Bændablaðið - 05.10.2023, Page 24

Bændablaðið - 05.10.2023, Page 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Krabbaveiðar, ein hættulegasta atvinnugrein veraldar, er meðal annars stunduð á haustin undan ströndum Alaska. Sl. tvö ár hafa þarlend yfirvöld þó lokað fyrir veiðar vegna aflaleysis. Um ræðir rýrnun stofna rauða kóngakrabbans svo og snjókrabba í Beringshafi. Kemur það nokkuð á óvart, en fyrir um fimm árum var stofn þeirra þéttur og góður og verð á krabbakjöti í hæstu hæðum. En hvað veldur þessari rýrnun? Telja vísindamenn og líffræðingar að aðallega sé um tvennt að ræða – togveiðisjómenn og hlýnun jarðar. Trollnetin skaði búsvæði krabba þar sem þau dragast yfir hafsbotninn en þetta eru svæði þar sem krabbinn parast og hefur setu á meðan hann er á viðkvæmu mjúkskeljastigi. Til viðbótar við þetta hefur ísmyndun í Beringshafi minnkað allverulega sl. tvo vetur, hitastig sjávar hækkað og því áhrifin á lífríki hafsins sífellt að breytast. Haft er eftir vísindamönnum að tvö ár af lítilli þekju hafíss og óeðlilega hlýjum sjávarhita vegna loftslagsbreytinga kunni að hafa breytt vistkerfinu á þann hátt að snjókrabbi eigi erfitt með að lifa af og talið er það taki frá 6–10 árum fyrir stofninn að jafna sig. Mike Litzow, yfirmaður rannsókna við Kodiak Fisheries Science Center, segir árlega könnun stofnunarinnar hafa leitt í ljós fall heildarstofns krabba í Beringshafi úr sögulegu hámarki, 11,7 milljörðum frá árinu 2018, í 940 milljónir árið 2021, því lægsta sem nokkurn tíma hefur mælst. Sendu Alaska Bering Sea Crabbers, hagsmunasamtök krabbaveiðimanna, beiðni til National Marine Fisheries Service um að loka öllum tegundum veiða í 180 daga í austurhluta Beringshafs í viðleitni til að vernda rauða kóngakrabbann. Þeirri beiðni var hafnað en þess í stað voru kannaðir aðrir valkostir sem fælu í sér mögulegar veiðilokanir á helstu mökunar- og moldarsvæðum rauðkóngakrabba Til skamms tíma er tap á uppskeru rauðkónga- og snjókrabba hrikalegt. Krabbaveiðimenn í Alaska keppast við að halda sér á floti og oft heilu samfélögin sem sum hver treysta á krabbauppskeruna fyrir meira en 90% af skatttekjum sínum. Því má nærri geta að þeir fiskimenn sem hafa afkomu sína af krabbaveiðum séu orðnir örvæntingarfullir. Í maí úthlutaði bandaríska viðskiptaráðuneytið tæpum 192 milljónum dollara til að aðstoða fiskimenn í Alaska sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna lokunar veiða á kónga- og snjókrabba síðustu tvö árin, en talið er að ærið margir muni hætta starfsemi áður en þeir peningar berast. /SP UTAN ÚR HEIMI Þegar kemur að vökvajafnvægi líkamans er mjólk góður valkostur sem drykkur - jafnvel betri en vatn. Rannsókn sem gerð var á vegum St. Andrews-háskólans í Skotlandi leiddi í ljós að það er ekki endilega vatnið sem er best fyrir vökvajafnvægið þótt það sé nokkuð gott til að koma aftur á jafnvægi í líkama sem tapað hefur vökva, hvort sem er kolsýrt eða ekki. Þetta kemur fram á heilsuvef CNN-miðilsins og segir jafnframt að drykkir sem innihaldi smáræði af sykri, fitu eða próteini viðhaldi vökvajafnvægi lengur í líkamanum en vatn. Þetta eigi orsakir að rekja til viðbragða líkamans