Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 6
LEIÐARI BRÉF FRÁ SJÚKLINGI í þessu tölublaði Læknanemans birtum við niðurstöður úr skoðana- könnun á áliti fólks á heilsugæslu hér á landi. Þar kemur m.a. fram, að íslendingar eru ánægðari með ástandið í heilbrigðismálum en t.d. Norðmenn og Svíar. Ég ætla mér ekki að velta vöngum yfir því hvers vegna þessu er svona háttað, heldur tala ég nú fyrir munn þeirra sem eru ánægðir. í október sl. var ég svo óheppinn að detta og hryggbrotna, og á með- an ég lá á Borgarspítalanum og síðar á Grensásdeildinni, kynntist ég ís- lenska heilbrigðiskerfinu, að því leyti er að mér snéri, nokkuð vel í einar fimm vikur. Ég hef ekki nema allt gott að segja um þá hjálp, meðferð og hjúkrun sem ég fékk, allt frá björgun- armönnum í Hrísey til sjúkraþjálfara á Grensásdeild. Það að vera í hlutverki sjúklings er sannarlega ný upplifun á hinum margvíslegustu hlutum, og þó mað- ur kynnist þeim á bæði faglegan og mannlegan hátt (ef hægt er að skilja þar á milli), þá er þetta ekki sú reynsla sem ég óska að samstúd- entar mínir verði fyrir. Mér hefur gefist góður tími til að skoða sjálfan mig og viðbrögð mín, við það að vera sjúklingur. Það sem hafði mest áhrif á mig var að finna það, hve hjálparlaus ég var og öðr- um háður, sérstaklega eftir upp- skurðinn (Harringtonspangir T12 - S,) og hve auðvelt það var að gefa allt frumkvæði og ábyrgð upp á bát- inn varðandi líf mitt og leggja það í hendur lækna og hjúkrunarliðs - „vesalings veiki ég, láta þá gera það sem þeir vilja, læknarnir vita víst best“. Og sem beturfer höfðu þau vit á því að vera mjög aðgangshörð og drífa mig áfram. Hjúkrun er miklu meira en að gefa pillur og skipta á rúmum. „Þú mátt þakka fyrir, að þetta fór eins vel og raun bar vitni! Hugsaðu þér, hvað þetta hefði getaðfarið illal" Þetta heyrði ég frá heilbrigðu fólki, sem aldrei hefur brotið eitt einasta bein í líkama sínum og fólki í hjóla- stólum, sem aldrei mun geta gengið. Þau hafa sjálfsagt rétt fyrir sér, og ég þakka Guði fyrir líf mitt og heilsu. En á maður alltaf að bera sig saman við þá, sem verr eru staddir? Ég var auðvitað óheppinn að slasast, en ég hef það ekkert betra við að bera mig saman við aðra. Það er engin hugg- un í því að hugsa um börnin í Eþíóp- íu, þegar maður er sjálfur soltinn. Það er að sjálfsögðu líka slæmt að dvelja við fortíðina og harma hina glötuðu Paradís, og verða þannig bitur og raunamædd sál. Réttast væri að einbeita sér að deginum í dag, setja sér raunhæf markmið fyrir framtíðina og vinna markvisst að þeim. En til þess þarfnast maður allr- ar þeirrar hjálpar, sem völ er á. Læknirinn getur einnig hjálpað, og þá helst með tvennum hætti: í fyrsta lagi með því að veita greinargóðar upplýsingar um sjúkdóminn og í öðru lagi að segja hverjar raunhæfar framtíðarhorfur eru. Öðru hverju hefur læknastúdent- inn gert vart við sig í mér. Til dæmis tók ég inn Dolvipar, sem er sérlega vinsælt verkjalyf, og er framleitt af Delta og inniheldur paracetamól, kódein, phenobarbital og koffein. Ég var mjög undrandi á því að ég svaf allan sólarhringinn í eina viku, en svo sagði mér einhver að í Dolvipar væri ég líka að taka inn svefnlyf, þ.e.a.s. barbiturat. Þetta er kannski í lagi, þegar maður er rúmfastur, en ég hef talað við fólk, sem hefur tekið þetta lyf svo mánuðum skiptir og verið þannig meira eða minna uppdópað. Þess vegna langar mig að koma fram með nokkrar spurningar: Vor- um við ekki einu sinni vöruð við hætt- um af polyfarmasi? Er benzodiazep- in ekki á allan hátt betra en barbitur- at? Og hvað í ósköpunum hefur koffein að gera í slíkri blöndu? Er ekki tími til kominn að afskrá Dolvip- ar, Delta? Að endingu vil ég færa Pétri hjartanlegar þakkir, en hann hefur að mestu leyti þurft að taka við rit- stjórastarfinu einu blaði of snemma. Án hans hefði þetta blað ekki komið út. E.K. 4 I.ÆKNANEMINN «987-40. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.