Bændablaðið - 05.10.2023, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023
Í síðasta tölublaði Bændablaðsins
minntumst við á hina vinsælu
sýningu Leikfélags Hveragerðis
– söngleikinn vinsæla um Litlu
hryllingsbúðina.
Átta leikarar fara með fjölmörg
hlutverk í sýningunni en alls koma
um 20 manns að uppfærslunni.
Frumsýning er áætluð
föstudaginn 6 október,
miðasala er á TIX.
is og nánari
u p p l ý s i n g a r
er að finna á
síðu Leikfélags
Hveragerðis á
Facebook. Sýningar
hefjast kl. 19.30 og
er sýnt í Leikhúsinu
Austurmörk 23.
Á döfinni ...
MENNING
Leikfélag Sauðárkróks hefur
skemmt sér við það undanfarið
að setja upp sýninguna um
hann Benedikt búálf sem er nú
kunnugur afar mörgum.
Um er að ræða einn allra
þekktasta barnasöngleik þjóðarinnar
og skemmtilegt ævintýri eftir Ólaf
Gunnar Guðlaugsson með grípandi
lögum og tónlist eftir Þorvald Bjarna
Þorvaldsson.Var sýningin fyrst sett
upp á Íslandi árið 2002 í leikstjórn
Gunnars Gunnsteinssonar, en síðan
margoft verið sett upp úti um allt land, þar á meðal hjá
Leikfélagi Akureyrar. Nú er semsé komið að því að
Leikfélag Sauðárkróks takist á við þetta stóra verkefni
og hafa þau verið síðasta mánuðinn að æfa og undirbúa
sýningar undir stjórn Gunnars Björns Guðmundssonar
leikstjóra. Þess má geta að Gunnar er margreyndur
leikstjóri með yfir 30 leiksýningar, 4 áramótaskaup og
kvikmyndir eins og Astrópíu og Ömmu Hófí á bakinu.
Hefst sagan á því að búálfurinn
uppátækjasami ákveður að fara í
bað og birtist henni Dídí mannabarni
tandurhreinn, með handklæði um sig
miðjan. Enda búálfar aðeins sýnilegir
mannabörnum þegar þeir eru blautir!
Örlög þeirra eru svo hins vegar
þeim ósköpum gædd að þegar þeir
verða mannabörnum sýnilegir, þá
ráða mannabörnin hvað verður um
þá. Benedikt og Dídi verða góðir
vinir og lenda í miklum ævintýrum
og mikilli hættu í Álfheimum, þó allt
fari vel að lokum.
Alls taka fjórtán leikarar þátt í sýningunni að þessu
sinni, ásamt ótal aðilum sem eru á bakvið tjöldin.
Frumsýning verður föstudaginn 13. október í
félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Miðasala er á
tix.is og einnig er hægt að panta miða í síma 8499434.
Áætlaðar sýningar eru tíu talsins út október en eins
og er fara einungis sex sýningar í sölu strax. /SP
Leikfélag Sauðárkróks:
Benedikt búálfur
Götuskráð,
hvít númer
Krókur,
dráttargeta
680 kg
Ultramatic sjálfskipting
10 ára ábyrgð á reim,
5 ára ábyrgð á hjóli Hátt og lágt drif
og driflæsingar
Einungis 307 kg
með bensíni og olíum
Warn spil
að framan
Rafmagnsstýri
Þrautreynd við íslenskar aðstæður
— verð frá 2.560.000 kr.
Mikið úrval aukahluta í boði s.s.
aukasæti og fótstig, framrúða,
töskur omfl.
YAMAHA GRIZZLY
EPS FJÓRHJÓL
— klár til afgreiðslu!
Yamaha á Íslandi
Kletthálsi 3, 110 Reykjavík
S 540 4980 | www.yamaha.is
Umboðsaðili
Alls taka fjórtán leikarar þátt í sýningu Leikfélags Sauðárkróks um hann Benedikt búálf, einn þekktasta barnasöngleik
hérlendis – en hann var fyrst settur upp árið 2002 í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar. Myndir / Aðsendar.
Leikfélag Kópavogs:
Rommí
Leikritið Rommí eftir Bandaríkjamanninn D.L. Coburn hefur skotið
upp kollinum oftar en einu sinni og ávallt fengið mikið lof fyrir að vera
jú akkúrat eins og leikrit eiga að vera!
Hugljúft, átakanlegt og sprenghlægilegt og höfðar í raun til allra
aldurshópa. Átakanlegt gamanverk ef svo mætti segja.
Fjallar verkið um fólk sem komið er af léttasta skeiði, einstaklinga búsetta
á elliheimili, en þau eiga það sameiginlegt að vera heldur óánægð með
tilveruna – einmana, gömul og hálfbitur. Þau eiga þó það sameiginlegt að hafa
gaman af því að grípa í spil og skemmta sér hið besta við þá iðju ... a.m.k.
fyrst um sinn. Kemur ýmislegt upp úr kafinu er líður á spilamennskuna,
bæði fljúga örvar Amors um loftið auk þess sem ýmis uppgjör fortíðar eru
sett á borðið.
Hefur Leikfélag Kópavogs nú tekið verkið upp á sína arma og er áætlað
að sýningar hefjist í októberlok. Sýnt verður í Leikhúsinu í Funalind 2
Kópavogi og miðasala verður á vefsíðunni www.kopleik.is/midasala/. /SP
Sakleysinginn hann Baldur þrælar alla daga í blómabúð og dreymir
um ástir Auðar sem er í tygjum við leðurklæddan tannlækni með
kvalalosta. Myndir / Aðsendar.
Rommí! Mynd / Aðsend.
Þú finnur Bændablaðið
á www.bbl.is,
Facebook & Instagram