Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 41

Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 41
Tafla VII: Yfirlit yfir meðferö sáökrabbameina og annarra frjófrumuæxla. Sáðkrabbamein: Stig I: Eistabrottnám StigllA: Eistabrottnám + geislar á grindarhols- og kviðarholseitla Stig IIB-IV Eistabrottnám + krabbameinslyfjameðferð Önnur frjófrumuæxli en sáökrabbamein: Stig I: Eistabrottnám Stig II - IV: Eistabrottnám + krabbameinslyfjameðferö +/- brottnám eftirstöðva með skuröaðgerö fresti fyrstu tvö árin en síðan með lengra millibili. Mældir eru æxlisvísar og teknar tölvusneiðmyndir eða gerð ómskoðun af kviðarholi/aftanskinurými, auk hefðbundinnar lungnamyndar. Greinist eitlastækkanir í aftanskinurými er oft gerð fínnálarstunga og gefin hefðbundin krabbameinslyfjameðferð í þrjá mánuði ef illkynja frumur sjást í sýninu. I flestum tilvikum næg- ir þessi meðferð til bata. Hverfi meinvörp ekki eru þau fjarlægð með skurðaðgerð. Leiði smásjárskoðun þá í Ijós lífvænlegar frumur er gefin viðbótarmeðferð í skamman tíma, en meðferð að öðrum kosti hætt. Taki sjúkdómur sig upp aftur eftir að fyrstu lyfja- meðferð hefur verið beitt svara aðeins 30% sjúkling- anna frekari lyfjameðferð (28). Á síðustu árum hefur háskammtameðferð með mergskiptum verið reynd í vaxandi mæli en ábendingar fyrir þeirri meðferð eru enn sem komið er óljósar (29). Horfur Lífshorfur hafa gerbreyst til hins betra á síðustu tveimur árutugum, þökk sé nýjum krabbameinslyfjum sem gera kleift að ráða niðurlögum útbreidds og end- urvakins eistnakrabbameins (rnynd 10). Á íslandi var lyfjameðferð með cisplatíni tekin upp árið 1977 og frá þeim tíma hefur aðeins einn einstaklingur af 108 látist úr sjúkdómnum (1,2). Til samanburðar létust 30% sjúklinga frá 1971-1977 (1,2) og enn stærra hlutfall fyrir 1970 (>50%) (6). Stærri erlendar rannsóknir hafa sýnt að 90 - 95% sjúklinga læknast í dag og á það bæði við um sáðkrabbamein og önnur frjófrumuæxli (6,12,30 - 35). Ef um staðbundið krabbamein er að ræða er þessi tala 95 - 100% (6, 12, 34-36). Þar sem um er að ræða dreifð og stór meinvörp (stig IIB-IV) eru fimm ára lífshorfur lakari eða frá 35% til 80% (6,12). Án meðferðar eru frjófrumuæxli önnur en sáð- krabbamein meira illkynja í eðli sínu, t.d. er sjúkdóm- urinn oftar útbreiddur við greiningu (50-70% sjúkl- inga) en hjá sjúklingum með sáðkrabbamein (20- 30%) (6). Fyrrnefndi hópurinn virðist þó svara með- ferð betur og horfur við þær æxlisgerðir eru því ívið betri (6). Ósérhæft útlit æxlisfrumna, vöxtur í gegn- um hýði og æðainnvöxtur eru þættir sem geta haft í för með sér verri lífshorfur (6,14,37-39). Mestu máli skiptir þó stigun sjúkdómsins en aðrir mikilvægir for- spárþættir eru fjöldi/stærð meinvarpa og hversu mikil hækkun er á æxlisvísum (AFP, (-hCG) (40). Sérstak- lega eru horfur slæmar ef lítil eða engin lækkun verð- ur á æxlisvisum að lokinni lyfjameðferð (6). Lokaorö Ekki eru nema tveir áratugir síðan krabbamein í eist- um lögðu meirihluta sjúklinga í valinn. 1 dag eru þau í hópi þeirra krabbameina sem hvað best gengur að lækna, og má gera ráð fyrir að meira en níu af hverj- um tíu sjúklingum læknist. Eistnakrabbamein eru sjaidgæf og einkennin lúmsk sem gerir það að verkum að óþarfa töf getur orðið á greiningu. Þvi er mikil- vægt að hafa sjúkdóminn í huga hjá körlum með fyr- irferð og/eða verk í pung. Þakkir Sérstakar þakkir fá læknarnir Reynir Björnsson og Einar Guðlaugsson fyrir aðstoð við heimildaöflun. Hlynur N. Grímson læknir las greinina í handriti, og eru honum þakkaðar góðar ábendingar. Heimildaskrá 1. Guðbjartsson T, Björnsson R, Magnússon K, Björnsson S, Einarsson GV Góðar lífshorfur karla með sáðkrabbamein. Afturskyggn rannsókn á íslensk- um körlum greindum 1971 - 1990. Læknablaðið 1996;82:202-210 2. Björnsson R, Guðbjartsson T, Magnússon K, Guð- Mynd 10. Lífshorfur 56 sjúklinga meö sáökrabbamein á íslandi 1971 - 1995. Fimm ára lífshorfur eru 89% fyrir hópinn í heild og 84% eftir 10 ár (1). Sjúklingar meö frjófrumuæxli önnur en sáökrabbamein hafa mjög sambærilegar horfur hér á landi, eöa 85% fimm ára og 83% 10 ára lífs- horfur (2). 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.