Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Fjárhagsafkoma bænda er orðin hartnær ómöguleg vegna aðfanga- og vaxtahækkana. „Bændur standa frammi fyrir miklum áskorunum í dag, ekki aðeins í almennum búverkum heldur er rekstrarumhverfi landbúnaðarins að verða okkur ansi erfitt,“ sagði Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, í upphafi vel sótts málþings sem haldið var á Degi landbúnaðarins 13. október í Hofi á Akureyri. Mánaðarlaunin 176 þúsund Bændasamtökin hafa lagt fram kröfugerð fyrir samninganefnd ríkisins vegna búvörusamninga og hún er nú til skoðunar hjá stjórnvöldum. Gunnar segir þar ekkert undan skilið en kröfur séu þó hógværar. „Okkur reiknast til að meðal- kúabú, byggt á tölum úr gagna- safni Rannsóknamiðstöðvar landbúnaðarins, sé að skila tveimur milljónum í laun til viðkomandi bónda á meðalbúi á ári. Er það ásættanlegt þegar við erum með lög í landinu sem segja að lágmarkslaun skuli vera 350 þ.kr. á mánuði? Þetta fer ekki saman,“ sagði hann. Stjórnvöld bera ábyrgð Gunnar minnti á að matur væri grunnþörf íbúa landsins og matvæli þjóðaröryggismál. Átökin úti í hinum stóra heimi endurspegluðust m.a. í mjög miklum hækkunum á aðföngum, t.a.m. hefði Úkraínustríðið hækkað áburðarverð um 150% og kornafurðir um 80–90%. „Þetta höfum við þurft að vera að fást við sem frumframleiðendur undanfarin tvö ár. Ríkisvaldið sá fyrir sér vanda á síðastliðnu ári og kom inn með svokallaðar sprettgreiðslur og stuðning vegna áburðarkaupa. Aðföngin hafa ekkert lækkað á yfirstandandi ári og samtöl við ráðuneyti matvæla og fjármála eru á þann veg að það grillir ekkert í að við sjáum fram á aukinn stuðning. Þá veltir maður fyrir sér hvernig eigi að uppfylla matvælaöryggi íslensku þjóðarinnar til framtíðar,“ sagði hann jafnframt. Lífsviðurværi tólf þúsund manns „Það er ýmislegt í húfi. Okkur telst til að þrjú þúsund manns starfi í frumframleiðslunni í íslenskum landbúnaði í dag og afleidd störf séu átta til tíu þúsund. Þetta er því lífsviðurværi tólf þúsund manns sem er undir í matvælaframleiðslu í landinu. Skiptir það engu máli heldur?“ spurði Gunnar. „Stjórnvöld verða að skapa bændum fjárhagslegt svigrúm til athafna. Eftirlitskerfið þarf að sinna því að atvinnufrelsi í landinu þrífist sem best, hömlur, boð og bönn þvert á atvinnufrelsi er ógn í mínum huga,“ sagði hann enn fremur. Ljóst sé að maturinn verði ekki til í búðinni, meira þurfi til. Það sé því umhugsunarefni hvernig standa eigi að málum og ekki síður hvernig rétta eigi hag bænda áður en allt fari í kaldakol og þannig að ungt fólk hafi áhuga á að taka við búskap af þeim sem eldri eru. Í dag sé hvatningin til þess lítil eða engin og það sé verkefni til framtíðar að byggja upp fæðuöryggi á Íslandi. Gunnar minnti þó á að bjartsýni væri vænlegri en bölsýni en leysa þyrfti þessi mál fyrr en seinna. „Við þurfum framtíðarsýn okkur öllum til heilla og fæðuöryggi í sjálfstæðu landi,“ sagði hann að endingu. /sá FRÉTTIR Á málþingi á Degi landbúnaðarins var meginstefið vaxandi vandi landbúnaðarins og hvaða lausnir væru tækar til að mæta honum. Sagði Vigdís Häsler, framkvæmda- stjóri Bændasamtaka Íslands, að stýrivextir hefðu valdið umtals- verðum neikvæðum áhrifum í helstu kjöt- og mjólkurframleiðslu- greinum. Síðustu tvö ár hefði fjármagnskostnaður aukist um hátt í fimm milljarða á þegar skuldsetta grein. Stærsta tækifæri stjórnvalda til að sporna gegn verðbólgu sé að setja aukið fjármagn í búvörusamningana. Hagræða í slátrun og kjötvinnslu Margrét Gísladóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í land- búnaði (SAFL), sagði í framsögu að töluverðan samdrátt mætti sjá í lambakjötsframleiðslu og fækkun nautgripa síðustu misseri ylli áhyggjum. Bændur væru komnir að þolmörkum í hagræðingu hjá sér og eðlilegt væri að líta til annarra þátta. „Ein skýrasta aðgerðin er að beina sjónum okkar að endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu,“ sagði Margrét. SAFL ásamt BÍ o.fl. hefðu barist fyrir því að kjötafurðastöðvar og vinnslum yrði veitt svigrúm til hagræðingar og samstarfs. Fimmtánda grein samkeppnislaga, sem heimili samvinnu, sé ekki nægjanleg enda skýr fordæmi erlendis frá um frekari heimildir. „Nýting á sláturgetu í sauðfjár- slátrun er 61%, en 31% í stórgripa- slátrun, skv. tölum frá Deloitte árið 2021,“ hélt Margrét áfram. Ljóst væri að hægt sé að gera mun betur. Feta beri hér sömu slóð í hagræðingu og gert var í mjólkuriðnaði á sínum tíma. Margrét gagnrýndi einnig að stækkun á markaði, m.a. vegna ferðamanna, væri