Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Ræktaðar eru kartöflur á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit. Auk þess að sjá kartöflurnar skoppa um vatnstromlur, færibönd og stærðaflokkara var til sýnis ein heilmikil kartöfluupptökuvél. LÍF&STARF Síðasti vísnaþáttur var gjörvallur helgaður efni úr nýrri ljóðabók Davíðs Hjálmars Haraldssonar á Akureyri. Bókin er tölusett sem aðrar ljóðabækur höfundar og ber heitið Áttunda Davíðsbók. Eftir því sem ég les frekar í bókinni verð ég hrifnari, og ætla því að hefja þennan þátt á tveimur stökum sem ekki þurfa skýringa með: Þegar aðrir um þá spá, ævidaga sína, læt ég nægja að líta á loftvogina mína. Vaða skafla, aur og ár angurgapar. „Á rjúpnaveiðum fitnar fár“, fjöldinn tapar. Þormóður Pálsson á Njálsstöðum orti þessa vísu: Þegar hrökkva heimsins bönd, hvað sem fólkið skrafar, get ég rétt þér hlýja hönd hinum megin grafar. Þessa vísu kvað Bjarni frá Gröf í þorrahlákunni 1964, en þá tók upp allan snjó: Hvíta skyrtan ónýt er, alltaf stækka götin. Guð má fara að gefa þér grænu sparifötin. Stephan G. Stephansson orti eitt sinn: Hvar þér opnar, heillin mín, heimur sínar álfur, gef honum bara brosin þín, böl þitt eigðu sjálfur. Þessa mögnuðu vísu orti Jóhann Fr. Guðmundsson: Kalla tímans kröfur að, kostur síst að hika. Enginn veit um stund og stað stærstu augnablika. Næstu tvær vísur eru teknar úr Rósinkranzrímum eftir Jón Rafnsson: Þröng í búi orðin er, öfugt snúið flestu. þrávalt trúað, því er ver, þeim sem ljúga mestu. Vondir lúta valdsmenn auð, virðast mútuþjálir, labbakútar, kúguð gauð, keyptar pútusálir. Eftir Halldór Jónsson kennara er þessi samrímaða hringhenda: Geislinn sólar gleði ljær, görpum rólar sorgin fjær, lygnir gjóla og lækkar sær, lítil fjóla í brekkum grær. Helgi Björnsson frá Staðarhöfða orti: Rís úr bóli byggðin öll sem barn af jólafulli. Yfir hóla, hraun og völl hellir sólin gulli. Jósef Húnfjörð orti til vinar síns sem bauð til silfurbrúðkaups: Að þér snúi unaðsfull, ættar trúi hlynur silfur nú, en síðar gull sæmi bú þitt, vinur. Eftir að hafa hlýtt á kórsöng á Sauðárkróki orti Karl Sigtryggsson: Á Sauðárkróki er söngur bestur, sálum veitir yl. Þar er enginn minni en mestur, minnstur ekki til. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Á Degi landbúnaðarins um miðjan október kenndi margra grasa. Fyrri daginn fór fram málþing í Hofi á Akureyri undir heitinu Landbúnaður á krossgötum. Var það vel sótt og fluttar forvitnilegar framsögur ásamt því að landbúnaðurinn og helstu áskoranir á þeim bænum voru tæklaðar í tvennum pallborðsumræðum, auk fyrirspurna úr sal. Mikill þungi var í erindum og umræðum þótt slegið væri líka á létta strengi. Síðari daginn opnuðu fjögur býli á Eyjafjarðarsvæðinu dyr sínar og buðu gestum að skoða búskapinn. Voru það Syðri-Bægisá í Hörgárdal þar sem stunduð er mjólkurframleiðsla, Garðshorn í Þelamörk með hrossa- og sauðfjárrækt, Sölvastaðir í Eyjafjarðarsveit þar sem er verið að byggja gríðarstórt svínahús og Þórustaðir í sömu sveit með kartöfluræktun og risastóra kartöfluupptökuvél. Aðsóknin var með ágætum og spjallaði heimafólk við gesti um búskap sinn auk þess að bjóða upp á hressingu. Skógarbændur héldu auk þess málþing í Borgarfirði þessa helgi og ræddu mat úr skóginum og umhirðu skógar. / sá Landsins gagn og nauðsynjar Bændur á Syðri-Bægisá í Hörgársveit buðu gesti velkomna að skoða mjólkurframleiðsluna. Kýr og kálfar létu gestina þó ekki raska ró sinni heldur jöpluðu í rólegheitum á töðunni. Á Sölvastöðum í Eyjafjarðarsveit er gríðarstórt svínahús í byggingu og þótt húsið sé risið er margt eftir að gera innanstokks áður en u.þ.b. 300 gyltur fá þar pláss. Kindurnar í Garðshorni voru óttalega strípaðar að sjá eftir rúningu en undu greinilega hag sínum vel og var nokkuð sama um gestaganginn. Veitið dröfnóttu kindinni fyrir miðri mynd sérstaka athygli! Heimasætan í Garðshorni, Yrsa Líf, strýkur hér gæðingi og vini um granir í hesthúsi foreldra sinna meðan gestir skoðuðu sig um þar og í fjárhúsum. Myndir / SÁ Hér stinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og María Rut Kristinsdóttir saman nefjum en til hliðar við þær eru m.a. Hrund Pétursdóttir, Halldóra Hauksdóttir, Hermann Ingi Gunnarsson og Jón Gunnarsson. Þórustaðapiltar renndu sér alsælir í fyrstu snjóum meðan fullorðna fólkið sýndi vélar og tæki til kartöfluuppskeru og ræktar: Gabríel Máni, Aron Máni, Fannar Máni, Birkir Logi og Óliver Kári. Hér eru framkvæmdastjóri og formaður Bændasamtaka Íslands í þungum þönkum fyrir málþingið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.