Bændablaðið - 05.10.2023, Síða 16

Bændablaðið - 05.10.2023, Síða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Erindi þeirra var að kynna sér sjálfbærar fiskveiðar og græna orku Íslendinga. ,,Starfsmenn sjóðsins verða að kynna sér stefnur og strauma heima og erlendis og afla sér þekkingar til að geta fjárfest með ábyrgum hætti fyrir hönd viðskiptavina sinna,“ bætti Mitsuaki við. Stefna sjóðsins vakti athygli og við gátum því ekki sleppt tækifærinu til að forvitnast um ástæður heimsóknarinnar og hvað að baki bjó. Sawakami Fund og samfélagsleg ábyrgð Sawakami sjóðurinn var stofnaður árið 1999 og er því að verða 25 ára. Heildareignir sjóðsins eru 384 milljarðar jena, jafngildi 345 milljarða króna. Til samanburðar eru árlegar útflutningstekjur af sjávarútvegi á Íslandi 250–300 milljarðar króna. Sjóðurinn fjárfestir eingöngu til langs tíma í fyrirtækjum sem styðja við samfélög sín á einn eða annan hátt og eru líkleg til að bæta lífsgæði þeirra á næstu 10–20 árum. ,Fyrirtæki getur ekki stutt við samfélag sitt, hvort heldur lítið þorp eða þjóðina í heild, nema með því að skila hagnaði. Þannig vex og dafnar fyrirtæki samhliða samfélaginu og byggir undir betri framtíð og hefur burði til að fjárfesta í nýjungum og nýjum tækifærum þar sem ungt fólk sér tækifæri og framtíð sína. Við viljum fjárfesta í þannig fyrirtækjum,“ segir Mitsuaki. Eingöngu einstaklingar Sjóðurinn býður einungis einstaklingum að fjárfesta í sjóðnum með sparnaði sínum. Viðskiptavinir, þ.e.a.s. fjárfestar, í Sawakami sjóðnum eru nú 118.000. ,,Markmiðið er að gera líf einstaklinganna einfaldara og að þeir þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Hver einstaklingur á sitt líf og sína drauma. Með því að fjárfesta í Sawakami sjóðnum þá geta fjárfestar treyst því að sparnaður þeirra sé nýttur til uppbyggingar í þágu samfélags þeirra og þá um leið þeirra sjálfra. En grundvöllurinn verður alltaf að vera góð ávöxtun, alveg eins og náttúran sjálf gefur af sér í formi góðrar uppskeru eða góðrar veiði. Þannig, og einungis þannig, er samhljómur náttúrunnar og mannanna sem eru að sjálfsögðu eðlilegur hluti hvort af öðru,“ segir Mitsuaki. Starfsmenn sjóðsins Starfsmenn sjóðsins verða sjálfir að heimsækja fyrirtækin sem sjóðurinn fjárfestir í og þekkja stjórnun, tilgang og markmið þeirra. Þeir verða að vera fullvissir um að stefna og markmið fyrirtækisins sé að bæta lífskjör samfélaga sinna. ,,Það er ekki nóg að þekkja fyrirtækin og afkomutölur þeirra, heldur verðum við einnig að þekkja stjórnendur og stefnu stjórnenda fyirtækjanna sjálfra. Við verðum að vera fullvissir um að markmið þeirra sé í samræmi við stefnu Sawakami sjóðsins,“ segir Mitsuaki. ,,Það er ekki nóg að þekkja fyrirtækin sjálf heldur verðum við að bera ábyrgð á fjárfestingum og fjárfestingarstefnu og geta kynnt hana milliliðalaust til þeirra sem leggja fé sitt í umsjón sjóðsins. Við verðum því að geta útskýrt, augliti til auglitis, fyrir fjárfestum hvers vegna félagi gengur vel eða illa og hverjar framtíðarhorfurnar eru,“ bætir Mitsuaki við. Staða sjávarútvegs í Japan Í viðtali í Bændablaðinu þann 12. ágúst 2021 lýsti Ayumo Katano fiskveiðistjórnun í Japan m.a. með eftirfarandi orðum: ,,Staða japansks sjávarútvegs er slæm. Fiskistofnar eru ofveiddir og því er dýrt að veiða fiskinn. Vegna slæms skipulags er meðalverð á japönskum makríl mjög lágt. ... Af þessu öllu leiðir að laun japanskra sjómanna eru afskaplega