Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 5

Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 5
ferð sjúklinga með háþrýsting nema í undantekningar- tilfellum. Þáttur sympatiska taugakerfisins er minna þekktur. Vitað er að catecholamin auka almennt samdrátt slag- æðlinga, þar með talið í efferent æðum nýrna og adrenerga kerfið hefur áhrif á macula densa til örvunar á losun renins. Þá er næmni þrýstiviðtaka í sinus carot- icus sljóvgað hjá þeirn sem hafa háan blóðþrýsting. Hins vegar er örðugt að meta áhrif streitu og andlegs á- lags í þessu sambandi þar sem nothæfan mælikvarða vantar10. Aukin mótstaða og stífleiki í meðalstórum slagæðum er einkennandi fyrir háþrýstingssjúklinga og eykst hjá þeim með hækkandi aldri. Þetta er afleiðing hyper- trophiu í æðaveggnum sem verður vegna áhrifa ýmissa efna sem myndast í æðakerfinu". Þá eru ótalin áhrif hinna ýmsu vaxtarþátta svo sem angiotensin II, PDGF (platelet-derived growth factor), IGF (insulin-like growth factor) ofl. Hjá háþrýstisjúldingum er oft minnkuð losun NO (áður þekkt sem EDRF) og annarra efna sem hafa áhrif á samdrátt og slökun æðaveggjar. Allt þetta kerfi er gríðarlega flólcið og margþætt og langur vegur þar til fullur skilningur fæst á stjórnun þess og áhrifum á meingerð háþrýstings. Mjög áhugaverð eru tengsl hyperinsulinemiu og insulin mótstöðu annars vegar og háþrýstings hins veg- ar. Sykursjúlcir fá oftar háþrýsting en aðrir12 og offita er algeng bæði meðal sykursjúkra og háþrýstisjúklinga. Þegar um er að ræða samsetningu háþrýstings, blóðfitu- hækkunar, sykursýki og offitu er talað um metaboliskt syndrome X en þessir sjúklingar eru í gríðarlega aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum13. Greining háþrýstings Afleiðingar háþrýstings eru margvíslegar en algengast er að sjá vinstri ventricular hypertrophiu og diastoliska dysfunction í hjarta, hjartabilun og myndun kransæða- sjúkdóms. Meðalstórar og stórar slagæðar verða einnig fyrir atherosclerosu og aneurysmamyndun, sem eykur líkur á heilaáföllum, hjartaáföllum, æðaþrengslum í ganglimum, nephrosclerosu og nýrnabilun. I augnbotn- um má skoða og stiga skemmdir á æðakerfinu við langvarandi háþrýsting (mynd 1). Hjá flestum er sjúk- dómurinn einkennalítill framan af, en síðan koma smám saman fram almenn einkenni svo sem höfuðverkur, svimi, þreyta, slen, hjartsláttaróþægindi, bjúgur og mæði við áreynslu. Lítið samband er milli þessara ein- kenna og blóðþrýstingsmælinga. Blóðþrýstingurinn hefur tilhneigingu til að hækka með árunum og þá fara að koma fram skemmdir í heila, hjarta og nýrum. Hætt- an á þessum líffæraskemmdum eykst til muna þegar aðrir áhættuþættir æðasjúkdóma eru til staðar ásamt há- þrýstingi og vega sígarettureykingar, hátt cholesterol í blóði, sykursýki, offita og ættarsaga þar þyngst. Konur með háþrýsting hafa almennt betri horfur en karlar með sömu blóðþrýstingsgildi. Háþrýstingur greinist oftast á aldrinum 20-40 ára eða eftir sextugt. Hjá fullorðnum einstaklingum eru gildi <130/85 talin eðlileg, 130-139/85-89 í efri mörkum eðlilegra gilda en allt þar fyrir ofan telst háþrýstingur14. Almennt hækkar blóðþrýstingur með hækkandi aldri. Þannig myndi blóðþrýstingsgildi 135/85 teljast nokkuð hátt fyrir mann undir tvítugu en optimal fyrir fimmtug- an mann eða eldri. Háþrýstingi er aftur skipt í vægan (140-159/90-99), meðalslæman (160-179/100-109), slæman (180-209/110-119) og mjög slæman (210/120 eða hærra). Þegar háþrýstingur er greindur ber að huga að nokkrum mikilvægum atriðum. Sjúklingurinn á að hafa verið í hvíld a. m. k. 5 mínútur fyrir mælingu. Belgur- inn þarf að vera nógu langur til að ná utan um 80% um- máls handleggjar (huga að merkingu á belgnum) og nota ber víðari belg á svera handleggi15. Tryggja þarf stuðning við handlegg til að forðast artefacta vöðva- spennu og mælirinn á að vera sem næst því að vera í hæð við hjartað. Nauðsynlegt er að mæla blóðþrýsting í báðum handleggjum að minnsta kosti við fyrstu grein- ingu og einnig er ráðlegt að taka liggjandi og standandi þiýsting til að greina ortostatisma, sérstaklega hjá eldri einstaklingum. Þrýstimælirinn (slangan) á að vera medialt í cubitus á móts við brachial æð. Slagbilsþrýst- ingur er sá þrýstingur þegar púls heyrist skýrt í hverju slagi. Athugið að við takttruflanir, t.d. atrial fibrillation getur R-R bil verið mjög breytilegt og slagbilsþrýsting- ur breytist þá að sama skapi frá einu slagi til annars. Lagbilsþrýstingur er sá þrýstingur sem rnælist þegar púlsinn hættir skyndilega að heyrast.(Korotkoff V). Þetta gildi lækkar verulega í aorta loku leka og hjá ein- staka sjúklingi heyrist lagbilsþrýstingur langleiðina nið- ur í 0. I því tilviki ber að rniða við þann þrýsting sem mælist þegar púlsinn deyfist (Korotkoff IV). Fluga þarf að blóðþrýstingshækkandi áhrifum læknisheimsóknar (white coat effect)16 sem getur valdið allt að 10 mm Hg hækkun bæði í diastoliskum og systoliskum þrýstingi. Endurtaka þarf blóðþrýstingsmælinguna að minnsta kosti 2-4 sinnum í hverri heimsókn þar sem fyrsta mæl- ing er oftar en ekki falskt hækkuð17. Háþrýstingur hef- ur ekki verið staðfestur fyrr en mæling hefur verið stað- fest hækkuð í tveimur heimsóknum með að minnsta kosti viku millibili. Þegar háþrýstingur hefur verið staðfestur á ofan- nefndan hátt liggur næst fyrir að ákvarða um undirliggj- andi orsakir sjúkdómsins og hugsanlega aðra áhættu- þætti hjarta- og æðasjúkdóma. Þessi atriði ásamt ein- kennum sjúklingsins eru ákvarðandi um fyrstu meðferð. Mæla þarf hæð og þyngd og reikna út þyngdarstuðul 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.