. Annar hlutinn er um klofningarkerfið (e. complement system) og hlutverk þess og þriðji um þá viðtaka (klofningarviðtaka; e. complement receptors), í frumu- himnum ákveðinna fruma, sem bindast virkjuðum klofningarþáttum (e. activated complement factors). — Rauðu blóðkornin hafa einmitt slíka viðtaka. Um þá og hlutverk þeirra í heilbrigði og sjúkdómum fjalla seinni kaflarnir tveir. — Fjórði hluti fyrsta kafla skýrir hvers vegna þörf er á, að endurskoða þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess, að þéttnimæla mótefnafléttur í blóð- vatni. Kafli II snýst um klofningarvið- takann á rauðu blóðkornunum. Hann er best þekktur allra klofning- arviðtaka og fjallað verður um hlut- verk hans og gerð. Þessi viðtaki bindst klofningarþáttum C3b og C4b en þeir bindast samgildum tengjum við mótefnafléttur og vissar sameindir á yflrborði örvera. Reynt verður að samþætta umræðuna um þennan viðtaka og þær undirstöðu- eininingar ónæmiskerfisins sem nefndar eru í inngangnum. Kafli III segir frá nýlegum upp- götvunum sem hafa leitt til gagngers endurmats á hreinsikerfi mótefna- fléttna og ekki síst hlutdeild rauðu blóðkornanna í því. Tengsl starf- rænna bilana í þessu kerfi við sjúk- dóma, einkum og sér í lagi við sjálfs- næmissjúkdóma,* hafa gert rann- sóknir á þessu sviði geysilega hagnýtar í klínísku1 (e. clinical) til- liti. Að lokum er kafli undir heitinu samantekt. í honum eru dregin sam- an aðalatriðin og spáð í stöðuna á þessu sviði. Þær hröðu framfarir sem orðið hafa á allra síðustu árum hafa vakið margar spurningar. Vonir og vissa rannsóknarmanna um árangur rannsókna sinna hvetur þá til dáða. Avinningur af uppgötvunum þessara manna, fyrir ónæmisfræðina og ekki síður heilbrigðisþjónustuna, er þegar orðinn mikill og verður meiri í nán- ustu framtíð. Þess skal getið að við samningu þessa ritverks var stuðst við fram- setningu þeirra Sciffereli’s JA ofl.2 og Ross GD ofl.3 í yfirlitsgreinum þeirra um þetta efni. Myndir 1 og 3 eru teknar upp úr grein Scifferli og mynd 2 og tafla 1 eru unnar útfrá fyrirmyndum í grein Ross. I. Inngangur í dýrum er líffærakerfi, sem ver þau sýkingum af öllu tagi, þegar yf- irborðsvarnir þeirra bresta. Það kall- ast ónæmiskerfi. Ónæmisfræði eru fræðin um þetta kerfi. Ónæmiskerfið er hluti af jafnvægikerfi dýra sem viðheldur þeirra innra jafnvægi. í þessu lífsnauðsynlega kerfi, hefur ónæmikerfið það hlutverk; „að vernda dýr gegn óhóflegri röskun af * Þessi flokkur sjúkdóma gengur oft- ast undir nafninu sjálfsofnæmissjúkdóm- ar án þess þó að ónæmisviðbrögðin gegn sjálfssameindum, í fólki með þessa sjúk- dóma, séu frábrugðin þeim í heilbrigðum einstaklingum við framandi sameindum. Á ensku væru þessir sjúkdómar flokkaðir sem; „diseases resulting from immuno- logically mediated tissue-damaging reactions" ef það væri ekki of löng lýsing og óþjál.9 LÆKNANEMINN ^987-40. árg. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.