Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 39
Tafla IV: Stig I: Stig II: A: B: Stig III: Stig IV: Tafla V: Stigunarkerfi Boden og Gibb fyrir krabbamein í eistum. Æxli bundið viö eista Meinvörp í eitlum í aftanskinurými minni en 5 cm stærri en 5 cm Meinvörp í eitlum ofan þindar Fjarmeinvörp utan eitla Rannsóknir hjá sjúklingum með krabbamein í eistum Æxlisvísar (B-hCG, AFP, LDH)* Ómskoðun af eista Tölvusneiömynd af aftanskinurými* Ómskoðun af aftanskinurýmí Lungnamynd* Beínaskann 'Alltaf framkvæmt Stigun Markmið stigunar er að átta sig á hversu útbreiddur sjúkdóm- urinn er svo hægt sé að velja meðferð við hæfi og spá fyr- ir um horf- ur sjúkl- i n g s i n s. Til er fjöldi stig- unarkerfa en hér á landi hefur aðal- lega verið stuðst við endur- bætt stigunarkerfi Boden ogGibb(19). Eins og sést í töflu IV er sjúkdómur af stigi I bundinn við eistað en stig II-IV ráðast af stað- setningu og stærð mein- varpa. Við stigunina er notast við rannsóknirnar í töflu V og eru tölvusneið- myndataka af aftanskinu- rými og lungnamynd mikilvægustu myndrann- sóknirnar. Aðrar rann- sóknir eru gerðar ef grunur leikur á meinvörpum, t.d. tölvusneiðmyndataka af miðmæti/lungum og beina- skann. Mælingar á æxlis- vísum eru einnig mikilvæg- ar við stigun og eftirlit. Lækki æxlisvísar ekki eftir meðferð bendir það ein- dregið til þess að sjúkdómurinn sé enn til staðar (6,12). Eins og sést í töflu VI þá eru flestir sjúklinganna á stigi I við greiningu, eða 65%. Langalgengustu mein- vörpin eru til eitla í aftanskinurými, aðallega til eitla í hæð við nýru en fyrsta eitlastöð er í hæð við nýru af fósturfræðilegum ástæðum. Önnur meinvörp eru sjaldséðari (10% sjúklinga) og greinast þá fyrst og fremst í lungum og stundum í lifur. Mynd 6. Einfölduð mynd af líf- færafræði eista. 1 Sáðstrengur (funiculus), 2 Sáðrás (Vas defeens), 3 a. testiculare, 4 Pampiniform bláæðanet, 5,6,7 eistnalyppa, 8 eista, 9 slíðurhjúpur (tunica vaginalis) Mynd 7. Eistnalyppubólga sem einnig hefur náð til eistans (epididymo-orchi- tis). Pungurinn er bólginn og aumur viðkomu. Sjúklingarnir eru oft með hita og einkenni þvagfærasýkingar. Meðferðin felst í sýkla- og verkjalyfja- meðferð en pungbindi getur einnig verið hjálplegt til að minnka verki (44) Meðferð Fyrsta meðferð krabba- meina í eistum er skurð- aðgerð þar sem eistað er numið á brott en síðan ræðst af stigun og gerð sjúkdómsins hvort grip- ið er til frekari meðferð- ar. Geislameðferð er beitt við sáðkrabbamein á stigi II en krabba- meinslyfjameðferð er beitt við hærri stigum og gegn frjófrumuæxl- um sem ekki eru á stigi I. Þar sem áherslur eru mismunandi í meðferð sáðkrabbameina og ann- arra frjófrumuæxla verður fjallað um þær sitt í hvoru lagi (tafla VI) Sáðkrabbamein: Við greiningu er eistað fjar- lægt og er það fullnaðar- meðferð við staðbundnu sáðkrabbameini. Um leið fást nákvæmar upp- lýsingar um vefjagrein- ingu, æxlisvöxt í skurð- brúnum og æðainnvöxt. Eistnakrabbamein dreifir sér oft til eitla í kviðarholi, og er mikil- vægt að fjarlægja eistað gegnum náraskurð (mynd 9) til þess að geta klemmt fyrir æðar frá eistanu og hindra þannig hugsanlega dreifingu upp i kviðar- hol þegar æxlið er handfjatlað (15). Náraskurður er einnig æskilegur þar sem eistnakrabbamein eiga til að sá sér í skurðsár á pung. Af sömu ástæðu ber að forðast grófnálar- og skurðsýni á pungsvæði leiki grunur á krabbameini í eistum (6,18). Hvað varðar frekari meðferð hafa áherslur breyst mjög síðustu áratugi. Aður fengu sjúklingar með sjúkdóm á stigi I geislameðferð gegn eitlum sömu megin í grindarholi og meðfram meginslagæð í kvið- arholi upp fyrir 11. brjóstlið. Sjúklingar með sjúk- dóm á stigi II fengu einnig geislameðferð á eitla í mið- mæti. Víðast hefur verið horfið frá þessari meðferð Mynd 8. Vatnshaull í vinstra eista. Um er að ræða góðkynja vökvasöfnun (vökvinn líkist sermi) í slíðurhjúp eist- ans. Við þreifingu eru vatnshaular yfirleitt mjúkir viðkomu og Iftið aumir. Ef lýst er í gegnum fyrirferðina í dimmu herþergi sést að þeir hleypa í gegnum sig Ijósi. í tilfellum sem þessum getur verið erfitt að þreifa sjálft eistað. Leiki grunur á fyrirferð í eis- tanu getur ómskoðun komið að góðum notum (44) 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.