Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 28

Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 28
Rannsóknarráð læknanema Rannsóknarráð læknanema var stofnað veturinn 1999- 2000 af fimmta árs læknanema, Hans Tómasi Björns- syni. Hann stundaði læknisfræðilegar grunnrann- sóknir samhliða læknanáminu og tók fljótlega eftir því að fleiri innan deildarinnar höfðu áhuga á rannsóknar- tengdri vinnu. Upp úr því var siðan stofnaður leshóp- ur læknanema sem starfræktur er enn í dag. Stöðugt færist í vöxt að læknanemar vinni að rannsóknum samhliða náminu og hefur töluverð viðhorfsbreyting orðið í þessum efnum. Fyrir nokkrum árum síðan fengu læknanemar sem unnu við rannsóknir gjarnan spurningar á borð við: „Hvernig nennirðu þessu?“ eða „Til hvers ertu eiginlega að þessu?“ Nú, nokkrum árum seinna, koma þessir sömu læknanemar til okkar áhugasamir um að komast í læknisfræðilega tengdar rannsóknir. Þetta finnst okkur undirrituðum mjög gleðilegt og eílir okkur í að halda áfram að kynna fyrir lækanemum þau tækifæri sem þeim bjóðast. En hvað gerir svo þetta Rannsóknarráð læknanema? Megin tilgangur ráðsins er að efla áhuga lækna- nema á læknisfræðilega tengdum rannsóknum af ýmsu tagi, jafnt á sviði sameindalíffræði sem og far- aldsfræði. Einnig að efla skilning á tengslum á milli sameindalíffræði og klínískrar læknisfræði og mikil- vægi þess að vera jafnvígur á báðar hliðar læknisfræð- innar. Það er útbreiddur misskilningur að allar lækn- isfræðilegar rannsóknir verði með pípettum á rann- sóknarstofu. Töluvert er yfirleitt í boði af gagnavinnu af ýmsu tagi, svo sem eins og að kanna algengi ákveð- inna sjúlcdóma. Margir læknar liggja með verkefni í skúffunum sem þeim hefur ekki gefist tími til að vinna. Rannsóknarráð starfrækir leshóp þar sem lækna- nemar af flestum árum koma saman, einu sinni til tvisvar í mánuði. Gjarnan er tekið fyrir ákveðið þema og nemendurnir skipta svo með sér greinum og kynna fyrir fundargestum. Yfirleitt reynum við að fá lækni, sem er sérfræðingur á viðkomandi sviði, til að hjálpa okkur að sjá hvernig þessi þekking getur nýst okkur sem læknum í framtíðinni. Oft verða íjörugar og gagnlegar umræður á þessum fundum. Vinsælt hefúr verið að taka fyrir stærri efni á formi yfirlitsgreina. Síðasta haust (2001) voru til að mynda teknar fyrir greinar um ónæmiskerfið úr hinu virta vísindariti New England Journal of Medicine. Sá fundur var undir styrkri handleiðslu Björns Rúnars Lúðvíkssonar, sér- fræðings í klínískri ónæmisfræði. Þá hefur Helga Ög- mundsdóttir, prófessor, verið tíður gestur allt frá byrj- un og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Rannsóknarráðstefna lælcnanema var haldin í októ- ber 2001, annað árið í röð, og tókst hún vonum fram- ar. Þessar ráðstefnur eru kjörinn vettvangur fyrir læknanema til að kynna rannsóknir sínar í afslöppuðu umhverfi meðal sinna skólafélaga. Læknanemafyrir- lestrarnir eru yfirleitt á bilinu sjö til níu talsins. Ráð- stefna sem þessi er góð æfing í að koma niðurstöðum á framfæri á skýran hátt og innan ákveðinna tíma- marka, en það er nokkuð sem flestir þurfa að gera töluvert af sem starfandi læknar. Læknanemar á fyrstu árunum hafa þarna gott tækifæri til að kynnast áhugaverðum verkefnum, en stundum eru eldri nemar að hverfa úr rannsóknum til annarra starfa og þá vant- ar gjarnan einhvern til að halda áfram með verkefnið. Við fengum einnig gestafyrirlesara til að vera með okkur, i því skyni að brjóta upp dagskrána og fengu þeir frjálsar hendur með umræðuefni. Þeir kitluðu hláturtaugar ráðstefnugestanna svo eftir var tekið en þetta voru þeir Sigurður Guðmundsson, landlæknir, Jónas Magnússon, prófessor, og Björn Rúnar Lúð- víksson, læknir. Heiðursgestur kvöldsins var deildar- forseti læknadeildar, ReynirTómas Geirsson, prófess- or. Hann féllst á að leika nokkra djazz-standarda með- an gestirnir gæddu sér á heitu hlaðborði og léttum drykkjum. Einnig hafa þær Helga Ögmundsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags ís- lands, gert okkur kleift að fá ráðstefnusal Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð endurgjaldslaust. Við reynum að vera læknanemum innan handar varöandi rannsóknarnemendaskipti, hvort sem það er í sambandi við hið árlega fjórða árs verkefni eða við öflun akademískrar sumarvinnu, jafnt hérlendis sem og erlendis. Fyrir hönd Rannsóknarráðs læknanema, Hannes Jón Lárusson á 5.ári og Jón Torfi Gylfason á 3.ári. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.