Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Síða 8

Læknaneminn - 01.04.2002, Síða 8
hentar einnig vel ungu fólki en hafa verður í huga að gefa ekki lyfin konum sem geta átt von á þungun þar sem þau geta valdið fósturskemmdum. Helsti galli þessa lyfjaflokks er að 15-20% þeirra sem nota lyfin fá ertingshósta sem getur verið allt frá vægri ertingu sem þolist ágætlega og upp í verulega óþægilegan hósta. Þessi aukaverkun hverfur við það að hætta notkun lyfs- ins. Huga verður vei að nýrnastarfsemi og kalium gildi í blóði hjá þeim sem taka ACE hamla enda geta lyfin valdið alvarlegri nýrnabilun ef um nýrnaæðaþrengsli er að ræða og hyperkalemia er algeng aukaverkun. Þá má ekki gefa þessi lyf þeim sem hafa aortalokuþrengsli þar sem þau auka á gradient um lokuna með því aó valda æðavíkkun perifert. Nýrri lyljaflokkur með mjög svipaða verkun og ACE hamlar eru Angiotensin 2 receptor hamlar (ARB). Helsti kostur þessara lyfja er að þau valda ekki hósta en að öðru leyti gilda sömu iögmál um þessi lyf og ACE lyfjaflokkinn. Þó eru verndandi áhrif ARB á vinstri ventricular hypertrophiu, nýrnastarfsemi’4 og mortalitet ekki eins vel skilgreind og hjá ACE blokkerum, en nokkrar rannsóknir benda til þess að um svipuð áhrif geti verið að ræða. Nýlega birtust niðurstöóur LIFE rannsóknarinnar25 þar sem sjúklingar með háþrýsting og merki um hypertrofiu á vinstri slegli voru meðhöndlað- ir með losartan eða atenolol. í Ijós kom að þeir sem fengu losartan fengu 25% sjaldnar heilaáfóll en hinir sem voru meðhöndlaðir með atenolol og reyndust áhrif- in enn jákvæðari í undirhópi sjúklinga með sykursýki. Er þetta í fyrsta sinn sem beinn samanburður er gerður í tvíblindri rannsókn á áhrifum blóðþrýstingslækkandi lyfja. Fleiri slíkar rannsóknir eru í gangi og má búast við að niðurstöður þeirra geti haft veruleg áhrif á það hvernig læknar nota blóðþrýstingslækkandi lyf í fram- tíðinni. Kalsium antagonistar eru mikið notuð lyf við háþrýst- ingi en innbyrðis mjög ólík. Mest eru notuð nýrri dihy- dropyridin afbrigði þessara lyfja sem hafa vasodilater- andi áhrif en geta framkallað tachycardiu. Þessi lyf þol- ast yfirleitt vel og eru áhrifarík en valda oft roðaköstum í andliti (flushing) og fótbjúg. Helsti veikleiki þeirra er að þau hafa ekki eins jákvæð áhrif á horfúr hjartasjúk- linga eins og betahamlar, ACE hamlar og ARB lyfin. Onnur lyf en mun minna notuð við háþrýstingi eru t.d. alfal hemlar og perifert æðavíkkandi lyf. Þau eru yfirleitt notuð sem viðbót þegar önnur ráð þrjóta enda eru lítil mortalitets eða morbiditetsdata til sem styðja notkun þeirra. 1 lyfjameðferð við háþrýstingi er sem fyrr segir oftast reynt að hafa lyfin sem fæst og í einfaldri skömmtun. Þegar ónógur árangur fæst við eftirlit er oft reynt að auka skammtinn áður en gripið er til þess að bæta við öðru lyfi. Ef enginn árangur virðist ætla að verða af fyrsta lyfi er stundum skipt alveg um lyf og valið annað af óskyldum flokki fremur en að bæta ofan á það sem ekki skilaði árangri. Hins vegar er oft um einhverja blóðþrýstingslækkun að ræða, en ekki niður í tilætluð gildi og getur þá verið áhrifaríkt og minnkað hættu á aukaverkunum að nota samsetningu tveggja eöa fleiri lyíja í minna en fullum skammti. Mikilvægt er að leyfa nýju lyfi að verka í 3-4 vikur áður en ráðist er í lyfja- breytingu svo að full áhrif þess séu komin fram. Nauðsynlegt er að sjúklingnum sé kunnugt um þau blóðþrýstingsgildi sem stefnt er að í hverju tilviki. Er það forsenda þess að hann geti fylgst með blóðþrýstingi sjálfur með eigin mælingum eða í apóteki. Því miður hafa mörg apótekin tekið upp þann sið að bjóða blóð- þrýstingsmælingar og ráðgjöf um meðferð án þess að hafa til þess nauðsynlega faglega þekkingu. Kemur þetta skýrast fram i því að viðkomandi starfsmaður hef- ur enga læknisfræðilega þekkingu á öðrum sjúkdómum sjúklings eða áhættuþáttum sem taka verður tillit til við slíka ráðgjöf. Hvenær ber að hefja lyfjameðferð við háþrýstingi? Fyrir rúmum áratug hefðu flestir læknar svarað þessari spurningu á þá leið að meðhöndla ætti lagbilsþrýsting yfir 100 mmHg. A síðari árum hafa læknar tekið mun fastar á háþrýstingi og hafið meðferð þegar lagbils- þrýstingur er 90 mmHg og jafnvel lægri sé um einstak- ling í áhættuhópi að ræða26. Aherslan hefur einnig færst frá því að horfa eingöngu á lagbilsþrýsting og taka meira mið af slagbilsþrýstingi þar sem rannsóknir hafa sýnt að hættan á heilaáfollum eykst línulega með hækk- andi slagbiIsþrýstingi. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að meðferð við hækkuðum slagbi 1 sþrýstingi minnkar hættuna á heilaáföllum, sérstaklega hjá öldruðum27. Þessi aukna áhersla á lyfjameðferð við vægum háþrýst- ingi hefur leitt af sér gríðarlega aukinn kostnað bæði vegna lyfjanna sjálfra og eins vegna eftirlits á háþrýst- ingi. Þó að margir verði til þess að gagnrýna þennan kostnaðarauka er það sennilegt að betri blóðþrýstings- meðferð ásamt bættri meðferð annarra áhættuþátta svo sem blóðfituhækkunar og reykinga hafi átt stóran þátt í þeirri fækkun sem orðið hefur á tíðni hjarta- og æða- sjúkdóma á undanförnum 30 árum. Ógerningur getur verið að lesa öruggar vísbendingar um þetta úr klinisk- um rannsóknum. Niðurstaðan er samt sú að stefna skuli að því að ná blóðþrýstingsgildi niður í normalmörk með lyijameðferð og öðrum almennum ráðum. Til þess að ná þessu markmiði er reglulegt eftirlit hjá sama lækni nauðsynlegt. Mælt er með tíðum heimsóknum fyrstu mánuðina þar til blóðþrýstingsgildi eru oröin eðlileg, en síðan a.m.k. 2-3 á ári til frambúðar. 6

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.