Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Skógræktarfólk og áhugafólk um skógarmenningu frá Íslandi og Noregi kom saman í Heiðmörk á dögunum til að fagna ára- tuga samstarfi þjóðanna í skóg- ræktarmálum. Skógræktarfélag Reykjavíkur bauð þar ráðherrum landanna tveggja að leggja skógrækt lið með gróðursetningu. Stuðningur Norðmanna við skógrækt á Íslandi á sér langa sögu. Forfeður margra þeirra trjáa sem best þrífast á Íslandi koma frá Noregi og hafa Norðmenn lagt mikið af mörkum til skógarmenningar á Íslandi, m.a. hafa þeir gróðursett um milljón trjáplöntur hér á landi. Anne Beathe Tvinnereim, ráðherra alþjóðaþróunarmála og norrænnar samvinnu í ríkisstjórn Noregs, kom til landsins af þessu tilefni og gróðursetti í Heimaási í Heiðmörk fjallaþin, sem kannski mun þjóna sem Oslóartré Reykvíkinga í framtíðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra gróðursetti íslenskt birki, Heklu. Að gróðursetningu lokinni fór fram móttaka í Zimsen-húsinu í Heiðmörk þar sem ráðherrarnir fengu gjöf frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, bókina Frændur fagna skógi eftir Óskar Guðmundsson. Bókin rekur sögu samskipta Norðmanna og Íslendinga með áherslu á skiptiferðir skógræktarfólks frá 1949 til 2000. /ghp LÍF & STARF Ellert Már Randversson tók þessa skemmtilegu mynd 28. september á Þverhamri í Breiðdal innarlega í Stöðvardalnum, undir svokölluðum Þúfutindsdal. Hrúturinn vildi ekki sameinast hópi, sem var verið að smala og fór því að verja sig fyrir ofan fossinn. Skilja þurfti hrútinn eftir en hann náðist í næstu smölun, sem var viku síðar. „Ég er bóndi á Gilsárstekk í Breiðdal en vinn með, sem verktaki í 100% starfi, enda ekki hægt að lifa af því að vera eingöngu bóndi. Ég og konan mín tökum þátt í að smala í Stöðvarfirðinum vegna þess að okkar fé fer úr Gilsárdal yfir Reindalsheiði og yfir í Stöðvardal, þess vegna var ég þarna og náði myndinni af hrútinum og fossinum,“ segir Ellert Már. /MHH Mynd Ellerts Más hefur vakið verðskuldaða athygli á ljósmyndasíðum. Hrútur á Þverhamri Skógrækt: Samstarfi fagnað Anne Beathe var leyst út með bókinni Frændur fagna skógi eftir Óskar Guðmundsson, sem rekur sögu samskipta Noregs og Íslands. Guðmundur Ingi Guðbrandsson gróðursetti rauðblaða íslenskt birkitré, Heklu, sem er afurð plöntuerfðafræðingsins Þorsteins Tómassonar sem hjá honum stendur ásamt Anne Beathe Tvinnereim, ráðherra alþjóðaþróunarmála og norrænnar samvinnu í ríkisstjórn Noregs. Myndir / Hjördís Jónsdóttir Forfeður margra þeirra trjáa sem best þrífast á Íslandi koma frá Noregi. Anne Beathe gróðursetti fjallaþin sem kannski mun þjóna sem Oslóartré Reykvíkinga í framtíðinni. B irt m eð fyrirvara um m ynd a- o g textab reng l. ÚRVAL JEPPADEKKJA Courser CXT Jeppadekk undirlag, bleytu og vetrarfærð. Courser MXT Jeppadekk aðstæður og veðurskilyrði. Open Country A/T Open Country M/T Jeppadekk Þrautreynt jeppadekk við allar akstursaðstæður allt árið um kring. Jeppadekk Hentar vel þar sem mikið grip þarf, svo sem í drullu og sandi. nesdekk.is / 561 4200 Fiskislóð 41 101 Reykjavík 561 4110 Tímabókun Skeifan 9 108 Reykjavík 590 2098 Tímabókun Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Tímabókun Njarðarnesi 1 603 Akureyri 460 4350 Tímabókun Austurvegur 54 800 Selfossi 590 2095 Tímabókun Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Tímabókun Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Tímabókun Bókaðu tíma fyrir bílinn þinn og skoðaðu dekkjaúrvalið á nesdekk.is Tveggja daga Slow Food-hátíð Slow Food Reykjavík stendur fyrir tveggja daga hátíðahöldum undir yfirskriftinni Bragða Garður. Hátíðin fer fram dagana 20. og 21. október næs tkomandi, með fræðslu- erindum, vinnustofum og matarmarkaði Samtaka smáframleiðenda matvæla. Hátíðin verður haldin í Garðskála Grasagarðs Reykjavíkur og verður Kaffi Flóra með veitingar í boði í anda Slow Food. Fimmtudaginn 20. október, á degi kartöflunnar, verður sérstök sýning á frækartöflum. Í grennd við Garðskála Grasa garðsins verður sýning á villtum erfðalindum ræktaðra nytjaplantna. Ókeypis er inn og á alla fyrirlestra og vinnustofur. BragðaGarður er samstarfs verkefni Slow Food Reykjavík, Grasagarðs Reykjavíkur, Samtaka smáfram- leiðenda matvæla, Beint frá býli, Biodice um Líffræðilega fjölbreytni 2023 og Kaffi Flóru. /smh Dagskrá Föstudagur 20. október 11:30 Slow Food á fleygiferð og aldrei mikilvægari, Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food. 12:00 Philosophy of food, Ole Martin Sandberg. 12:30 Skyr, Þóra Valsdóttir 13:00 Íslenska geitin, Birna Baldursdóttir 13:30 Mikilvægi skordýra, Gísli Már Gíslason 14:00 Skógarmatur, Elisabeth Bernard 14:30 Kartöflur frá fræi til fæðu, Dagný Hermannsdóttir 15:00 Af hverju lífrænt? VOR verndum og ræktum 15:30 Slow Food travel. 16:00 Smáframleiðendur, tækifæri og möguleikar, Oddný Anna Björnsdóttir og Handverksbjór, smakk og umræður, Hinrik Carl Ellertsson 16:30 Hæglætis Mathús, hvað er nú það? Gunnar Garðarsson Laugardagur 21. október 12:00 Hvernig á að lyktgreina vín, Gunnþórunn Einarsdóttir 13:00 Þari úr hlaðborði fjörunnar, Eydís Mary Jónsdóttir 14:00 Íslenskt ostasmakk. Eirný Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.