Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Page 14

Læknaneminn - 01.04.2002, Page 14
ur lokið sérfræðinámi í almennum og brjóstholsskurð- lækningum við sjúkrahúsin í Helsingjaborg og Lundi. Markmið okkar með þessum skrifum er að kynna unglæknum og læknanemum framhaldsnám í Svíþjóð en um leið veita þeim sem eru á leið þangað í sérnám hagnýtar upplýsingar varðandi umsóknir og flutninga. Þessi grein er að hluta til byggð á eldri grein sem ann- ar höfunda (T.G.) skrifaði í Læknablaðið árið 1994 (1). Upplýsingar í þeirri grein eru margar hverjar úr- eltar í dag og því ástæða til að skrifa nýja grein um sama efni. Þessi grein hefur áður verið birt í Lækna- blaðinu (2) og er aðeins lítillega breytt. Stærst Norðurlanda Svíþjóð er stærst Norðurlanda eða 450 þús. km2 og þar búa 8,9 milljónir manna, þar af 1,5 milljónir af er- lendu bergi brotnir. Til samanburðar eru íbúar í Dan- mörku og Finnlandi í kringum 5 milljónir í hvoru landi fyrir sig og rúmar 4 milljónir i Noregi. Þéttbýl- ustu svæði Svíþjóðar eru Skánn í suðri og svæðið um- hverfis höfuðborgina Stokkhólm, en hún er jafnframt stærsta borg landsins með 663 þús. íbúa. Næst kemur Gautaborg með tæplega 430 þús. íbúa en Málmey (230 þús.) og Uppsalir (158 þús.) koma þar á eftir. Svíþjóð er háþróað iðnríki og þjóðarframleiðsla á íbúa er með því hæsta sem gerist. Járngrýti og víðáttu- miklir skógar eru mikilvægar náttúruauðlindir en aðalatvinnuvegir eru málm- og vélaiðnaður auk þjón- ustugreina. Svíþjóð er lýðræðisríki með þingbundinni konungsstjórn og I. janúar 1995 gengu Svíar í Evr- ópusambandið. Þegar þetta er ritað eru jafnaðarmenn við stjórn en þeir hafa setið lengst i stjórn frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Sænskt þjóðfélag er að rnörgu leyti svipað því ís- lenska en flestum ber saman um að hugsanaháttur Svía sé nokkuð frábrugðinn þeim íslenska. Mikið er gert fyrir börn og fjölskyldufólk og skólakerfið er mjög vel skipulagt. Verðlag er heldur lægra en á Is- landi en þó munar ekki miklu. Laun eru að jafnaði hærri en á íslandi fyrir sambærileg störf og afkoman því síst lakari. Á móti kemur að þjónusta er dýrari. Uppbygging sænska heilbrigðis- kerfisins í Svíþjóð er mjög virkt en jafnframt eitt dýrasta heil- brigðiskerfi í heimi. Und- anfarin tíu ár hefur verið reynt að stemma stigu við sívaxandi kostn- aði með niðurskurði fjárveitinga en Svíar vörðu 8,8% af vergri þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála árið 1997, sem er heldur meira en hér á landi og á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er í kringum 8%. í meginatriðum er uppbygging sænska heilbrigðis- lcerfisins svipuð og á íslandi, þ.e.a.s. heilbrigðisþjón- usta er rekin fyrir opinbert fé og allir þegnar eiga sama rétt til hennar óháð tekjum. í stórum dráttum er um ferns konar sjúkrahús að ræða í Svíþjóð. í fyrsta lagi eru svokölluð svæðis- sjúkrahús (regionssjukhus) en landinu er skipt upp í svæði (region) og þjóna þessi sjúkrahús hvert sínu svæði. Þar er að finna flest allar sérgreinar. Dæmi um svæðissjúkrahús eru sjúkrahúsin í Örebro og Lundi. I öðru lagi eru háskólasjúkrahús (universitetssjukhus), sem tengjast háskólunum sex; í Stokkhólmi, Gauta- borg, Lundi, Linköping, Uppsöluni og Umeá. Há- skólasjúkrahúsin sinna bæði kennslu og rannsóknum. Sjúkrahús geta þannig verið bæði háskóla- og svæðis- sjúkrahús, t.d. sjúkrahúsið í Lundi. í þriðja lagi má nefna svokölluð „Central lasarett" eða „Lánssjukhus" en þau eru deildaskipt með flestum sérgreinum og upptökusvæði sem oftast er í kringum 250 þús. manns. Sjúkrahúsin í Helsingjaborg og Kristianstadt eru dæmi um „Lánssjukhus“. Loks má nefna „Lánsdelsjukhus“ (Regional lasarett) en þau eru yfir- leitt tiltölulega lítil sjúkrahús með bæði hand- og lyf- lækningadeild auk móttökudeilda fyrir aðrar sérgrein- ar, s.s. HNE og krabbameinslækningar. í Landskrona og Ángelholm eru „Lánsdelsjukhus“. 12

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.