Læknaneminn - 01.10.1987, Page 17

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 17
MYND 6. Cholestasis. Augljós upphleðsla á galli í canaliculi, sem eru verulega útvíkkaðir. ar dælunar eru ATP-asa háðar. Vatn ílæðir síðan út í canaliculi sem jaf'nar út hinn osmótíska mun. Það ber jafnframt með sér önnur efni um leið, þar á meðal samtengdan gall- rauða. Hlutverk annarra efna við myndun þessa osmótíska krafts er sem stendur óþekkt. Mekanísku kraftarnir eru ekki eins vel skilgreindir. Talið er að míkrófíla- mentin haldi canaliculi opnum og valdi einskonar peristalsis í þeim sem hjálpar til við að þrýsta eða reka gallið áfram. Fjöldi annarra hug- mynda eru á lofti um hvernig gall- efni Ilytjast út í canaliculi. Sem dæmi má nefna að enn hefur ekki fundist fullnægjandi skýring á því að út- skilnaður á tárócholic gallsýru er eðlilegur í hyperbílírúbínemíu í sjúkl- ingum með Dubin-Johnson og Rotor’s syndróm (sjúkdómar sem einkennast af minnkaðri seitrun á samtengdum gallrauða, en ekki minnkaðri sam- tengingu). Það eru því til fleiri flutn- ingsleiðir út í canaliculi en hér segir og vafalaust sérstakar leiðir fyrir mörg mismunandi efnasambönd. Langflestir sjúkdómar er valda gulu trufla eða hindra flæði galls (cholestasis — cholestatic jaundice). Meinafræði gulu verður því ekki skil- in til fulls nema haldgóð þekking á lífeðlisfræði gallmyndunar sé fyrir hendi. Cholestasis — Cholesta- tísk gula Cholestasis er skilgreint sem minnk- að flæði galls um canaliculi biliferi sem veldur því að gall hleðst upp í lifur. í smásjánni sjást útvíkkaðir canaliculi í lifrarsýnum vegna upphleðslu galls. Stundum sést rof í canaliculi og myndun á svokölluðum gallpollum umluktum skemmdum eða dauðum lifrarfrumum. Hér er því ekki ein- ungis um að ræða einangraða truflun á efnaskiptum gallrauða heldur al- mennt á myndun og útskilnaði galls. (MYND 6) Cholestasis er ekki eingöngu al- gengasta ástæða hyperbílírúbínemíu og gulu heldur og líklega algengasta bil- unin á starf'semi lifrar. Því er talað um cholestatíska gulu. Aðrir sjúkdóm- ar sem valda gulu en ekki cholestasis er hægt að ílokka í tvo hópa. Annars vegar hemólytísk gula sem má rekja til offramleiðslu gallrauða. Hins vegar hepatocellular gula sem einkennist af minnkaðri upptöku, samtengingu eða seitrun lifrar á sjálfum gallrauð- anum. í báðum tilvikum eru aðrir þættir gallmyndunar eðlilegir and- stætt því sem á við um cholestatíska gulu. Segja má að hemólýtísk gula og hepatocellular gula séu mun sjaldgæf- ari og yfirleitt mun vægari en chol- estatísk gula. Hægt er að hugsa sér þrennt sem LÆKNANEMINN 3J987-40. árg. 15

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.