Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Hráefni og lokaafurð Eva telur þess vegna nauðsynlegt að skoða ekki eingöngu þetta hráefni sem hrávöru heldur einnig lokaafurð sem ætlunin sé að markaðssetja. „Stjórnendur matvælafyrirtækja bera ábyrgð á því að ganga úr skugga um hvort matvæli sem þau setja á markað teljist til nýfæðis eða ekki. Með hugtakinu nýfæði (e. novel foods) er átt við hvort hráefni eða matvæli hafi verið á markaði fyrir gildistöku Evrópusambands­ reglugerðar um nýfæði í maí 1997. Á heimasíðu Matvælastofnunar er að finna upplýsingar um hvernig hægt er að kanna hvort vara teljist nýfæði og sömuleiðis um umsóknarferlið. Til að nefna dæmi þá telst gulrótargras til nýfæðis. Það að hráefni eða matvæli teljist til nýfæðis þýðir samt ekki að það sé leyfilegt til notkunar í matvæli heldur þýðir það að ef nota á slíkt hráefni í matvæli þarf að sækja sérstaklega um leyfi fyrir markaðssetningu á því til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Með slíkri umsókn þurfa að fylgja gögn sem sýna fram á að viðkomandi hráefni eða matvæli sé öruggt til neyslu. Evrópska matvælaöryggisstofnunin (EFSA) tekur þá umsóknina til skoðunar og gefur umsögn. Í kjölfarið veitir þá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leyfi fyrir notkuninni ef fullvíst er að matvælin hafi ekki skaðleg áhrif á heilsu. Íslenskir framleiðendur geta sent fyrirspurn til Matvælastofnunar til að komast að því hvort hráefni eða matvæli teljist nýfæði,“ segir Eva. Hún tekur sérstaklega fram að þau sem unnið hafa að verkefninu ætli ekki að framleiða eða selja þessa vöru. „Þetta er eingöngu hugmynd að uppskrift og vinnsluferli sem við setjum fram og hver sem vill má nýta eða þróa áfram eftir sínu höfði.“ Von á lokaskýrslu þar sem uppskriftir verða aðgengilegar Ítarupplýsingar um vinnslu og uppskriftir verða aðgengilegar öllum í lokaskýrslu verkefnisins sem fljótlega er von á. Verkefnið var styrkt af Matvælasjóði. | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Meðal þeirra afurða sem urðu fyrir valinu voru gulrótagras.Til hægri er Léhna Labat að vinna úr gulrótagrösunum. Myndir / Matís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.