Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 37
uppbótarferlinum þetta kleyft er að með því að stuðla að samgildum tengingum C3b á yfirborð fléttunn- ar, dregur úr þeim kröftum (bæði sértækum og ósértækum) sem halda einstökum einingum hennar sam- an.18 Þannig liðast mótefnafléttan upp í smærri einingar sem berast út í vökvafasann og vegna hárrar þéttni C3b sameinda á yfirborði þeirra bindast þær greiðlega frumum sem hafa CRl viðtaka í frumuhimnu sinni; (sjá síðar). Það er einkum tvennt sem hafa skyldi í huga í þessu sambandi. Ann- ars vegar getur klofningarkerfið komið í veg fyrir útfellingu tíu sinn- um meira magns mótefnafléttna en það getur leyst upp þegar þær eru útfallnar.2 Hins vegar er mikill mun- ur á því hvað þessir ferlar valda miklu bólgusvari. Þ.e.a.s. það mynd- ast færri C3a og C5a sameindir með- an ónæmiskerfið kemur í veg útfell- ingu fléttnanna heldur en gerist þeg- ar þær eru leystar upp.20 C. Klofningarviðtakar í frumuhimnum Á þessari öld hefur þekking okkar á starfi og hlutverki klofningarþátta í blóðvökva margfaldast. í nokkra áratugi höfum við þekkt klofningar- viðtaka á frumuhimnum, sem eðli- legast er að líta á sem frumubundna þætti klofningarkerfisins, og markast umfjöllunin hér á eftir af því við- horfi. Nú eru rannsóknir á þessum viðtökum og þýðingu þeirra í eldlínu rannsókna á klofningarkerflnu. Klofningarafleiður hafa marg- þætta lífvirkni, sem m.a. kemur fram við bindingu þeirra á klofningarvið- taka á sérhæfðum frumum. Upp- leystar klofningarafleiður verka sem t.d. hormón (C3e veldur losun kleyf- kjarna átfruma úr beinmerg), efna- togsþættir (e. chemotoxic factors) (t.d. C3a og C5a) og boðefni (C3a miðlar losun histamíns úr mastfrum- um og samdrætti í sléttum vöðvum). Fastbundnar (e. fixed) klofningaraf- leiður (C3b og C4b) eru bindlar10 (e. ligands) klofningarviðtaka í frumu- himnum og auðvelda t.d. átfrumum að gleypa sameindir og örverur sem eru klæddar þessum klofningar- bindlum. — Að öllum líkindum er þetta meginhlutverk klofningarkerf- isins, þ.e. að bindast sameindum á yfirborði örvera og auðvelda þannig átfrumum að innbirgða þær. Af mismunandi byggingu klofn- ingarafleiða er ljóst að viðtakar þeirra hafa a.m.k. ólík bindiset. Margt er enn á huldu um þá innan- frumuferla sem tengjast þessum við- tökum, og þá þýðingu sem þessir viðtakar hafa í ónæmissvörum. Þessi ritgerð fjallar um undirflokk þeirra klofningarviðtaka sem hafa bindiset fyrir fastbundnar C3-afleiður. Ross DM og Medof ME skipta rannsóknarsögu klofningarviðtaka fyrir C3-afleiður í þijú tímabil.3 Hið fyrsta hefst um aldamótin á þeirri uppgötvun að við ákveðnar aðstæður bæði „in vivo“ og „in vitro“ loddu örverur við blóðfrumur. Sýnt var fram á að þessi samloðun átti sér ekki stað fyrr en að ákveðnir klofn- ingarþættir bundust samgildum tengjum við örverurnar. Leitt var að því líkum að þessar klofningarafleið- ur sem bundist höfðu örverunum hefðu viðtaka á ákveðnum blóðfrum- um úr því að þær bundust sumum frumum en ekki öðrum. Þessir við- takar voru nefndir IA þættir (e. im- mune adherance factors). Seinna varð ljóst að C3 var Iykillinn að þessari samloðun sem sýnt var að hefði líffræðilegt mikilvægi, úr því að hún jók getu átfruma til þess að gleypa örverur. Eftir miðja öldina kom í ljós að mótefnafléttur loddu líka við þessar frumur og var klofn- ingarkerfið einnig nauðsynlegur þáttur í þeirri samloðun. Annað rannsóknartímabilið hófst árið 1968 með tilkomu „rosetting“ aðferðarinnar, sem notuð var til þess að finna sértækni bindinga milli klofningarbindla og klofningarvið- taka. Með þessari tækni var upp- götvað að C4b og C3b sameindir fastbundnar örverum og mótefna- fléttum gátu miðlað „immune adher- ance“. Afólíku næmi viðtakanna fyr- ir C3b afleiðum voru greindar mis- munandi viðtakagerðir. Á þessum tíma uppgötvuðust klofningarviðtak- ar á B-eitilfrumum. Sömuleiðis voru auðkenndir stjórnþættir í klofningar- kerfinu. Einn þeirra var blóðvatns- hvatinn; C3b/C4b tálmi10 (e. inhibi- tor) sem gengur oftar undir nafninu þáttur I (e. I factor). Hinir voru hjálparþættirnir10(e. cofactors); þátt- ur H (e. H factor) og C4bp (e. C4-binding protein). Nú er vitað að þessi stjórnprótín valda niðurbroti C3b (sjá mynd 2) og C4b í vel skil- greind umbrotsefni. Þessi prótín þ.e. þáttur H, C4bp og þáttur I auk CRl (sjá síðar) eru helstu bremsurnar í klofningarkerfinu. Við leit að klofningarviðtökum á hinum ýmsu frumugerðum kom í ljós að þá er ekki aðeins að finna á blóðfrumum (rauðum blóðkornum, kleyfkjarna átfumum, forverum vefjagleypla (e.monocytes), B- og sumum T-eitilfrumum), heldur líka á vefjagleyplum, „podocytum" (þekjufrumur í nýrnagauklum) og á netfrumum (e. dendritic reticulum cells) sem eru sérhæfðir vefjagleyplar í eitlum. Þessu fylgdu rannsóknir á hlut- verki klofningarviðtakanna á þessum frumum. M.a. kom í ljós að þeir auðvelduðu átfrumum (bæði hnatt- kjarna og kleifkjarna) að gleypa og drepa bakteríur sem komist höfðu í tæri við mótefni. f fyrstu var talið að klofningarviðtakar átfrumanna miðl- uðu bæði þeim lífefnafræðilegu (stór- aukinni súrefnisneyslu, aukinni los- LÆKNANEMINN ^987-40. árg. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.