Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 41
fléttusjúkdóma. Sú brýna þörf fyrir mæliaðferðir, sem nothæfar eru til þess að meta þéttni frírra og upp- leystra ónæmisfléttna annars vegar og þeirra sem bundnar eru frumum (sérstaklega rauðum blóðkornum) hins vegar, þar sem komið hefur ver- ið í veg fyrir þau áhrif sem klofning- arþættir hafa, hlýtur að verða okkur hvati til frekari rannsókna. Hér lýkur forsögunni og nú verð- ur tekið til við að lýsa hlutverki rauðra blókorna í ónæmiskerfmu og með hvaða hætti mótefnin og klofn- ingarkerfið tengjast því. II. Raudu blóðkornin eru starfseiningar í ónæmis- kerfinu Það sem einkum veldur því að meira er vitað um klofningarviðtaka rauðu blóðkornanna en nokkra aðra klofningarviðtaka er að: (1) Aðeins ein gerð slíkra viðtaka er á rauðum blóðkornum (CRl) en á öllum öðr- um frumum með þessa viðtaka eru a.m.k. tvær gerðir (auk þess hafa rauð blókorn ekki Fc-viðtaka sem trufla starfræna greiningu á þessara viðtaka á t.d. átfrumum) (2) Auð- veldara er að vinna með rauð blóð- korn en heilbrigðar frumur með kjarna, sem gjarnan breyta tjáningu yfirborðsprótína sinna og seytra líf- virkum efnum í framandi umhverfi. Vegna þess að rauð blóðkorn spen- dýra eru kjarnalaus er þeim þetta ókleyft. (3) Rauðu blóðkornin eru margfalt aðgengilegri en aðrar frum- ur sem hafa klofningarviðtaka. (4) Aðferðir til að einangra og hreinsa CRl á rauðum blóðkornum hafa verið lengur þekktar en á samsvarandi að- ferðir fyrir nokkra aðra frumugerð. CRl viðtökum er skipt í fjóra undirflokka á grundvelli sameinda- þunga; 160, 190, 220 og 250 kílódal- ton(kD).3 Niðurstöður fjöldskyldu- rannsókna benda til þess að gena- tjáning þessara fjögurra viðtakagena stjórnist af jafnríkjandi samsætum á A- litningi. Algengastur þessara undirflokka CRl er 190 kD (A-gerð- in; f=0.83; f=tíðni gens (e. gene frequency)), næst algengastur er 220 kD (B-gerðin; f=0.16), þar á eftir er svo 160 kD (C-gerðin; f=0.01) og fá- gætastur er 250 kD; (f ca. 0.001)3. Þessi jafnríkjandi gen erfast með óvenjulegum hætti, því þó hlutfallið milli tjáningar þessara gena í arf- blendnum einstaklingum (um þetta gen), sé alltaf það sama er það mjög ólíkt í ólíkum einstaklingum. Til að skýra þetta hafa menn látið sér detta í hug að stjórngen stjórni tjáningu CRl gensins. Það hefur komið á dag- inn, og í klassískri rannsókn Wilsons ofl. sýndu þeir að þetta stjórngen (e. controlling element) er tengt við CRl genið.21 Þessi fjölbreytni er mjög óvenjuleg í klofningarkeríinu, þ.e.a.s. bæði hin ólíka mólþyngd CRl svo og mismunandi tjáning arf- blendinna einstaklinga á CRl-gen- um sínum. Þóað einstofna mótefni (e. mon- oclonal antibodies) gegn CRl hafi gert einangrun, magn- og byggingar- lega greiningu þessara viðtaka marg- fallt auðveldari, hefur ekki enn tekist að ákvarða bindiset þessa viðtaka. Þó er vitað hvaða klofningarþættir geta bundist þessum viðtaka og að þær bindast honum mismunandi vel. C3b bindst honum best, síðan C4b, þá iC3b; (sbr tafla 1). Það var ekki fyrr en á núverandi tímabili (sjá framar) í sögu klofning- arviðtaka rannsókna sem mönnum varð ljóst að viðloðun mótefnafléttna við rauð blóðkorn, sem fyrst greind- ist í upphafi aldarinnar, stafaði af því að fastbundnar klofningarafleið- ur á mótefnafléttum bindast CRl viðtökum í frumuhimnu rauðu blóð- kornanna. Lengi eftir þetta var óþekkt mikilvægi þessarar viðloðun- ar. Nú er vitað að hún er nauðsynleg kerfi, sem hefur með upptöku og meðhöndlun mótefnafléttna að gera. (sjá síðar) Rannsóknir bæði „in vivo“ og „in vitro“ hafa sýnt að mótefnafléttur í lausn bindast við CRl á rauðu blóð- kornunum, svo fremi sem þær hafa C3b (C4b og iC3b að e-u leyti líka) á yfirborði sínu (sjá mynd 3). Engu skiptir hvort þessar fléttur hafi sína fastbundnu klofningarþætti frá ræs- ingu klassíska ferilsins (kemur í veg fyrir Fc-Fc víxlverkanir eða lækkar gildistölu mótefnanna og minnkar þannig líkur á útfellingu mótefna- fléttna) eða uppbótarferilsins (leysir upp botnfallnar mótefnafléttur). Því meiri sem þéttni C3b (og/eða C4b og iC3b) er á yfírborði mótefnafléttu því fastar binst hún rauðu blóð- korni.2 (Sama gildir vitanlega um yf- irborð örveru). Það stafar m.a. af því dreifmg CRl í frumuhimnunni rauðu blóðkornanna lagar sig að dreifingu C3 afleiða á yfirborði mót- efnafléttunnar þannig að sem flestir bindingar myndast. M.ö.o. CRl þyrpast að þeim stað í frumuhimn- unni þar sem mótefnafléttur hafa bundist. Hvað skyldi verða um mótefna- fléttur sem myndast utan blóðrásar- innar ? Annars vegar berast þær í nærliggjandi sogæðabrautir og ber- ast með þeim til eitla, þar sem þær vekja öflugt varnarsvar og þeim er eytt. Hins vegar geta þær borist út í blóðrásina um leka æðaveggi hafi þær komið af stað bólgusvörun. í því tilfelli bindast þær rauðum blóð- kornum og eru numdar á brott. Rannsóknir CornacofFs ofl.2' sýndu að þegar mótefnafléttum, merktum geislavirkni (með geisla- virkri joðsamsætu; 125I) var sprautað í blóð apa, bindast þær rauðum blóðkornum eftir ferli sem krefst klofningarvirkni (e. complement activity). Á örfárra sekúndna fresti, fyrir, á meðan og eftir inndælingu LÆKNANEMINN Vmi-W. árg. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.