Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Page 21

Læknaneminn - 01.04.2002, Page 21
Forvarnastarf læknanema, kemur það þér við? Upphaf starfsins var að frumkvæði Bjargar Þorsteins- dóttur læknanema sem hafði fyrirmyndina frá hinum Norðurlöndunum, en þar hefur slíkt starf verið við lýði ýmist í nokkur ár eða áratugi. Hún ásamt fleirum sá svo um að útfæra hugmyndina frekar.AIlt frá upp- hafi var unnið í fullu samstarfi með Læknadeild og hefur núverandi forseti deildarinnar verið sérstaklega áhugasamur og stutt okkur með ráðum og dáð. Ég ætla ekki að fara nánar út í þessa sálma hér, en ef á- hugi ykkar á sögu starfsins er þeim mun meiri bendi ég ykkur á heimasíðu starfsins : http://www.for- varnir.com. Þar er einnig hægt að nálgast allar mögu- legar upplýsingar um allt sem viðkemur kynlífi og kynsjúkdómum, fyrir þá sem á því þurfa að halda. Upphafsstarfsár félagsins, veturinn 1999-2000,var nokkuð brösugt. Ekki virtist þó vanta áhugann hjá for- vitnum læknanenium á 2. og 3. ári sem þyrsti í að kynnast betur þeim leyndardómum sem kynlífsástund- un hefur í för með sér og fylktum við liði á undirbún- ingsnámskeið haustið 1999. Fyrri hluti námskeiðsins fór vel fram undir stjórn siðprúðra manna og kvenna í sal Læknafélags Islands í Smáranum. Hlýddum við þar á fyrirlestra um allt mögulegt og ómögulegt sem viðkemur kynlífi. Ekki var þó látið við það sitja held- ur var okkur smalað í sumarbústaðaferð öllum saman og var það einróma álit hópsins að hápunkti nám- skeiðsins hafi verið náð á kvöldvökunni, sem haldin var á laugardagskvöldinu. Nema ef frátalinn skyldi stjórnandi kvöldvökunnar Dr. Bob Zelony sem líklega hefur haldið að hann væri staddur í frumskógi svört- ustu Afríku meðal innfæddra en ekki í sumar- leyfisparadís siðprúðra íslendinga, Brekkuskógi. Slílc var keppnisharkan, stríðsandinn í samkvæmisleikjun- um og útgangurinn á liðinu, þar sem m.a.s. allra feimnasta fólk fórnaði fötunum sínum fyrir liðsheild- ina. Ekki orð um það meir því þrátt fyrir að við höfum drukkið í okkur allan þann fróðleik, og annað sem drekkandi var, sem á borð var borið á þessu námskeiði urðu fáar heimsóknir í framhaldsskóla landsins þetta árið. Eingöngu náðist að prufukeyra prógrammið í einum skóla, Verslunarskóla íslands, 5 mánuðum eftir að undirbúningsnámskeiðið fór fram. Það hefur þó sennilega orðið til þess að starfið hélt velli árið eftir því að þeir fáu 2.árs nemar sem drifu sig í heimsókn- irnar skemmtu sér betur en þeir hefðu þorað að vona. Fylltust þeir eldmóð og áhuga, en líka réttlátri reiði í garð 3,ársins sem hafði ákveðið að láta starfið sigla sinn sjó. Akveðið var að efna til aðalfundar strax um vorið sem fram fór á heimili Ragnars Freys Ingvars- sonar í maí árið 2000. Þar var kosin ný stjórn fyrir starfsárið 2000-2001. Eftirfarandi aðilar hlutu kosn- ingu: Jón Þorkell Einarsson var kosinn formaður, Kol- brún Pálsdóttir ritari og Ragnar Freyr Ingvarsson gjaldkeri, allt nemar sem þá höfðu nýlokið 2.ári. Undirbúningur fyrir næsta starfsár 2000-2001 hófst þegar seinnihluta sumars þegar skrifuð voru bréf til allra framhaldsskóla á landinu til að kynna starfið. Buðum við námsráðgjöfúm, forvarnafulltrúum eða öðrum fulltrúum framhaldsskólanna til fundar í húsa- kynnum læknadeildar í september '01 og var mæting framar vonum. Þá var strax byrjað að bóka lækna- nema í heimsóknir um allt land sem hækkaði hvíldar- púls stjórnarmeðlima all verulega því við höfðum enga hugmynd um hver þátttaka læknanema í starfinu yrði. Við bárum okkur samt vel og bókuðum og bók- uðum, betluðum peninga út um allt og undirbjuggum undirbúningsnámskeið sem var haldið í byrjun októ- ber 2001. Ahyggjur okkar af þátttöku eða réttara sagt þátttökuleysi reyndust óþarfar því mæting var mjög góð, sérstaklega voru 2,árs nemar til fyrirmyndar hvað það varðar. Við sem höfðum farið í þessar fáu heim- sóknir árinu áður fundum mjög til okkar, vorum talin reynslunni ríkari og miðluðum óspart af henni til hinna yngri og óreyndari. Þau hafa þó sjálfsagt ekk- ert lært af viti fyrr en í fyrstu heimsóknina var komið. Fjáröflun gekk framar vonum, enda Islendingar í blússandi góðæri í þá daga. Soroptimistafélag Reykja- víkur, Menntamálaráðuneytið, Fjármálaráðuneytið og hin ýmsu lyfjafyrirtæki styrktu okkur rausnarlega bæði með peningum og mat til undirbúningsnám- skeiðs. Enda kom á daginn að ekki var vanþörf á, því kostnaður við slíkt starf er mikill. Stóðum við m.a. sjálf straum af kostnaði við ferðir út á land, en við heimsóttum m.a. Ísaíjörð, Laugarvatn og Akureyri. Ef sérstakur áhugi er til staðar og þið viljið fræðast meira um einstaka kostnaðarliði er bent á heimasíðu for- varnastarfsins, en einnig má hafa samband persónu- lega við Ragnar Frey Ingvarsson fráfarandi gjaldkera. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir verk- fall framhaldsskólakennara sem stóð yfir í 2 mánuði 19

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.