Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Eftir að Búnaðarþing samþykkti í mars 2021 tillögu um nýtt félags- kerfi bænda og þar með sam- einingu Bændasamtakanna og búgreinafélaganna var óljóst hvaða og hvort hin gömlu búgreinafélög ættu nokkurt hlutverk lengur eða tilverurétt yfir höfuð. Þessi félög höfðu verið til lengi með eigin kennitölu, félagatal og rekstur. Eina hlutverk þeirra eftir breytingu félagskerfisins var að vera notuð sem eins konar kjördæmi fyrir kjör inn á búgreinaþing, án þess þó að félögin sjálf hafi nokkuð með þá kosningu að gera. Það var því augljóst að taka þurfti þá umræðu hvort reka ætti félögin áfram og þá með hvaða tilgangi. Sömuleiðis ef niðurstaðan yrði að leggja þau niður þá þyrfti að slíta þeim með viðeigandi meðferð, ákvörðun um ráðstöfun eigna og þess háttar. Félag Sauðfjárbænda í Suður- Þingeyjarsýslu er eitt þessara félaga. Eftir tilþrifalítil ár á meðan Covid-19 faraldrinum stóð var tekin ákvörðun um það á aðalfundi félagsins, sem haldinn var á Húsavík í apríl 2022, að breyta tilgangi félagsins. Eftir góðar umræður um framtíðina var það niðurstaða fundarins að enn þá væri þörf á félagslegum vettvangi sauðfjárbænda innan svæðisins en þó með breyttu sniði. Þannig er tilgangur félagsins samkvæmt nýjum lögum þess sem samþykkt voru á yfirstandandi ári eftirfarandi: - Vera félagslegur vettvangur sauðfjárbænda í sýslunni. - Stuðla að frekari fræðslu um sauðfjárbúskap. - Stuðla að góðu mannlífi í kringum sauðfjárbúskap í sýslunni. Strax var hafist handa og fyrsta verk nýrrar stjórnar vorið 2022 var að skipuleggja fyrstu hrútasýningu alls starfssvæðis félagsins. Hrúta- sýningar höfðu stundum verið haldnar innan sumra sveita en lítil hefð er fyrir því þar sem Skjálfandahólf hafði lengi verið lokað vegna riðuvarna. Það var hins vegar opnað 1. janúar 2020. Halda þurfti sýninguna á tveimur stöðum þar sem um tvö varnarhólf er að ræða en hluti starfssvæðisins er í Eyjafjarðarhólfi, en sýnt var í Hriflu vestan Skjálfandafljóts og í Sýrnesi austan fljóts. Alls 49 hrútar voru skráðir til leiks á þessari fyrstu sýningu sem tókst afar vel í alla staði. Næsta verkefni félagsins var að halda fræðslufund um lungnakregðu í sauðfé. Dr. Björn Steinbjörnsson hélt erindi þess efnis á fundi sem haldinn var í samvinnu með deild sauðfjár- bænda í Búnaðarsambandi Norður- Þingeyjarsýslu. Vel var látið af þeim fundi og var hann ágætlega sóttur. Á aðalfundi félagsins á yfir- standandi ári voru í fyrsta skipti veitt verðlaun fyrir besta veturgamla hrútinn en gjaldgengir voru hrútar fæddir 2021 sem áttu nægan fjölda slátraðra afkvæma. Þessi verðlaun fengu nafnið „Skjálfandi“ og augljóst var á mætingu og stemningu fundarins að mikill áhugi var á þessari útnefningu. Eftir vel heppnaða hrútasýningu í fyrra var leikurinn endurtekinn í ár og fór sú sýning fram 7. október síðastliðinn. Alls var 61 hrútur skráður til leiks, þar af níu forystuhrútar, en í ár var boðið upp á þá nýjung að hafa sér keppnisflokk fyrir forystufé. Hafði Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, veg og vanda af þessari nýjung eftir að hafa frétt af vel heppnaðri hrútasýningu í Suður-Þingeyjarsýslu 2022. Mætti hann á svæðið í ár og dæmdi í keppni forystuhrúta ásamt því að gefa sigurvegaranum bikar að launum. Dagurinn var afar vel heppnaður en eftir þessa miklu þátttöku voru um 100 manns í mat að Ýdölum þar sem sigurvegarar voru krýndir. Sigurvegarinn er sonur Ramma frá Hesti frá Úlfsbæ og hafði hvorki meira né minna en 44 mm þykkan bakvöðva og stigaðist upp á 91 stig. Þónokkuð margir hrútar rufu 90 stiga múrinn á sýningunni. Tekið skal fram að styrktaraðilar hrútasýningarinnar 2023 voru Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Lífland, Kjarnafæði Norðlenska, Norðurþing og Tjörneshreppur og stjórn vill koma á framfæri þakklæti til þeirra. Auk þess vill stjórn F.S.S.