lág. ... Meðalaldur japanskra sjómanna er um 60 ár og endurnýjun lítil, sem er auðvitað eðlileg afleiðing af lágum launum,“ Katano hefur m.a. gefið út fjórar bækur um nauðsyn þess að breyta fiskveiðistjórnun í Japan. En það er ekki allt slæmt í Japan. Í viðtalinu lýsti hann einnig hörpudisksveiðum þar sem sjómenn og fyrirtæki þeirra gæta búsvæða hörpudisksins, aðstoða við hrygningu og rækta í sumum tilfellum hörpudiskinn frá upphafi til enda. Þar er afrakstur góður. Fyrirtækin hagnast og hafa getu til að fjárfesta í skipum, vinnslum, tækni og markaðsmálum og sjómenn eru vel launaðir. Hvers vegna til Íslands? ,,Við höfum heyrt af því hvernig íslenskur sjávarútvegur er rekinn. Að fiskveiðarnar séu sjálfbærar og að fiskistofnarnir séu ekki ofveiddir,“ sagði Mitsuaki. ,,Arðsöm fyrirtæki eru forsenda sjálfbærni samfélaga. Á sama tíma verða fyrirtækin og samfélögin að umgangast náttúruna og auðlindir hennar af virðingu, hlúa að henni og nýta með sjálfbærum hætti. Þetta er hinn mikilvægi samhljómur sjálfbærninnar þar sem fólkið sjálft er hluti hennar. Það er einnig mikilvægt að fyrirtækin sjálf séu arðsöm og geti staðið undir uppbyggingu í sjávarbyggðunum. Okkur langaði mjög að kynna okkur hvernig Íslendingar stjórnuðu fiskveiðum sínum með sjálfbærum hætti og læra af reynslu þeirra,“ sagði Mitsuaki að lokum. Greinarhöfundur er búfræðingur og framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum Sigurgeir B. Kristgeirsson binni@vsv.is NYTJAR HAFSINS Umsókn um leyfi til selveiða Fiskistofa vísar til reglugerðar nr. 1100/2019 um bann við selveiðum. Reglugerðin gildir um bann við veiði á öllum selategundum. Í reglugerðinni kemur fram að selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði (í sjó, ám og vötnum) nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu. Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag. Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um leyfi til selveiða til eigin nytja á árinu 2024. Umsóknarfrestur er til 15. október 2023. Umsóknum skal skila á eyðublaði: http://www.fiskistofa.is/media/eydublod/Umsokn-um-selveidar-til-eigin-nytja.pdf sem senda skal með tölvupósti á fiskistofa@fiskistofa.is eða með pósti til Fiskistofa, Borgum við Norðurslóð 600 Akureyri. ,,Arðsöm fyrirtæki eru forsenda sjálfbærni samfélaga“ – segir Mitsuaki Kuroshima, yfirmaður greininga hjá Sawakami eignastýringasjóðnum í Japan ,,Maðurinn er hluti náttúrunnar og verður að haga sér sem slíkur. Við verðum að vera ábyrg og láta gott af okkur leiða fyrir komandi kynslóðir þannig að lífskjör og lífsgæði batni,“ segir Mitsuaki Kuroshima, en hann heimsótti Ísland nýlega ásamt tveim öðrum starfsmönnum Sawakami eignastýringasjóðsins. Starfsmenn Sawakami eignastýringasjóðsins: Frá hægri: Hiroaki Maeno, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, Mitsuaki Kuroshima, umhverfisverkfræðingur og yfirmaður greiningardeildar Sawakami sjóðsins og Jun Suzuki, byggingaverkfræðingur. Mynd / Aðsend. Heildareignir Sawakami sjóðsins standa nú í um 345 milljörðum króna, en hann var stofnaður árið 1999. Við verðum því að geta útskýrt, augliti til auglitis, fyrir fjárfestum hvers vegna félagi gengur vel eða illa og hverjar framtíðarhorfurnar eru ...“ Miklar sveiflur eru á japönskum fiskmörkuðum í magni og verði því sjómenn kjósa að fiska sem mest, í stað þesss að reyna að hámarka verðmætin. Mynd / Wikipedia.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.