Læknaneminn - 01.04.2002, Side 41

Læknaneminn - 01.04.2002, Side 41
Tafla VII: Yfirlit yfir meðferö sáökrabbameina og annarra frjófrumuæxla. Sáðkrabbamein: Stig I: Eistabrottnám StigllA: Eistabrottnám + geislar á grindarhols- og kviðarholseitla Stig IIB-IV Eistabrottnám + krabbameinslyfjameðferð Önnur frjófrumuæxli en sáökrabbamein: Stig I: Eistabrottnám Stig II - IV: Eistabrottnám + krabbameinslyfjameðferö +/- brottnám eftirstöðva með skuröaðgerö fresti fyrstu tvö árin en síðan með lengra millibili. Mældir eru æxlisvísar og teknar tölvusneiðmyndir eða gerð ómskoðun af kviðarholi/aftanskinurými, auk hefðbundinnar lungnamyndar. Greinist eitlastækkanir í aftanskinurými er oft gerð fínnálarstunga og gefin hefðbundin krabbameinslyfjameðferð í þrjá mánuði ef illkynja frumur sjást í sýninu. I flestum tilvikum næg- ir þessi meðferð til bata. Hverfi meinvörp ekki eru þau fjarlægð með skurðaðgerð. Leiði smásjárskoðun þá í Ijós lífvænlegar frumur er gefin viðbótarmeðferð í skamman tíma, en meðferð að öðrum kosti hætt. Taki sjúkdómur sig upp aftur eftir að fyrstu lyfja- meðferð hefur verið beitt svara aðeins 30% sjúkling- anna frekari lyfjameðferð (28). Á síðustu árum hefur háskammtameðferð með mergskiptum verið reynd í vaxandi mæli en ábendingar fyrir þeirri meðferð eru enn sem komið er óljósar (29). Horfur Lífshorfur hafa gerbreyst til hins betra á síðustu tveimur árutugum, þökk sé nýjum krabbameinslyfjum sem gera kleift að ráða niðurlögum útbreidds og end- urvakins eistnakrabbameins (rnynd 10). Á íslandi var lyfjameðferð með cisplatíni tekin upp árið 1977 og frá þeim tíma hefur aðeins einn einstaklingur af 108 látist úr sjúkdómnum (1,2). Til samanburðar létust 30% sjúklinga frá 1971-1977 (1,2) og enn stærra hlutfall fyrir 1970 (>50%) (6). Stærri erlendar rannsóknir hafa sýnt að 90 - 95% sjúklinga læknast í dag og á það bæði við um sáðkrabbamein og önnur frjófrumuæxli (6,12,30 - 35). Ef um staðbundið krabbamein er að ræða er þessi tala 95 - 100% (6, 12, 34-36). Þar sem um er að ræða dreifð og stór meinvörp (stig IIB-IV) eru fimm ára lífshorfur lakari eða frá 35% til 80% (6,12). Án meðferðar eru frjófrumuæxli önnur en sáð- krabbamein meira illkynja í eðli sínu, t.d. er sjúkdóm- urinn oftar útbreiddur við greiningu (50-70% sjúkl- inga) en hjá sjúklingum með sáðkrabbamein (20- 30%) (6). Fyrrnefndi hópurinn virðist þó svara með- ferð betur og horfur við þær æxlisgerðir eru því ívið betri (6). Ósérhæft útlit æxlisfrumna, vöxtur í gegn- um hýði og æðainnvöxtur eru þættir sem geta haft í för með sér verri lífshorfur (6,14,37-39). Mestu máli skiptir þó stigun sjúkdómsins en aðrir mikilvægir for- spárþættir eru fjöldi/stærð meinvarpa og hversu mikil hækkun er á æxlisvísum (AFP, (-hCG) (40). Sérstak- lega eru horfur slæmar ef lítil eða engin lækkun verð- ur á æxlisvisum að lokinni lyfjameðferð (6). Lokaorö Ekki eru nema tveir áratugir síðan krabbamein í eist- um lögðu meirihluta sjúklinga í valinn. 1 dag eru þau í hópi þeirra krabbameina sem hvað best gengur að lækna, og má gera ráð fyrir að meira en níu af hverj- um tíu sjúklingum læknist. Eistnakrabbamein eru sjaidgæf og einkennin lúmsk sem gerir það að verkum að óþarfa töf getur orðið á greiningu. Þvi er mikil- vægt að hafa sjúkdóminn í huga hjá körlum með fyr- irferð og/eða verk í pung. Þakkir Sérstakar þakkir fá læknarnir Reynir Björnsson og Einar Guðlaugsson fyrir aðstoð við heimildaöflun. Hlynur N. Grímson læknir las greinina í handriti, og eru honum þakkaðar góðar ábendingar. Heimildaskrá 1. Guðbjartsson T, Björnsson R, Magnússon K, Björnsson S, Einarsson GV Góðar lífshorfur karla með sáðkrabbamein. Afturskyggn rannsókn á íslensk- um körlum greindum 1971 - 1990. Læknablaðið 1996;82:202-210 2. Björnsson R, Guðbjartsson T, Magnússon K, Guð- Mynd 10. Lífshorfur 56 sjúklinga meö sáökrabbamein á íslandi 1971 - 1995. Fimm ára lífshorfur eru 89% fyrir hópinn í heild og 84% eftir 10 ár (1). Sjúklingar meö frjófrumuæxli önnur en sáökrabbamein hafa mjög sambærilegar horfur hér á landi, eöa 85% fimm ára og 83% 10 ára lífs- horfur (2). 39

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.