Bændablaðið - 05.10.2023, Qupperneq 45

Bændablaðið - 05.10.2023, Qupperneq 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 LANDBÚNAÐUR Í SKÁLDSKAP Orðsins list kemur að þessu sinni frá Sigurði Óskari Pálssyni . Sigurður (1930-2012) var fæddur í Breiðuvík, sunnan Borgarfjarðar eystra, og ólst upp þar og síðan í Geitavík á norðurströnd fjarðarins. Hann var kennari og skólastjóri á Borgarfirði eystra og einnig á Eiðum. Bjó síðar á Egilsstöðum og var þá forstöðumaður Héraðsskjalasafns Aust- firðinga en síðari árin búsettur á Akureyri. Lífsförunautur hans frá 1956 var Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir (1931–2012), sem einnig var einkar hög á orðsins list. Sigurður var vel þekktur fyrir ritstörf og gamanljóð, en lá lengi á alvarlegri ljóðum sínum sem birtust loks á bók árið 2001, hjá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi, undir nafninu Austan um land. Bókin seldist upp og var endurprentuð árið 2010 með viðbótum. Í kynningu á bókarkápu segir að Sigurður yrki ljóð um frið, um ástina og aðra mannlega eiginleika á sinn lágværa og persónulega hátt. Fegurst ómi lofgjörðin til átthaganna og óspilltrar náttúru landsins og taki oft á sig svipmót tærrar ljóðrænu. / sá Minning Góð voru haustin með heiðríkum kvöldum og löngum, haldið var seint af engjum, gengið hægt um hélaðan flóa með hrífu og orf og liðið að göngum. Og góð voru haustin er heyskap lauk í hægum landþey sem bar með sér angan hins rauða lyngs um leið og hann strauk lófum um fölbrúnar mýrar; síðustu baggarnir látnir við Hámóaheyið og hestunum sleppt eftir vinnudag strangan. Gangnadagsmorgunn Septemberstorminn, sem strauk yfir landið í nótt / styrkri hendi og bældi fölnandi stráin, / lægði undir morgun og lognið varð svalt og hljótt, / litverp í dögun og þögul er Heimabláin. Úr dapi og svarðargröf fífudúnn fokinn er, / fallinn til jarðar um þýfi og leirbornar keldur, / stelkurinn floginn. Nú finn ég í vitum mér / fölvans keim og þarf ei að spyrja hver / sig hniprar til stökks og hverju dómur er felldur. Bæn gamals bónda Mold – ó, mold með sætan sýruþef, sofandi rót þú geymir langan vetur og vekur þegar vorblær kyssir þig. Æðaslög þín með iljum mínum hef ég einatt fundið sterkara og betur því lengra sem ég lífsins gekk á stig. Þig hef ég arið, feðra minna mold, af mætti veikum. Fyrirgefðu mér, ég gat ei meira. Bljúgur bið ég þig: Þegar að lokum fell ég einn á fold og fært verður mitt hrör að barmi þér / – lyk þá faðmi mjúklega um mig. Úr ljóðabókinni Austan um land, útg. 2010. Ástin og aðrir mannlegir eiginleikar Sigurður Óskar Pálsson. Mynd / Félag ljóðaunnenda á Austurlandi Davíð og Stefán eru syngjandi veislustjórar stefanhelgi@gmail.com eða s. 896-9410. Jólahlaðborð og skemmtanir um allt land
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.