mætt með innflutningi en ekki aukinni innlendri framleiðslu. „Stjórnvöld setja leikreglurnar en allt of lengi höfum við búið við aðrar reglur en þau lönd sem við erum að flytja inn kjöt frá. Undir er sjálfbærni, fæðuöryggi og byggðafesta,“ sagði Margrét. Íslenski fæðuklasinn Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Osló en í leyfi, kynnti Íslenska fæðuklasann, en hún leiðir undirbúning að stofnun hans. Ingibjörg sagði að með honum væri ekki síst verið að bregðast við búsetuáskorunum á landsbyggðinni. Henni hafi þótt vanta hvetjandi vettvang og umhverfi fyrir landbúnað og fæðutengda starfsemi til að koma góðum, verðmætaskapandi hugmyndum í réttan farveg með hvata, ráðgjöf og stuðningi og þannig m.a. að glæða sveitir landsins lífi. Til stendur að stofna Íslenska fæðuklasann fyrir árslok. Hann á að ná yfir hvers kyns fæðu í landbúnaði og fæðutengdri starfsemi; yfir alla virðiskeðjuna: frá ræktun, framleiðslu og vinnslu, að sölu og neyslu. Fæðuklasinn á einnig að vera sjónarhóll yfir aðra starfandi klasa í landinu og byggja brýr og skapa möguleika á samstarfsverkefnum. Honum er ætlað að draga saman frumkvöðla, fyrirtæki og þolinmótt fjármagn til þess að skapa ný verðmæti. Meðvitund almennings Sölvi Arnarson, bóndi og veitinga- maður í Efstadal II og einn framsögu- manna, benti m.a. á að sárlega vantaði býli sem vildu taka á móti ferðafólki, fræða og bjóða upp á landbúnaðar- tengdar veitingar. Þá kom fram í máli Hlédísar Sveinsdóttur, annars höfundar skýrslunnar Ræktum Ísland, sem grundvallar nýja landbúnaðar- stefnu, að íslenskur almenningur þurfi að veita landbúnaði athygli, hann tengist fæðuöryggi og lýðheilsu, byggðafestu og umhverfismálum órjúfanlegum böndum. Almenningur þurfi einnig að hafa áhrif á þróun landbúnaðarafurða. Tengsl við smáframleiðendur séu þar hvað augljósust sem sóknarfæri. Hólmgeir Karlsson, framkvæmda- stjóri Bústólpa, sagði í umræðum: „Við metum það þannig í dag að staðan er gríðarlega alvarleg. Miklu alvarlegri en oft áður,“ sagði hann. Á málþinginu kom fram hvatning um aukinn samtakamátt, staðreyndasýnileika og jákvæðni í umræðu út á við. Sjávarútvegurinn væri þar fyrirmynd. Sömuleiðis var bent á að landbúnaðurinn þyrfti með einhverjum hætti að mæta hinum upptekna nútíma-Íslendingi sem hefði í erli dagsins lítinn tíma til að undirbúa og sinna matargerð. Frosið læri í hnausþykku plasti væri t.a.m. ekki endilega til þess fallið að mæta þeirri áskorun. /sá Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL, og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, ræða landbúnaðarmálin við Jón Þór Kristjánsson fundarstjóra. Mynd / SÁ Dagur landbúnaðarins: Hagræðing í slátrun og kjötvinnslu næst á dagskrá Frumframleiðendur í gríðarlegum vanda Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, var þungorður um afkomu bænda. Hann hvatti þó til bjartsýni. Mynd / SÁ Rannsóknir á næmi arfgerða Undanfarin tvö ár hafa verið framkvæmdar rannsóknir á öllum helstu arfgerðum sem íslenskt sauðfé býr yfir og gætu hugsanlega veitt vernd gegn riðu. Niðurstöður liggja nú fyrir. Þessar rannsóknir eru mikil tímamót, því samkvæmt þeim hafa fundist fleiri genasamsætur sem veita mjög sterka mótstöðu gegn riðu, umfram ARR og T137. Fyrrnefnda arfgerðin er alþjóðlega samþykkt sem verndandi gegn riðu og fannst í íslensku sauðfé árið 2022. Niðurstöður rannsóknanna benda sterklega til þess að T137 arfgerðin sé verndandi gegn riðu. Einn helsti sérfræðingur heims í næmisrannsóknum og príonsjúk- dómum spendýra, dr. Vincent Béringue, hefur framkvæmt PMCA-næmispróf á öllum helstu arfgerðum í íslensku sauðfé frá 2022. Auk þess hefur íslenska teymið (Eyþór Einarsson, Karólína Elísabetardóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Svansson), framkvæmt samanburð arfgerða í jákvæðum og neikvæðum kindum í raunverulegum íslenskum riðuhjörðum. Vincent mun kynna niðurstöður rannsóknanna á sex fræðslufundum víðs vegar um landið. Auk hans munu nokkrir íslenskir sérfræðingar halda erindi um mismunandi atriði rannsóknanna og um framtíðarhorfur. Dagskrá fundanna má sjá í meðfylgjandi töflu. /ÁL Tímasetning Staðsetning mán. 30. okt. kl. 20:00 Þingborg, 8 km austan við Selfoss þri. 31. okt. kl. 20:00 Hvanneyri, LBHÍ mið. 1. nóv. kl. 11:30 Hvammstangi, félagsheimilið mið. 1. nóv. kl. 20:00 Breiðamýri í Reykjadal, rétt hjá Laugum fim. 2. nóv. kl. 11:30 Svalbarð, fræðasetur um forystufé fim. 2. nóv. kl. 20:00 Egilsstaðir, Hótel Hérað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.