Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Síða 60

Læknaneminn - 01.04.2002, Síða 60
Umræða: Eftirtektarverðast er mikill munur milli einstaklinga á þörf fyrir verkjastillingu. Lyfleysukonurnar hafa not- að frá 15 -125 mg af morfíni, þyngsta konan minnst og sú léttasta rnest. Xefó® konurnar hafa notað 30 -100 mg af morfíni. Aætlað er að rannsókninni verði lokið í byrjun ársins 2002. *PCA: patient controlled analgesia **ASA: American Society of Anaesthesiology *** VAS: visual analog scale Algengi ofnæmis hjá psoriasissjúklingum og börnum þeirra Kristinn Örn Sverrisson Inngangur: Psoriasis einkennist af Th-1 ónæmissvari en ofnæmi afTh-2 svari. Th-1 ogTh-2 ónæmissvör hafa bælandi áhrif á hvort annað. Hugsanlega hafa einstaklingar arfbundna tilhneigingu til Th-1 eða Th-2 ónæmissvars. Markmið rannsóknarinnar er því að kanna hvort sjúkl- ingar með psoriasis og börn þeirra hafi lægri tíðni of- næmis en almennt gerist. Efniviður og aðferðir: Staðlaðir spurningalistar varðandi ofnæmi voru send- ir til 205 psoriasis sjúklinga, maka þeirra og barna á aldrinum 5-16 ára. Alvarleiki psoriasis-sjúkdómsins hjá sjúklingunum hafði þegar verið metinn (stig 0-IV). Framkvæmt var ofnæmishúðpróf með pikk aðferð á öllum einstaklingum sem svöruðu spurningalistanum, þar sem ofnæmi var kannað fyrir 10 mótefnisvökum (birki, grasi, kötturn, hundum, hestum, 2 teg. ryk- maura, túnflfli og tveim teg. myglu), taldist prófið já- kvætt ef húðsvörunin (wheal) náði 3mm í þvermál. Niðurstöður: 22. mars 2001 höfðu svör fengist frá 52,7% (109/205)sjúklinga, 38,7% (80/200) maka og 50,3% (148/294) barna. Þar af hefur ofnæmishúðpróf verið framkvæmt á 36,6% (75/205) sjúlclinga (meðalaldur 40,3 ár) og 29,0% (58/200) maka (meðalaldur 40,7). 9% (7/15) psoriasis sjúklinga eru með jákvæð ofnæm- ishúðpróf, en 20% (11/55) maka, er þessi munur ekki tölfræðilega marktækur (p=0,138). Af sjúklingum sem hafa meðalslæman eða verri sjúkdóm (stig II-IV) eru 6,5% (3/46) jákvæðir, er þetta hlutfall ekki held- ur marktækt lægra en hjá mökunum (p=0.096). 30,3% (89/294) barna hafa komið í ofnæmishúðpróf og af þeim voru 15,7% (14/89) jákvæð (95% CI: 8,9%-25,0). Ályktun: Fyrstu niðurstöður sýna eklci marktækan mun á tíðni ofnæmis hjá psoriasis og mökum þeirra. Samt má sjá tilhneigingu til lægri tíðni ofnæmis hjá psorisis sjúk- lingum samanborið við maka. Athuga þarfhvort þessi tilhneiging haldist við áframhaldandi rannsókn og verði þá marktæk. Slasaðir í umíerðinni á höfuðborgarsvæðinu árið 1999. Tíðni, orsakir og afdrif Lýöur Ólafsson1, Jón Baldursson2, Brynjólfur Mogensen3. læknadeíld HÍ, 2Slysa-og bráðamóttaka LSH-F, 3Slysa-og bráðasvið LSH. Inngangur: Afleiðingar umferðarslysa eru mikið heilsufarsvanda- mál. Lengi hefur verið leitast við að skrá ýmsa þætti varðandi umferðarslys sent nýtast mættu til forvarna. A slysa-og bráðamóttöku Landspítala-háskólasjúkra- húss í Fossvogi (LSH-F) hefur skráning slysa verið rafræn frá árinu 1972 og árið 1997 hófst þar samnor- ræn slysaorsakaskráning (NOMESCO). Slysagrein- ingum er þar gefinn 1CD-10 kóði í bráðasjúkraskrá. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni slas- aðra í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu árið 1999, orsakir slysanna, slysagreiningar og tíðni inn- lagna. Niðurstöður hennar er að nokkru leyti hægt að bera saman við rannsókn byggða á gögnum frá 1975. Efniviður og aðferðir: Allar lcomur á slysa-og bráða- móttöku LSH-F vegna umferðarslysa árið 1999. Markhópurinn var íbúar höfuðborgarsvæðisins. Upp- lýsingar voru fengnar úr sögu- og legudeildarkerfi LSH-F með leyfi Vísindasiðanefndar og Persónu- verndar. Mannfjöldatölur voru fengnar frá Hagstofu íslands. Niöurstööur: Komur vegna umferðarslysa voru alls 2947 þar af komu íbúar höfuðborgarsvæðisins 2458 sinnum. Slysatíðni íbúa höfuðborgarsvæðisins var 1,43% (1,36% hjá körlurn og 1,50% hjá konurn). Hæst var slysatíðni 18 ára karlmanna eða 6,55% en því næst hjá 17 ára konum, 6,06%. Yngsti einstaklingurinn var á fyrsta ári en sá elsti 91 árs. Meðalslysatíðni frá 0-15 ára aldurs var 0,50%, frá 16-30 ára aldurs var hún hinsvegar 3,16%, 31-45 ára 1,38%, 46-60 ára 1,02%, 61-75 ára 0,92% og 76-90 áravarhún 0,49%. Yfirárið slösuðust flestir í september (11,03%) en fæstir í apríl (6,14%). Fleslir slösuðust á fostudögum (18,55%) en fæstir á sunnudögum (10.90%). Milli kl. 17-18 slösuð- ust flestir eða 9,40% en milli kl. 6-7 fæstir eða 0,53%. Flutningsmátinn var langoftast einkabifreið eða 87%, sendibifreið og fótgangandi voru 3% hvort, vörubif- 58

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.