Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 16

Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 16
Uppbygging sárfræðinámsins Hægt er að leggja stund á flestar sérgreinar læknis- fræðinnar í Svíþjóð en samkvæmt sænskum reglum er lengd sérnáms minnst 5 ár. Uppbygging sérnámsins er oftast innan blokkarkerfis þannig að hægt er að ljúka náminu á sömu stofnun eða innan sama svæðis, þó stundum séu undantekningar á þessu. Námið fer að mestu fram á sjúkradeildum/heilsugæslustöðvum og rnikil áhersla er lögð á göngudeildarvinnu. Síðustu ár hefur sérnám í læknisfræði tekið tölu- verðum breytingum í Svíþjóð þannig að nárnið hefur verið gert skipulagðara. Þess er krafist að allir hafi leiðbeinanda (handledare) sem hefur yfirumsjón með sérnámi læknisins. Þannig er ekki nægjanlegt að Ijúka ákveðnum tíma í ákveðinni sérgrein heldur verður viðkomandi læknir einnig að geta sýnt yfirlækni og leiðbeinanda fram á vissa kunnáttu til þess að geta fengið sérfræðiréttindi. Flest sérgreinafélögin bjóða auk þess upp á sérfræðipróf sem hægt er að þreyja hafi maður áhuga á en sum háskólasjúkrahús gera að skil- yrði að Ijúka slíku prófi. í sumum sérgreinum kemur einnig til greina að ljúka evrópskum sérfræðiprófum. Jafnhliða klínísku námi er boðið upp á sérstök nám- skeið í hverri sérgrein fyrir sig og geta þau verið mjög gagnleg og vel skipulögð. Námskeiðin eru auglýst í sænska læknablaðinu (Lákartidningen) og tekur hvert námskeið yfirleitt fjóra til fimm daga. Ekki er skylda að sækja ákveðinn fjölda námskeiða en leiðbeinendur eru yfirleitt hafðir með í ráðum hvaða og hversu mörg námskeið eru sótt. Námskeiðin eru lækninum að kostnaðarlausu og oftast er greitt fyrir ferðakostnað og uppihald. Læknirinn heldur auk þess launum sínum á meðan hann sækir námskeiðið. Tafla I: Gagnleg vottorð: 1. Afrit af prófskírteini 2. Afrit af lækningaleyfi 3. Vottorð frá Læknafélagi íslands 4. Afrekaskrá (Curriculum vitae) 5. Afrit af stúdentsprófsskírteini 6. Hjúskaparvottorð 7. Fæðingarvottorð 8. Samnorrænt flutningsvottorð 9. Flutningstilkynning frá sjúkrasamlagi 10. Vottorð frá tryggingafélagi vegna áunnins bónuss í tengslum við bifreiðatryggingar. 11. Vottorð frá sjúkrahúsi um framhaldsnám 12. Vottorð frá sjúkrahúsi um tekjur s.l. árs 13. Sænskuvottorð Námstíma frá íslandi er hægt að fá metinn en við- komandi yfirlæknir og nefnd á vegum hins opinbera (Socialstyrelsen) ákveða hversu milcið fæst metið þar sem farið er yfir hvern umsækjanda fyrir sig. Yfirleitt er ekki hægt að fá meira en 2 ár metin frá námstíma á Islandi. I Svíþjóð er hægt að fá viðurkennda fleiri en eina sérgrein. Ekki er talið ráðlegt að hefja sérnám án þess að hafa fengið ótakmarkað lækningaleyfi á Is- landi. Þó er leyfilegt í Svíþjóð í vissum tilvikum að nota sex mánuði til sérnáms áður en viðkomandi hef- ur hlotið ótakmarkað lækningaleyfi. Réttindi íslenskra lækna í Svíþjóð Samkvæmt norrænum samningum geta íslenskir læknar sótt um lækningaleyfi í Svíþjóð án þess að gangast undir próf. Ekki er skylda að vera í sænska læknafélaginu en aðild er að mörgu leyti æskileg óg kostar tæplega 20 þúsund krónur á ári. Um leið fæst aðgangur að lánum en sænska læknafélagið tengist bæði banka og tryggingafélagi. Námsstöður í Svíþjóð Námsstöður í Svíþjóð eru aðallega tvenns konar, ann- ars vegar svokallaðar ST-blokkir (specialist tjánst- göring) og hins vegar svokallaðar afleysingastöður (vikariat). Fyrrnefndu stöðurnar eru auglýstar í sænska læknablaðinu. Sé læknir ráðinn í ST-blokk skuldbindur viðkomandi stofnun sig til þess að veita honum menntun til sérfræðiviðurkenningar. Jafnffamt verður stofnunin (a.m.k. í langflestum tilvikum) að veita lækninum stöðu að loknu sérfræðinámi óski hann þess. Hið síðarnefnda á þó ekki við um háskóla- sjúkrahúsin. Af ofanskráðu er ljóst að ST-staða veitir lækninum meira öryggi á námstímanum og er sjálfsagt að stefna að því að komast í slíka stöðu. Stofnanir og yfirmenn vilja oft fremur ráða lækna í afleysingastöður til nokk- urra mánaða í senn, að minnsta kosti þangað til við- komandi hefur náð að sýna sig og sanna. Því getur verið erfitt að komast beint í ST stöðu frá Islandi. I staðinn fæst afleysingastaða oft til 6 mánaða. Þannig fær stofnunin tíma til að átta sig á viðkomandi og einnig er mikilvægt fyrir þann sem kemur út til sér- náms að finna hvort hann aðlagast áður en hann bind- ur sig til lengri tíma. Aður var íslenskum læknum ráðlagt að geta þess í umsókn og viðtali að þeir stefndu heim til Islands að námi loknu, þar sem slíkt yki likur á því að þeir fengju námsstöðu í Svíþjóð. Þetta þarf ekki að eiga við í dag. Töluverður skortur er á læknum í mörgum sérgreinum og allt eins líklegt að yfirlækni þyki meiri fengur í 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.