Þ. koma á framfæri þökkum til dómara, kynnis, gestgjafanna, ljósmyndara og ritara sem tóku þátt í sýningunni í ár. Fram undan hjá félaginu eru fleiri fræðsluviðburðir auk þess sem Skjálfandi verður veittur öðru sinni snemma á næsta ári. Almennt er óhætt að segja að almenn ánægja sé með þessa stefnubreytingu félagsins og ekki sé útlit fyrir annað en að ágætur gangur verði á starfsemi félagsins á næstu árum, félagsmönnum og velunnurum íslensku sauðkindarinnar öllum til gagns og gamans. Aðalsteinn J. Halldórsson formaður Félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu. Nýtt hlutverk Félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu LESENDARÝNI Aðalsteinn J. Halldórsson. Sigurhrúturinn 2023 í flokki latra hrúta. Rammasonur úr Úlfsbæ sem hefur fengið nafnið Skarkali. Með honum á myndinni er Eyþór Kári Ingólfsson, einnig ræktaður í Úlfsbæ. Myndir / Ragnar Þorsteinsson Fjórir efstu hrútar austan megin Skjálfandafljóts ásamt ábyrgðarmönnum og dómurum. Jónas Jónasson, Benedikt Hrólfur Jónsson, Guðrún Hildur Gunnarsdóttir (dómari), Eyþór Kári Ingólfsson, Sigurður Atlason og Gunnar Guðmundarson (dómari og faðir Guðrúnar Hildar). Sigurbjörn Árni Arngrímsson tók að sér að lýsa hrútasýningunni líkt og á fyrra ári og sýndi kunnugleg tilþrif. Böðvar Baldursson tók við fyrsta „Skjálfandanum“ vorið 2023 fyrir hrút sinn, Dóm frá Yzta-Hvammi. Mynd / Aðalsteinn J. Halldórsson SAMTÖK UNGRA BÆNDA SAMTÖK UNGRA BÆNDA ...ungra bænda og íslenskra sveita fyrir lí... Laun Samtök ungra bænda efna til baráttufundar fyrir lí sínu og sveitanna í landinu. Án verulegra breytinga verður engin eðlileg endurnýjun í bændastéttinni. Samt blasa við ölmörg sóknarfæri til alþjóðlegrar samkeppnishæfni og um leið íslenskrar verðmætasköpunar. Við trúum á framtíðina en vandamálið er nútíðin þar sem þjóðin, undir forystu stjórnvalda, ýtur um þessar mundir sofandi að feigðarósi. Að gera eitthvað í málunum seinna gæti einfaldlega orðið of seint. Staður: Salurinn, Hamraborg 6, Kópavogi Stund: Fimmtudagur 26. október kl. 13:00 – 16:00 Streymi: Facebook: Ungir bændur, SUB Laun fyrir lí Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, bóndi í Stórholti, Dölum Sami leikur – ólíkar leikreglur Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði Lausn á alvarlegum vanda í íslenskum landbúnaði Þórólfur Ómar Óskarsson, kúabóndi í Grænuhlíð, Eyjarði. Lifandi sveitir – lifandi land Þuríður Lillý Sigurðardóttir, sauðárbóndi á Sléttu, Reyðarrði. Tryggjum bændum framtíð Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ, garðyrkju- og blómabóndi á Espiöt, Reykholti. Sveltur sitjandi kráka en júgandi fær Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra og avaki íslensks fæðuklasa Umræður Flutningsmenn erinda, gestir úr stjórnmálum – gestir í sal Landverðir þjóðarinnar Ísak Jökulsson, í stjórn SUB, bóndi á Ósabakka, Skeiða- og Gnúpverjahreppi Er fjármagnskostnaður náttúrulögmál? Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur, Víðidalstungu, V-Húnavatnssýslu Fæðuöryggi þjóðarinnar í sjálfboðavinnu Jón Helgi Helgason, kartöubóndi á Þórustöðum, Eyjarði Hvar stendur hnífurinn í kúnni? Stefán Geirsson, bóndi í Gerðum, Flóahreppi Landbúnaður: Tækifæri og skipulagsumgjörð Ragnar Árnason, hagfræðingur Umræður Flutningsmenn erinda, gestir úr stjórnmálum – gestir í sal Fundarstjóri Bjarni Rúnarsson, bóndi á Reykjum, Skeiða- og Gnúpverjahreppi Dagskrá Kahlé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.