Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 39
Tafla IV:
Stig I:
Stig II:
A:
B:
Stig III:
Stig IV:
Tafla V:
Stigunarkerfi Boden og Gibb fyrir
krabbamein í eistum.
Æxli bundið viö eista
Meinvörp í eitlum í aftanskinurými
minni en 5 cm
stærri en 5 cm
Meinvörp í eitlum ofan þindar
Fjarmeinvörp utan eitla
Rannsóknir hjá sjúklingum með
krabbamein í eistum
Æxlisvísar (B-hCG, AFP, LDH)*
Ómskoðun af eista
Tölvusneiömynd af aftanskinurými*
Ómskoðun af aftanskinurýmí
Lungnamynd*
Beínaskann
'Alltaf framkvæmt
Stigun
Markmið
stigunar er
að átta sig
á hversu
útbreiddur
sjúkdóm-
urinn er
svo hægt
sé að velja
meðferð
við hæfi
og spá fyr-
ir um horf-
ur sjúkl-
i n g s i n s.
Til er
fjöldi stig-
unarkerfa
en hér á landi hefur aðal-
lega verið stuðst við endur-
bætt stigunarkerfi Boden
ogGibb(19). Eins og sést
í töflu IV er sjúkdómur af
stigi I bundinn við eistað
en stig II-IV ráðast af stað-
setningu og stærð mein-
varpa. Við stigunina er
notast við rannsóknirnar í
töflu V og eru tölvusneið-
myndataka af aftanskinu-
rými og lungnamynd
mikilvægustu myndrann-
sóknirnar. Aðrar rann-
sóknir eru gerðar ef grunur
leikur á meinvörpum, t.d.
tölvusneiðmyndataka af
miðmæti/lungum og beina-
skann. Mælingar á æxlis-
vísum eru einnig mikilvæg-
ar við stigun og eftirlit.
Lækki æxlisvísar ekki eftir
meðferð bendir það ein-
dregið til þess að sjúkdómurinn sé enn til staðar
(6,12).
Eins og sést í töflu VI þá eru flestir sjúklinganna á
stigi I við greiningu, eða 65%. Langalgengustu mein-
vörpin eru til eitla í aftanskinurými, aðallega til eitla í
hæð við nýru en fyrsta eitlastöð er í hæð við nýru af
fósturfræðilegum ástæðum. Önnur meinvörp eru
sjaldséðari (10% sjúklinga) og greinast þá fyrst og
fremst í lungum og stundum í lifur.
Mynd 6. Einfölduð mynd af líf-
færafræði eista. 1 Sáðstrengur
(funiculus), 2 Sáðrás (Vas
defeens), 3 a. testiculare,
4 Pampiniform bláæðanet,
5,6,7 eistnalyppa, 8 eista,
9 slíðurhjúpur (tunica vaginalis)
Mynd 7. Eistnalyppubólga sem einnig
hefur náð til eistans (epididymo-orchi-
tis). Pungurinn er bólginn og aumur
viðkomu. Sjúklingarnir eru oft með hita
og einkenni þvagfærasýkingar.
Meðferðin felst í sýkla- og verkjalyfja-
meðferð en pungbindi getur einnig
verið hjálplegt til að minnka verki (44)
Meðferð
Fyrsta meðferð krabba-
meina í eistum er skurð-
aðgerð þar sem eistað er
numið á brott en síðan
ræðst af stigun og gerð
sjúkdómsins hvort grip-
ið er til frekari meðferð-
ar. Geislameðferð er
beitt við sáðkrabbamein
á stigi II en krabba-
meinslyfjameðferð er
beitt við hærri stigum
og gegn frjófrumuæxl-
um sem ekki eru á stigi
I. Þar sem áherslur eru
mismunandi í meðferð
sáðkrabbameina og ann-
arra frjófrumuæxla
verður fjallað um þær
sitt í hvoru lagi (tafla VI)
Sáðkrabbamein: Við
greiningu er eistað fjar-
lægt og er það fullnaðar-
meðferð við staðbundnu
sáðkrabbameini. Um
leið fást nákvæmar upp-
lýsingar um vefjagrein-
ingu, æxlisvöxt í skurð-
brúnum og æðainnvöxt.
Eistnakrabbamein
dreifir sér oft til eitla í
kviðarholi, og er mikil-
vægt að fjarlægja eistað
gegnum náraskurð
(mynd 9) til þess að
geta klemmt fyrir æðar
frá eistanu og hindra
þannig hugsanlega
dreifingu upp i kviðar-
hol þegar æxlið er
handfjatlað (15). Náraskurður er einnig æskilegur þar
sem eistnakrabbamein eiga til að sá sér í skurðsár á
pung. Af sömu ástæðu ber að forðast grófnálar- og
skurðsýni á pungsvæði leiki grunur á krabbameini í
eistum (6,18).
Hvað varðar frekari meðferð hafa áherslur breyst
mjög síðustu áratugi. Aður fengu sjúklingar með
sjúkdóm á stigi I geislameðferð gegn eitlum sömu
megin í grindarholi og meðfram meginslagæð í kvið-
arholi upp fyrir 11. brjóstlið. Sjúklingar með sjúk-
dóm á stigi II fengu einnig geislameðferð á eitla í mið-
mæti. Víðast hefur verið horfið frá þessari meðferð
Mynd 8. Vatnshaull í vinstra eista.
Um er að ræða góðkynja vökvasöfnun
(vökvinn líkist sermi) í slíðurhjúp eist-
ans. Við þreifingu eru vatnshaular
yfirleitt mjúkir viðkomu og Iftið aumir.
Ef lýst er í gegnum fyrirferðina í
dimmu herþergi sést að þeir hleypa í
gegnum sig Ijósi. í tilfellum sem
þessum getur verið erfitt að þreifa sjálft
eistað. Leiki grunur á fyrirferð í eis-
tanu getur ómskoðun komið að góðum
notum (44)
37