Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Page 56

Læknaneminn - 01.04.2002, Page 56
lokið því enn á eftir að arfgerðagreina 700 langlífa einstaklinga og ættingja þeirra. Ályktun: Til að uppfylla skilyrði Lander's og Kruglyak's um marktæk tengsl við litningasvæði í erfðamenginu (2) þá verður lod score að vera > 3,7. Hins vegar er lod score >2,0 samkvæmt skilgreiningu sömu höfunda vísbending um erfðatengsl við litningasvæði. I ljósi þess að niðurstöður okkar eru byggðar á tiltölulega litlum hópi langlífra einstaklinga og aðeins hluti af efniviðnum hefur verið arfgerðargreindur verða frek- ari ályktanir að bíða úrvinnslu á sýnum frá öllu rann- sóknarþýðinu. (1) Gudmundsson, H.,Gudbjartsson, D.F., Kong, A., Gudbjartsson, H., Frigge, M., Gulcher, J.R. and Stef- ánsson, K. (2000). Inheritance of human longevity in Iceland. EJHG, 8, 743-749. (2) Lander, E. and Kruglyak, L. (1995). Genetic dis- section of complex traits: guidelines for interpreting and reporting linkage results. Nature Genet, 11, 241- 247. Kynferðislegt ofbeldi í bernsku tengt verkjum af óljósum orsökum og notkun heilbrigðiskerfisins. Hólmfríður Lydia Ellertsdóttir1, Inga Dóra Sigfúsdóttir2. 1 Læknadeild HÍ,2 Penn State University, Pennsylvania, USA Netfang: hle@hi.is Inngangur: Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þjáist í fleiri tilvikum af verkjum af óljósum orsökum og leiti oftar til heil- brigðiskerfisins vegna andlegra og líkamlegra kvilla en aðrir. Engin rannsókn hefur verið gerð á þessu hér á landi. Efniviður og aðferð: Rannsóknin náði til allra nemenda í framhaldsskólum á íslandi sem mættir voru í skólann þann 31 .okt 2000. 9134 nemendur af öllu landinu svöruðu listanum. Meðal þess sem spurt var um var kynferðislegt of- beldi, verkir af óljósum orsökum og notkun heilbrigð- iskerfisins. I tilvikum þar sem spurningum um kyn- ferðislegt ofbeldi var svarað játandi, var spurt hve gamall/gömul viðkomandi var þegar það átti sér stað, hve oft það gerðist, hver gerandinn var og hvort við- komandi hafi sagt einhverjum frá því að hann/hún hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Til að mæla verki af óljósum orsökum var notaður undirskali Brief Symptom Inventory (BSI), unninn úr SCL-90 (self- report clinical rating scale). Þá var spurt hversu oft á undanförnum 12 mánuðum viðkomandi hafi leitað til læknis, geðlæknis, sálfræðings, o.s.frv. Með hverjum lista fylgdi ómerkt umslag sem nemendur settu listann í þegar þeir höfðu lokið við að fylla hann út. Umslög- unum var safnað saman og þau send óopnuð til Rann- sókna & greiningar, sem hafði yfirumsjón med könn- uninni. Gögnin voru skönnuð og þeim komið á tölvu- tækt form. Unnið verður úr gögnunum í tölfræðiforrit- inu SPSS. Á öllum stigum framkvæmdar er fullkom- innar nafnleyndar og trúnaðar gætt til hins ýtrasta. Niðurstöður: I verkefninu verður leitast við að svara spurningum um hvort einstaklingar sem orðið hafa fyrir kynferðis- legu ofbeldi þjáist frelcar af verkjum af óljósum orsök- um og leiti í fleiri tilvikum til heilbrigðiskerfisins en aðrir einstaklingar á sama aldri. Þýðing gagna á tölvu- tækt form er nú á lokastigi og verður hafist handa við úrvinnslu þeirra um leið og þau liggja fyrir. Ljóst er að sumar þeirra spurninga er málið varða eru viðkvæmar og því var ekki ljóst, áður en könnunin var lögð fyrir, hvort nægjanleg dreifing fengist í svörum til að unnt væri að skoða samhengi viðkomandi þátta. Nú hefur verið farið í gegnum hluta gagnanna og ljóst er að dreifing í svörum verður ekki vandamál við greiningu gagnanna. Fyrirhugað er að niðurstöður liggi fyrir í júní 2001. Tíðni innlagna og aðgerða vegna gallsteina og gallblöðrubólgu á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1983-2000 Hulda Birna Eiríksdóttir Inngangur: Einkennagefandi gallsteinar og gallblöðrubólga eru ein af algengustu ástæðum þess að sjúklingar leita á bráðamóttölcu vegna kviðverkja. Gallsteinar myndast við útfellingar í gallsafa og margir þættir hafa áhrif á myndun þeirra m.a. neysluvenjur og hreyfing. Gall- blöðrubólga er í flestum tilvikum (90%) vegna gall- steina. Allt frá 1882 hefur brottnám á gallblöðu í gegnum kviðskurð verið kjör-meðferð við þessum lcvilla. Árið 1992 er almennt farið að gera þessa aðgerð með kvið- sjá á Islandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga áhrif nýrr- ar aðgerðartækni á greiningar- og aðgerðartíðni, með- alaldur og legudaga á árunum 1983-2000 og athuga hvort tíðni meðal ungra kvenna hafi aukist. Efniviöur og aðferðir: Rannsóknin nær yfir alla sjúklinga sem útskrifast af 54

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.