Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 70

Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 70
Greinargrerð formanns F.L. 1986-1987 Hér á eftir verður greint frá helstu málum sem formaður og stjórn félags- ins höíðu afskipti af á liðnu starfsári. Opið hús læknadeilar Eitt affyrstu verkefnum nýkjörinn- ar stjórnar í október ’86 var að undir- búa bás félagsins við „Opið hús læknadeildar“, alþýðu til kynningar í tilefni af 75 ára afmæli Háskóla íslands. Var þetta haldið laugardag einn í galtómu og hálfkláruðu hús- næði deildarinnar við Vatnsmýrar- veg, sem þar er til húsa ásamt tann- læknadeild og húsið því þekktara undir nafninu „tanngarður“. í ljós kom að félagið þurfti sjálft að greiða kostnaðinn og var því brugðið á það ráð að fjölrita kynningarbækling fé- lagsins og selja baksíðuauglýsingu, sent Tóro hf. keypti og dreifa síðan til gesta og gangandi. Starfsemin var kynnt með myndum, veggspjöldum og líkt eftir lesaðstöðu dæmigerðs læknanema með öllum helstu texta- bókum. Okkar ástkæra blaði Lækna- nemanum var útbýtt ásamt kynning- arbæklingi og nýfengin Macintosh plus tölva var kynnt með stolti. Fjöl- margir læknanemar mættu til starfa við kynningu á hinum ýmsu deildunt læknadeildar og þótti takast vel í alla staði. Fulltrúaráðið skipulagði og sá um kaffi- og kökusölu í samvinnu við tannlæknanema og samkvæmt sam- þykkt aðalfundar var ágóðinn látinn renna í sjóð til niðurgreiðslu á vís- indaleiðangri. Kynningarfundur Eitt af síðustu verkefnum stjórnar var að halda kynningarfund fyrir 1. árs nema. Að þessu sinni var enginn gestur frá læknadeild vegna kynning- arnámskeiðs sem deildin stóð fyrir í fyrsta sinn í haust. A fundinum var dreift nýendurbættum kynningar- bæklingi. Eftir létta inngangsræðu formanns kynntu forsprakkar hinna ýmsu embætta, nefnda og ráða starf- semi sína og auglýstu jafnframt eftir embættismönnum. Var haldið uppi svo öflugum áróðri fyrir félaginu að nánast var slegist um embættin. Síð- an var bókakynning og almenn um- fjöllun um námsefni 1. árs. Að lokum voru félagsskírteini boðin til sölu og runnu út eins og heitar lummur. Aðstaða læknanema á Landspítala í áraraðir hafa fulltrúar stúdenta í deildarráði vakið máls á aðstöðuleysi stúdenta sem stunda sitt verklega nám á Landspítalanum, sjálfu há- skólasjúkrahúsinu. Stjórn F.L. ’84— ’85 skrifaði valdhöfum kvörtunarbréf þess efnis. Ur varð, að forstjóri ríkis- spítalanna hét að innrétta á þeim vetri geymsluloftið í gamla spítalan- um með aðstöðu fyrir stúdenta. En ekkert gerðist. Á starfsvetrinum ’85-’86 hófu full- trúar F.L. sóknina enn á ný og fengu vilyrði úr öllum áttum fyrir aðstöðu læknanema á „Háskólaklínikinni". En sem áður gerðist ekki neitt. Brugð- ið var á það ráð að F.L. skilaði inn teikningum í haust af mögulegri að- stöðu á géymsluloftinu. Fulltrúar félagsins í ár hófu starfs- vetur sinn með því að fylgja þessu máli eftir. En þá hafði málið verið samþykkt af hálfu deildarráðs og sent læknaráði til frekari afgreiðslu. Um haustið var haldinn almennur lækna- ráðsfundur Landspítalans, þar sem efni fundarins var auglýst sem bygg- ingarmál stofnunarinnar. Brugðu for- maður og ritari sér á þennan fund til að kanna hvort fyrirhugaðar fram- kvæmdir tii handa læknanemum væru þar á blaði. Ekki reyndist svo vera þannig að formaður taldi það skyldu sína að taka til máls á þessum opna fundi og vekja athygli á máli þessu, sumum til skelfingar en öðrum til óblandinnar ánægju. í vor var haldinn annar almennur læknaráðsfundur um byggingarmál Lsp. Brá formaður sér á fund þennan að þessu sinni í von um betri upp- skeru. Mér, félaginu og öllum lækna- nemum til ánægju var samþykkt af byggingarnefnd Landspítalans að veita fé og hefja framkvæmdir á inn- réttingu geymsluloftsins í gamla spítalanum handa læknanemum samkvæmt fyrirliggjandi teikningu í janúar 1988. Ég mun ekki trúa þessu fyrr en ég sé það með eigin augum en vonandi er þetta í sjónmáli. Aðstoðarlæknar á Lsp. með FÚL í fararbroddi hafa einnig staðið í viðræðunt við læknaráð varðandi aðstöðuleysi og haft auga- stað á rými gamla bókasafnsins. Stað- an er sú að verið er að innrétta hluta af því rými sem herbergi læknanema. Þá aðstöðu höfum við þangað til geymsluloftið verður innréttað þar sem mál læknanema á sér lengri að- draganda. Eftir það afhendum við að- stoðarlæknum herbergið til umráða. Deildarfundir Helstu mál, sem tekin voru fyrir á deildar- og deildarráðsfundum, er getið annarsstaðar en hér verður farið ítarlega í nokkur þeirra. Deildarfundir voru aðeins tveir, einn að hausti og einn að vori. Deildarfundur 19. nóvember 1986: Á þess- um fundi voru á dagskrá stöðuveit- ingar, tillaga um vísindanefnd lækna- deildar, sem var samþykkt með breyt- ingartillögu og sitthvað fleira sem óþarfi er að telja upp hér. Einnig voru á dagskrá beiðni um nýjar stöður, kynning á numerus clausus og bygg- ingarmál læknadeildar. En þar sem fundartíminn var útrunninn skýrði deildarforseti aðeins lítillega frá þess- 68 LÆKNANEMINN «4987-40. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.