Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 70

Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 70
Rödd að handan: Grindarholsskoðun frá hinni hliðinni Þórarinn Guðnason læknanemi Aðfararorð: Grein þessi, eða áminning öllu heldur, birtist í Annuals of Internal Medicine (83: 563-564) árið 1975. Þó 15 ár séu liðin, á efni greinarinnar enn sem fyrr, fullt erindi til læknanema og ekki síður til starfandi lækna. Höfundurinn Joni Magee, M.D. starfaði á þeim tíma við Fæðinga- og Kvensjúkdómadeild Thomas Jefferson læknaháskólans í Philadelphiu, Pennsylvaniu, en ekki er mér kunnugt um hvort hún starfar þar enn. Ég tók þann kost að smíða nýyrði þar sem mér fannst skorta gott nafn yfir það er á ensku nefnist speculum. Til sanns vegar má færa að andanefja eins og þetta verkfæri er oft nefnt er gott og lýsandi nafn, en hefur þá ókosti að ekki eru öll speculum andanefjur. Hvað á t.d. að kalla plastspeculum sem samanstanda eiginlega af tveimur spöðum? HNE læknar nota líka speculum til að skoða í nef og er það hreint ekki líkt nefi á önd. Auk þessa er orðið andanefja óþjált í samsetningum orða, t.d. andanefjuskoðun. En afturað nýyrðinu. Sögnin að kaga þýðir skv. Orðabók Menningarsjóðsað: skyggnastum,horfayfir. Orðabók Blöndals segirsamaorð þýða: kigge, se (danska). Þar segir einnig að orðið köguður þýði: Udkigsmand (danska). Ennfremur má benda á að fyrir austan fjall, rétt við Ingólfsfjall er hóll sem heitir Kögunarhóll. Ætla má að menn hafi farið upp á hann fyrráöldum og kagað yfir Flóann og Ölfusið. Því datt mér í hug að nota þennan orðstofn, gæða hann lífi á ný og nota í nýrri og að nokkrum hluta yfirfærðri merkingu. Snjallast þætti mér að steypa saman við þetta öðru vandræðaorði sem mikið hefur þvælst í málinu og ekkert gott orð hefur fundist fyrir. Orð þetta er skóp (skópía), sem dregið er af enska orðinu scope og hefur stundum verið kallað spegill (speglun) samanber magaspeglun, sem ekki er gott orð, því speglar koma lítið við sögu við þessa aðgerð. Og þá kem ég loks að nýyrðinu sem ég vil stinga upp á en það er kögtill = speculum og skóp. Það er karlkyns og beygist eins og jökull. Athöfnin héti þá kögun og sögnin væri íiökaga sbr. köfuii og aðkafa. Þannig færi fólk í ristilkögun. Kvensjúkdómalæknar myndu kaga upp á legháls kvenna, laparóskópia héti kviðarholskögun og menn myndu nota kviðarholskögul í stað laparóskóps. HNE læknar myndu setja kögul í nef fólki til að sjá upp í það. Lungnalæknar myndu stinga berkjukögli niður í lungnapípur fólks kaga þær og ná upp aðskotahlutum gegn um kögulinn. Opthcilamoskóp yrði augnkögull og þannig mætti lengi telja. KÖGULL yrði þannig samheiti fyrir þau verkfæri sem að hjálpa mönnum að sjá þá staði líkamans sem illa eru aðgengilegir mönnum með berum augum og eiga það sameiginlegt að horft er í gegn um þau. Þetta er gróf skilgreining og kanske götótt að einhverju leyti, en í grófum dráttum rétt. Hér held ég að ég láti staðar numið í þessu nýyrðaspjalli og láti ykkur eftir að dæma hvernig til hefur tekist. Ef til vill fer þetta brölt mitt í taugarnar á einhverjumogfyrirþáset égenskuorðin í sviga, því að sjálfsögðu erefni greinarinnar aðalatriðið og slæmt væri ef einhver fældist frá að sökkva sér ofan í visku hennar vegna pirrings út í eitt lítið og ómerkilegt orð. Auk þess vil ég benda þeim hinum sömu á að sjálfur var ég nokkurn tíma að venjast orðinu, sem smátt og smátt fór að hljóma ágætlega, eftir því sem ég heyrði það oftar. Að lokum vona ég að einhverjir hafi gagn og jafnvel eitthvert gaman af lestrinum. Pétri Ben. Júlíussyni stud med. et chir. vil ég þakka yfirlestur handrits og þarfar ábendingar. 68 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.