Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 79

Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 79
uð við að leiðbeina raddböndunum í söng. Merki félagsins Barmmerkið var grópað í tin haust- ið ’86. Merkið er hið sama og er fram- an á símaskánni, staðlað merki félags- ins, svart merki á hvítum grunni. Læknanemar þurfa því ekki lengur að ganga um sem ómerkingar á spítala- deildum (eða dansleikjum). Kynningarbæklingur F.L. Hann var gefinn út og dreifður til 1. árs nema núna í september. Þar er sagt frá félaginu, félagsfundum, stöðu 1. árs nema í félaginu, lánamálum, Suðurgötunni og aðstöðunni þar, öll- um nefndum og ráðum. Meinvörp- um, Læknanemanum, kennslumál- um, ráðningarmálum, stúdentaskipt- um og vísindaleiðangrum. Einnig er sagt frá einstökum greinum á 1. ári, og lauslega frá 2.-6. ári, kennslustöðum læknadeildar, lesstofumálum, B.S. náminu, reglum um prófog deildinni sjáifri. Síðast er klykkt út með vísu félagsins. Bæklingurinn var talsvert viðamik- ill, enda nauðsynlegt til þess að fyrsta árs nemar hafi nokkra möguleika á að gera sér grein fyrir starfsemi félagsins. Lög F.L. og ráðningarregiugerðin eru ekki með, því að þau koma í síma- skránni. Ritari. Læknaneminn Hann hefur komið út tvisvar á síð- asta ári. Eitt tvöfalt númer kom út í nóvember 1986 undir fyrri ritstjórn og eitt í júní ’87 undir núverandi. Ritstjóri, Eyvindur Kjelsvik. Tölvur félagsins Núna eru tölvur félagsisn orðnar þrjár. Ein Ericson PC og tvær Macin- tosh Plus. Seinni Macintoshinn íeng- um við núna í haust og var hann að hluta borgaður með styrk sem við fengum frá læknadeild til þessa. Macintosh tölvan var mjög mikið notuð í vetur og ekki vanþörf á ann- arri. Ericsoninn var mikið rninna not- aður, nema helst af ritara. Athugað var með sölu á Ericsoninum, en það var ekki talið hagstætt þar sem að lítið mundi fást fyrir hann. Einnig stendur til að halda tölvunámskeið fyrir læknanema og þar verður kennt á Er- icson. Tölvurnar eru hugsaðar sem skrif- stofuvélar F.L., til notkunar fyrir embættismenn þegar þeir eru að vinna fyrir félagið, en líka sem hjálp- artæki læknanema við eigin verkefni. Þó þannig, að séu menn að vinna fyrir félagið hljóti þeir að hafa forgang á tölvurnar. í vetur var opinn aðgangur að tölv- unum og gátu menn skráð sig á lista og fengið lykla að Suðurgötunni hjá umsjónarmanni tölva. Það stóð til að halda tölvunámskeið í vetur. Deildarráð var búið að sam- þykkja að borga og búið var að skipu- leggja námskeiðið vandlega. En þá stóð allt í einu á peningum, og ekkert varð úr neinu. Gæti orðið á næsta ári. Ritari. Málþing um atvinnumál lækna Það var haldið á vegum Læknafé- lags íslands 12. september 1987. Þangað var boðið ýmsum framá- nrönnum í læknastétt og stjórn F.L. Helgi H. Sigurðsson, formaður F.L., flutti framsöguræðu fyrir hönd F.L. en auk þess héldu framsöguræð- ur landlæknir, forseti læknadeildar og formaður Félags ungra lækna. í er- indinu fjallaði formaður F.L. um við- horf til fjöldatakmarkana, kosti þess og galla, gildi námskynninga í fram- haldsskólum, læknanámið og at- vinnuhorfur frá sjónarhóli hans og að lokunr skýrði hann frá bráðabirgða- niðurstöðum skoðanakönnunar, sem F.L. stóð fyrir meðal stúdenta um við- horf þeirra til atvinnumála. Umræður urðu síðan talsverðar á þinginu. Skoðanakönnun meðal læknanema um viðhorf til atvinnumála Hún var gerð í tilefni af málþing- inu. Svör fengust frá um 60-90% fé- lagsmanna, eftir árum, og svöruðu ílestirgreiðlega úröllum spurningun- um. Við notuðum nokkrar bráða- birgðaniðurstöður á málþinginu og unnum síðan enn betur úr svörunum. Þessar niðurstöður eru samt enn allar mjög grófar. Skýrslu um könnunina og niður- stöðurnar er að finna í 8. tbl. Mein- varpa 1987 og í fórum ritara en í stuttri samantekt voru þær eftirfar- andi: Afgerandi niðurstöður eru ekki margar. Flestir eru þó sammála um að þeir hafi farið í læknisfræði vegna áhuga, metnaðar og áhuga á vísinda- störfum. 6. árs nemar eru frekar á því að þeir hafi farið í von um góða af- komu. Langílestir búast við að fá vinnu strax að loknu embættisprófi. Áberandi er meiri bjartsýni hjá pre- klinisku árunum með það að ljúka kandidatsári á 12 mán. Allir ætla í sérnám, búast við að koma heim eftir það og fá vinnu við sína sérgrein. Athyglivert að er konur á 6. ári hafa mestan áhuga á að setjast eingöngu að hér á landi. Flestir halda að aíkoman verði góð, en telja að vinnuálag lækna sé of mikið. Lang- flestir á preklinisku árunum myndu byrja aftur í læknisfræði, en fæstar af konunum á fimmta ári og fæstir af báðum kynjum á 6. ári myndu byrja aftur! Okkur tókst ekki að sýna fram á það óyggjandi hvort þetta er vegna slæmra atvinnuhorfa, óhóflegs vinnuálags I læknastarfinu, lélegrar LÆKNANEMINN M9S7-40. árg. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.