Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 40

Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 40
Mynd 9. Brottnám eista í gegnum náraskurö (45). Klemmt er fyrir sáðstrenginn til aö minnka líkur á útsæöi. í sömu aögerö er hægt aö koma fyrir nýju gervieista (t.d. úr sílikoni) (pungnum síðari ár hvað varðar sjúkdóm á stigi I, þar eð rann- sóknir hafa sýnt að gott eftirlit gefur jafn góðan árang- ur og er þá geisla- eða lytjameðferð beitt við endur- vakningu sjúkdómsins (20,43). Þá hafa rannsóknir leitt í ljós að áhætta getur hugsanlega fylgt geislameð- ferðinni og hefur þar verið bent á meðferðartengd krabbanrein (21). Frá 1987 hefur geislameðferð því eingöngu verið gefin hér á landi við sjúkdómi á stigi II og er þá geislameðferð gegn miðmæti sleppt á svip- uðum forsendum og geislameðferð var hætt við sjúk- dómi á stigi I. Tafla VI: Stigun* við greiningu hjá 128 körlum með frjófrumukrabbamein í eistum á íslandi 1971 - 1995 (1,2). Hjá 3 sjúklingum meö sáðkrabbamein vantaði upplýsingar um stigun *Stigunarkerfi Boden og Gibb (sbr. töflu IV) A: Sáðkrabbamein B: Önnur frjófrumuæxli en sáðkrabbamein A+B stig n (%) n(%) n(%) i 54(76) 29(51) 83(65) IIA 9(13) 13(23) 22(17) IIB 4(5) 4(7) 8(6) III 3(3) 1(2) 3(2) IV 2(3) 10(17) 12(10) Alls 71(100) 57(100) 128(100) 38 Frumudrepandi lyf, oftast cisplatín með etopsíd og bleomycín, eru uppistaðan í meðferð sjúklinga á stigi liB-IV. Sáðkrabbamein eru mjög næm fyrir þessunr lyfjum og á það einnig við um endurvakinn sjúkdónt (22). Eins og gefur að slcilja er eftirlit mjög mikilvægt til að greina endurvakningu í tíma. Þetta á ekki sist við hjá sjúklingum á stigi I og II þar sem geislun á kviðarhols- og miðmætiseitla er sleppt. Við endur- vakningu er flóknari lyfjameðferð beitt, og geislum stundum beitt samhliða (6). Helstu aukaverkanir lyfj- anna eru mergbælandi áhrif, hármissir og ófrjósemi en rétt er að hafa í huga að stór hluti sjúklinga með eistnakrabbamein er með minnkað magn sæðisfruma og sæðisfrumur með skertan hreyfanleika þegar við greiningu (33). Frysting sæðis og aukin tækni við gervifrjóvgun hafa gert þessi vandamál minni. Önnur frjófrumuæxli en sáðkrabbamein: Líkt og gegnir urn sáðkrabbamein er eistað fjarlægt með nára- skurði og er það yfirleitt talin fullnægjandi meðferð við sjúkdómi á stigi I. í Bandaríkjunum og einnig sums staðar í V-Evrópu hafa eitlar í aftanskinurými verið fjarlægðir hjá sjúk- lingum með sjúkdóm á stigi I og II samhliða eista- brottnámi. Slík meðferð er talin tryggja betur lækn- ingu þeirra sem ekki mæta til eftirlits (2). Aðgerðin hefur þó oft í för með sér að sjúklingarnir verða ófrjó- ir sökum þess að sæði leitar upp í þvagblöðru við sáð- lát (24). Á síðari árum er þó í vaxandi mæli beitt skurðtækni sem hlífir taugum og minnkar tíðni þess- arar aukaverkunar (25). Hér á landi, líkt og á hinum Norðurlöndunum, hefur þessari aðgerð lítið verið beitt enda reynst auðvelt að fá sjúklinga til að mæta til eft- irlits. Erlendis er sums staðar beitt lyfjameðferð við sjúkdómi á stigi I, en nýrri rannsóknir sýna að gott eft- irlit með sjúklingum tryggir góðar horfur með lyfja- meðferð taki sjúkdómur sig upp (2). Sú staðreynd að endurvakinn sjúkdómur svarar vel krabbameinslyfja- meðferð er forsenda slíkrar nálgunar í meðferð, enda fær allt að þriðjungur sjúkl- inga á stigi I endurvakinn sjúkdóm innan tveggja ára en afar sjaldan að fimm árum liðnum (6,26-27). Oftast er þá um að ræða meinvörp til eitlastöðva í aftanskinurými. Stöðluð lyfjameðferð á stigi I, sem víða hefur verið beitt erlendis, leiðir því til of- meðhöndlunar á meirihluta sjúklinga og sama á við um eitlabrottnám. Sömu lyfja- meðferð og áður er nefnd varðandi sáð- krabbamein er beitt við sjúkdóm á stigi II- IV Líkt og gildir um sáðkrabbamein er öfl- ugt eftirlit lykilatriði. Yfirleitt mæta sjúklingar á tveggja til fjögurra mánaða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.