Læknaneminn - 01.10.1987, Page 14

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 14
MYND 2. Skematísk mynd af því sem fer fram í Hem oxýgenasa kerfinu. Glúkúr- ónfk sýra tengist própríóník hópum á gallrauðanum. öðrum vefjum svo og í lifrarfrumum. (MYND 2) Það er bókstaflega hægt að horfa á myndun gallrauða þegar fylgst er með litarbreytingu hematóms. Hinn fjólublái litur þess breytist smá sam- an yfir í gulan lit gallrauðans. Gallrauði truflar efnaskipti fruma. Hann myndast þó ekki beint úr hemi, heldur myndast gallgræna (biliverdin) fyrst, sem er vatnsleysan- leg og skilst óumbreytt út í þvagi. Hvers vegna líkaminn myndar gall- rauða, þrátt fyrir hina ótvíræðu kosti gallgrænunnar er ekki vitað. Þó er vitað að gallrauði flyst yfir fylgju andstætt gallgrænu. Fuglar og lagar- dýr skilja út gallgrænu, en spendýr gallrauða. 250-300 mg af gallrauða skilst út úr líkamanum á degi hverj- um. Styrkur gallrauða telst vera, undir eðlilegum kringumstæðum, 3,4-17,1 míkrómól á hvern lítra blóðs (0,2-1,0 mg/dL). Þegar styrkur gall- rauða í blóði er hærri nefnist það hyperbílírúbínemía. Gula fer að koma í ljós þegar styrkur gallrauða er meiri en því sem nemur 35 míkrómól á hvern lítra blóðs. Eituráhrif gallrauðans Sökum þess að gallrauði er fitu- leysanlegur, leysist hann vel upp í himnum fruma og á því greiða leið inn í þær. Sýnt hefur verið fram á að gallrauði hindrar ATP-myndun í orkukornum. Þekktustu enjafnframt skaðlegustu áhrif gallrauða koma fram í miðtaugakerfi sem heilagula (kernicterus) sem leiðir til víðtækra skemmda. Gallrauðinn verður að vera ósamtengdur til að komast yfir blóð-heila þröskuld. Ósamtengdur gallrauði er í miklu magni í blóði ef samtenging í lifur er skert eða bind- ing hans við albúmín er minnkuð. Heilagula er algengust í nýburum sökum þess að styrkur albúmíns er lágur í blóði þeirra og að samtenging gallrauða við glúkúróníksýru í lifur er afkastalítil. Heilagula þekkist einnig í eldri einstaklingum. Þá er það stór- lega skert UDP-glúkúrónýl transferasa virkni sem henni veldur (týpa 2 af Crigler-Najjar syndrómi). Samtengdur gallrauði hefur engin þekkt eitur- áhrif. Flutningur gallrauða í blóði Umbrot gallrauða og um leið af- eitrun hans fer fram í lifur, sem felst í því að gera hann vatnsleysanlegan og skilja síðan út í gallið. Þangað berst hann bundinn albúmíni. Sök- um lítillar vatnsleysni gallrauðans, ásamt bindingu hans við albúmín, þá skilst hann ekki út um nýru. Al- búmín hefur einn afturkræfan há- sækni bindistað fyrir gallrauða og a.m.k. tvo aðra afturkræfa bindistaði með lægri sækni. Gallrauði bindst fyrst hásækni bindistaðnum mól fyr- ir mól og bindst ekki lágsækni bindi- stöðunum fyrr en styrkleiki hans nær 35 mg á hvern dL blóðs. Mörg lyf, þar á meðal súlfónamíð, penicillínsam- bönd, fúrósemíð og r'óntgen-skyggiefni, geta losað gallrauðan frá albúmíni. í nýburum getur þetta leitt til heila- gulu. Enn fleiri lífrænar anjónir og lækkun á sýrustigi blóðs getur losað gallrauða selektívt úr lágsækni stöð- um. Auk afturkræfrar bindingar gallrauða við albúmín er óafturkræf binding (covalent, the third form) þess- ara sameinda í sjúklingum með lifr- 12 LÆKNANEMINN 44987-40. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.