við drykkjum. Að hluta til sé um að ræða magn vökva í viðkomandi drykk. Því meira sem þú drekkir því hraðar fari vökvinn úr maga þínum og út í blóðrásina þar sem hann getur stutt við vökvajafnvægi. En eftir því sem þetta ferli er skjótvirkara, þess skemur helst vökvajafnvægið. Næringarinnihald skiptir máli fyrir vökvajafnvægið Næringarinnihald skipti einnig máli í því hversu vel drykkur bæti vökvajafnvægi. Rannsókn St. Andrews hafi leitt í ljós að mjólk hafi enn betri áhrif á vökvajafnvægi en vatn. Það sé vegna laktósans, þ.e.a.s. mjólkursykursins, próteinsins og fitunnar í mjólkinni. Allt hjálpi þetta til við að hægja á því að vökvinn fari úr maganum, sem viðhaldi vökvajafnvægi til lengri tíma en ella. Mjólk innihaldi einnig sódíum sem virki eins og svampur og haldi vökva lengur í líkamanum. Ekki kom fram í umfjöllun CNN hvort könnuð hafi verið sambærileg áhrif laktósalausrar mjólkur. Sykurmeiri drykkir, bæði með viðbættum sykri og frá náttúrunnar hendi, svo sem ávaxtasafar og gosdrykkir, eru skv. rannsókninni ekki eins góðir fyrir vökvajafnvægi og drykkir með minna sykurinnihaldi. Sykurríkari drykkir séu raunar lengur í maganum, en þegar vökvi með hátt sykurinnihald fari úr maganum endi hann í smágirninu til að leysa betur upp sykurinn og það hafi ekki eins góð áhrif á vökvajafnvægið. Gott vökvajafnvægi heldur líkamanum vel smurðum Vanti fólk vökva í líkamann er mælt með að velja alltaf vatn frekar en gos. Vatnið er líka nauðsynlegt fyrir nýrun og lifrina og hjálpar þessum líffærum að hreinsa eiturefni úr líkamanum. Að halda góðu vökvajafnvægi í líkamanum haldi liðamótum vel smurðum, hjálpi við að forðast sýkingar og að flytja næringarefni til fruma líkamans. Hversu góðu vökvajafnvægi tiltekinn drykkur kemur á skipti þó líklega ekki höfuðmáli fyrir fólk nema þá helst í aðstæðum þar sem um mikið vökvatap er að ræða, eins og t.d. við íþróttaiðkun. /sá Mjólk best við þorsta Fiskveiðieftirlitsmaður National Marine Fisheries Service í Alaska heldur hér á rauðum kóngakrabba. Mynd / Wikipedia. Krabbakjöt er selt dýrum dómum, hér á Pike Place-markaðinum í Seattle. Alaska: Lokað fyrir krabbaveiðar Örplast hefur nú fundist í skýjum samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var af Waseda-há- skólanum í Japan. Sú staðreynd að örplastsagnir hafi fundist í skýjum eykur mengunar- hættu á öllu því sem við borðum og drekkum til muna. Í rannsókninni var regnvatni safnað við fjallstoppa Mt.Fuji (3.776 m) og Mt. Oyama (1.300 m) og það rann- sakað með myndgreiningartækni til að sjá hvort og þá hversu mikið af plasti það innihélt. Mest innihélt regnvatnið 14 mismunandi agnir af örplasti í einum lítra vatns. Agnirnar voru frá 7 til 95 míkrómetri að stærð en til samanburðar er þykkt á hári manna að meðaltali um 80 míkrómetrar. Mengun örplasts hefur fundist í nær öllum vistkerfum jarðarinnar en hingað til hefur lítið verið vitað um áhrif örplasts í veðrahvolfinu en það er það gufuhvolf jarðar sem er næst jörðinni og nær frá yfirborði jarðar upp í 10–17 km hæð. Talið er að örplastið geti haft áhrif á skýjamyndun. /ÞAG Japan: Örplast í skýjum

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.