Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 76

Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 76
tími í'er í að íjalla um mál sem væru sumum óviðkomandi og dýrmætum tíma þeirra þannig sóað. Eftil vill væri lausnin sú að ákveðn- ir stjórnarmenn tækju að sér nánara samband við formenn ákveðinna nefnda eða ráða, flyttu mál þeirra á stjórnarfundum og spöruðu þeim þannig fundarsetu, en settum mark- miðum væri samt náð. Almennt var stjórnarsamstarfið gott en það sem helst setti svartan blett á samstarfið var ágreiningur um fjármál og stefnu félagsins í þeim efn- um á haustmánuðum ’86. Þess ber að geta að velta félagsins hefur stóraukist á síðustu misserum og var á þessu ári rúmlega 600 þúsund kr. Oll fjármál eru samkvæmt lögum í höndum stjórnar sem ákveður fjárveitingar til ýmissa verkefna. Styrkjasem aflað erí nafni félagsins til ákveðinna sérverk- efna þurfa að mínum dómi ekki að fara í gegnum stjórnina og ætti þannig að vera hvatning manna til fjáröflun- ar til slíkra sérverkefna. Að lokum Þar sem nú tíðkast sú íþrótt að gefa lærimeisturum okkar einkunnir og umsagnir fyrir frammistöðu, ætla ég að gera slíkt hið sama um stjórnar- meðlimi. Formabur? Ritari: var annasamur við fundar- gerðarskriftir og í daglegum rekstri félagsins. Sýndist mér hann skemmta sér konunglega á deildarráðsfundum, en þurfti oft að dvelja löngum stund- um á geðdeild Lsp. sökum „Furor fótó- statikum", (m.ö.o. ljósritunarmaníu). Formaður kennslunefndar: sá um um- fangsmikið starf í skoðanakönnuninni og sýndi ákafa viðleitni til umbóta í kennslumálum. Ennfremur hafði hann mikla umhyggju fyrir hinum al- menna félagsmanni. Einnig þótti honum bollan íjólaboðinu góð. Gjaldkeri: stóð sig vel í að halda félaginu af svörtum skuldalista en jafnframt grynnkaði duglega á digr- um sjóðum félagsins. Bar þó lítið á honum í hinum daglega rekstri og kom seinastur stjórnarmanna af fjöll- um í upphafi stjórnarsetunnar. Formaður frœðslunefndar: skipulagði ágæta fræðslufundi vetrarins en var iðulega með símatíma sinn á stjórnar- fundum. Sá hann um kók og prins sölu fyrri hluta vetrar en líklegast hef- ur botninn dottið úr kókkælinum eftir jól. Hefði mátt gera meira átak í fræðabúrsmálum. Stúdentaskiptastjóri: verkefni stúd- entaskiptastjóra voru fá þar til fram yfir áramót og var lítið komið nálægt hinum daglega rekstri. Aðal starfs- tíminn er frá og með stúdentaskipta- stjóraþinginu í apríl og fram yfir sum- artímann. Vil ég því gagnrýna fram- göngu aðalstúdentaskiptastjóra í að afsala sér ábyrgð á stúdentaskipta- málum í hendur lítt reyndum aðstoð- arstúdentaskiptastjóra og dveljast er- lendis í júní og júlí. Hinsvegar gengu stúdentaskiptin vel og voru stúdentar ánægðir sem hingað komu. Umsjónarmaður Ijósrita: sýndi ljósrit- unarvélinni okkar ekki nógu mikinn kærleik e. t. v. af ótta við „furor fótósta- tikum". Gera þarf átak í ljósritunar- málum í framtíðinni, e.t.v. mynda markaðsstefnu með formanni fræðslunefndar. „Kók og Ijósrit s. 19455“. Ritstjóri Meinvarpa: var duglegur við að koma þessum vinsælu pésum út. Hentuðu þeir ákaflega vel til skutlu- gerðar þetta árið. Helsta vandamál var þó að fá fleiri til að skrifa í Mein- vörp. Með auknum tölvukosti á ég von á að vegur Meinvarpa aukist á næstunni. Varamaður: Mætti vel á stjórnar- fundi þrátt fyrir numerus clausus og gegndi því mikilvægu hlutverki í að tryggja að 1. árið yrði enganveginn útundan. Þess ber að geta að um- ræddur varamaður er nú á 2. náms- ári. Með kveðju. Helgi H. Sigurðsson formaður F.L. 1986-1987. Stjórnarfundir 1986—87 Voru 35 á starfsárinu. Þeir voru viku- lega á mánudagskvöldum kl. 20.15 í Suðurgötu 26 b. Langflest sem upp kemur í deildinni kemur fram og er rætt á stjórnarfundum. Oft fór það svo að við unnum fram undir mið- nætti, sérstaklega þegar verið var að undirbúa auglýsingar eða/og Mein- vörp. Einnig kom það oft fyrir að um- ræður um málefni drógust á langinn fram eftir kvöldinu. Með tilliti til þessa væri hentugra að halda stjórn- arfundina fyrr á mánudögum, t.d. um kl. 17.00. Á sama tíma var ljósritinn opinn og fræðabúrið, en ekki var mikil notkun á þeirri þjónustu. Sú breyting varð í vetur að ritstjóri Læknanemans hætti þátttöku í stjórn- inni skv. samþykki félagsfundar 4. 12. 1986, þar sem hann þótti hafa nóg að gera við Læknanemann. Þannig eru nú níu manns í stjórn F.L. í stað tíu áður. Á sama félagsfundi voru samþykkt- ar vinnureglur fyrir stjórn að halda formannafundi, þar sem boðaðir væru formenn hinna ýmsu nefnda, sem ekki hefðu fasta setu í stjórninni. En þeir eru fáir eins og reglurnar eru núna. Tillaga þessi var samþykkt úr samhengi við megintillögu þess efnis að fækka í stjórn, þannig að færri for- menn nefnda ættu þar setu. Enda lagðist framsögumaðurinn gegn þessu, eftir að aðaltillagan hafði verið felld. Við boðuðum menn á fundi, en aldrei tókst að ná saman öllum í einu. Þannig varð útkoman sú að gamla laginu var í raun haldið, þ.e. að boða menn á fundi þegar þurfa þótti, og að þeir komu óboðaðir þegar þeim þótti þörf á. Mæting var góð á fundunum og 74 LÆKNANEMINN y»87-40. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.