Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Síða 32

Læknaneminn - 01.04.2002, Síða 32
Væg briskirtilsbólga. Fylgjast með lífsmörkum og gefa ríkulega með vökva 200-300 ml/klst. í æð. Mæla CRP daglega fyrstu dagana þar til sjúklingurinn er orðinn klíniskt góður. Þegar einkenni rninnka (kvið- areymsli) má sjúklingurinn borða og drekka að vild. Alvarleg briskirtilsbólga. 1. Fylgjast nákvæmlega með lífsmörkum; Blóðþrýst- ingi, púls, öndunartíðni, súrefnismettun og þvagút- skilnaði. Ef mælanleg breyting verður á þessum þátt- um í áttina að byrjandi bilun í líffærakerfi á sjúkling- ur að flytjast á gjörgæsludeild og mikilvægt er að hefja stuðningsmeðferð snemrna. 2. Sjúklingur fastar og fær ríkulega með vökva í æð þar sem gefið er 300-500 ml /klst. (Ringer acetat) og fylgst er vel með blóðsöltum og blóðsykri. 3. Gefa sýklalyf sem forvörn (prófylaxa). 4. Gefa verkjalyf eftir þörfum. Notkun epidural- leggs hefur reynst vel við að verkjastilla þessa sjúkl- inga (21). 5. Gefa sýruhemjara (omeprazol, annars fær 70-90 % sjúklinga stressmagasár). 6. Mæla reglulega þrýsting í kviðarholi (í gegnum þvagblöðrulegg). 7. Hefja gjöf næringar í görn (með sondu) eins fljótt og auðið er. Næring í görn minnkar transloka- sjón á bakteríum í gegnum garnavegg, stuðlar að auknu blóðflæði í görn og minnkar hættuna á að drep sem hefur myndast sýkist. Rannsóknir hafa sýnt (22,23) að sjúklingar með alvarlega briskirtilsbólgu sem fá næringu í görn frá upphafi veikinda fá minna af fylgikvillum og minna af sýkingum en þeir sem fá næringu eingöngu í æð. í reynd þarf þó að gefa meiri- hluta næringarinnar í æð vegna skertrar garnastarf- semi (paralytic ileus). 8. Skurðaðgerð eftir þörfum (sjá síðar). Meðferö byggist á A. Stuðningsmeðíerð: Við alvarlega briskirtilsbólgu er stresshormónasvörun í hámarki og gegndræpi háræða mjög aukið sem leiðir til milcillar hypovolem- iu. Verkun stresshormóna og hypovolemia leiðir til samdráttar í splanchnic slagæðum og minnkuðu blóð- flæði til kviðarholsliffæra. Bólga í og umhverfis bris leiðir til hækkunar á þrýstingi í kviðarholi og minnk- aðs blóðflæðis í kviðarholslíffærum. Mikilvægt er að örva blóðflæði og súrefnismettun í kviðarholslíffærum og þá sérstaklega brisi til að hindra drepmyndun. Til að bæta horfur er mikilvægt að flytja sjúklinga snemma á gjörgæslu og hefja stuðningsmeðferð snemma áður en líffærakerfi fara að bila. Markmið vökvameðferðar er að halda þvagútskiln- aði > 50 ml/klst. og CVP > 8 mmHg, en oft þarf 10- 12 lítra af vökva/24 klst. í æð að til að ná þessu marki. Til að halda uppi fullnægjandi súrefnismettun þarf oft að gefa súrefni á maska, nota CPAP eða öndunar- vél. Ef blóðþrýstingur og eða þvagútskilnaður er lág- ur þrátt fyrir milcla vökvagjöf eru notuð inotrop lyf (geta þó verið tvíeggjuð vegna verkunar til æðasarn- dráttar í splanchnikus æðakerfi). Ef sjúklingar eru óstabílir eða septiskir hefur meðferð með hemo- dialysu oft reynst mjög gagnleg þar sem filtreruð eru frá bæði vasoaktif efni og toxin. Kviðarholsþrýstingur. Mikilvægt er að fylgjast vel með þrýstingi í kviðarholi. Þrýstingur í þvagblöðru er sá sami og í kviðarholi (24) og nauðsynlegt er að mæla þrýsting via þvaglegg á minnst 4 klst. fresti. Ef þrýst- ingur í kviðarholi fer yfir 20 mmHg er það hættu- merki og ef að auki eru merki um bilun á líffærakerfi (venjulega einkenni öndunar- eða nýrnabilunar) er sjúklingur með svokallað «abdominal compartment syndrome» og þarfnast tafarlaust aðgerðar. Við þetta háan kviðarholsþrýsting er vefjaperfusjón slæm og eykur það á myndun dreps og stuðlar að bilun á líf- færakerfum (25,26). Ef þrýstingur mælist < 25 mmHg ber tafarlaust að gera aðgerð. Kviðarhol er þá opnað og slcilið eftir opið (sett yfir plasthimna) þar til mesti bjúgurinn er farinn. B. Fylgjast nieð sýkingu. Þar sem myndast hafa drep þarf að fylgjast vel með einkennum sýkingar. Nú þykir sannað (27,28,29) að sýklalyfjagjöf í forvarnar- skyni hjá sjúklingum með alvarlega briskirtilsbólgu bætir horfur þeirra. Mikilvægt er að hefja meðferð snemma áður en drep er fullmyndað og blóðstreymi er enn til staðar og nota breiðvirk sýklalyf sem diffund- era vel inn í briskirtilsvefinn (imipenem, cefurox- ime)(30). Fylgjast þarf náið með einkennum sýkingar; rnæla hita, CRP og hvít blóðkorn daglega og taka blóðræktanir. Einnig þarf að gera endurteknar TS- rannsóknir af kviðarholi. Ef sjúklingur sýnir einkenni um sýkingu þarf að gera ómstýrða fínnálarástungu (FNAC) á drepsvæði í og við bris og af vökvasam- söfnunum í kviðarholi. Þessar ástungur þarf oft að gera reglulega og senda í gramslitun og ræktun (sensitivitet 88%, specificitet 90%) (31,32). Sýktar nekrósur eru oftast ábending fyrir skurðaðgerð þar sem þær eru fjarlægðar og lagt inn dren. Rannsóknir sýna að sjúklingar sem mynda sýkingar í drep þarfn- ast skurðaðgerðar, venjulega 1 til 3 vikum frá því að sjúkdómseinkenni hófust (10). C. Skurðaðgerðir við bráða briskirtilsbólgu. Ábending skurðaðgerðar eru bráðir eða síðkomnir fylgikvillar briskirtilsbólgu. 30

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.