Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023
OG VINNUM ÚR ÞEIM
LAUSNIR
TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI
VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði
Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is
S: 5272600 - www.velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
Vélavit
Sala Þjónusta
www.velavit.is
Erum með varahluti og þjónustu fyrir allar JCB vélar
S: 527 2600
FRÉTTIR
Málþing til heiðurs Jóni Bjarnasyni
frá Bjarnarhöfn, fyrrum rektors
Háskólans á Hólum, verður haldið
að Hólum í nóvember af tilefni
áttræðisafmælis Jóns í desember.
Nokkrir vinir og velunnarar Jóns
ásamt Háskólanum á Hólum efna til
málþingsins en efnistök þess verða
með skírskotun í sögu skólahalds
á Hólum. „Umfram allt verður
sjónum beint að þeim verðmætum
sem háskóli í dreifbýli býr yfir og
tækifærum sem nábýli skólans við
náttúru, mannauð og atvinnulífið
bjóða fram,“ segir í tilkynningu frá
skipuleggjendum.
Þar segir að Jón hafi verið fenginn
til að endurreisa Bændaskólann að
Hólum í Hjaltadal árið 1981 og
hann hafi flutt þangað með konu
sinni, Ingibjörgu Kolku, og börnum.
Skólinn hafði þá ekki starfað um hríð
en hann var stofnaður 1882. „Engum
blandast hugur um hve mikið
þrekvirki Jón vann á skólastjóraárum
sínum á Hólum. Staðurinn var í
niðurníðslu, byggingar, ræktun og
skólastarf. Á fáum árum risu ný
mannvirki og eldri byggingar voru
endurbættar. Dómkirkjunni og
kirkjustarfi var sýndur mikill sómi.
Aðsókn að Hólaskóla varð mikil
og samhliða aðlagaðist námið að
breyttum aðstæðum í samfélaginu.
Nám í fiskeldi, hestamennsku og
síðar ferðamálum litu dagsins ljós.
Þetta eru þær greinar sem Háskólinn
á Hólum byggir nú háskólanám sitt
á og eru mikilvægar atvinnugreinar
um land allt, ekki síst í hinum
dreifðu byggðum,“ segir jafnframt í
tilkynningunni. Jón lét af skólastjórn
árið 1999.
Málþingið mun fara fram
á Hólum í Hjaltadal þann
16. nóvember kl. 9–16. Kaffiveitingar
og hádegismatur verða í boði fyrir
gesti. /ghp
Málþing Jóni til heiðurs
Háskólinn á Hólum í Hjaltadal.
Mynd / Aðsend
Heilbrigðiseftirlit munu færast
til stofnana ríkisins verði að til-
lögum starfshóps um fyrirkomu
lag eftirlits með hollustuháttum
og mengunarvörnum og mat-
væla eftirliti.
Það er niðurstaða skýrslu sem
Guðlaugur Þór Þórðarson um-
hverfis-, orku- og loftslagsráðherra
boðaði til kynningar um málefnið
sl. þriðjudag.
Tillagan felur í sér að allt eftir-
lit með hollustuháttum og mengunar-
vörnum ásamt matvælaeftirliti
verði hjá stofnunum ríkisins. Í dag
er dagleg framkvæmd eftirlitsins
að verulegum hluta í höndum
heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga
en meginábyrgð á framkvæmd og
samræming hjá Umhverfisstofnun
og Matvælastofnun.
„Það er ljóst eftir mörg og ítarleg
samtöl við aðila sem eftirlitið snertir
frá ýmsum hliðum að ósamræmi í
framkvæmd eftirlits er of mikið,
stjórnsýsla er of flókin og yfirsýn
skortir,“ segir í skýrslunni.
Í tillögu starfshópsins er hins vegar
gert ráð fyrir því að ábyrgð á eftirliti
með hollustuháttum og mengunar-
vörnum færist frá heilbrigðiseftirliti
til Umhverfisstofnunar og eftirlit
með matvælum færist frá heilbrigðis-
eftirliti til Matvælastofnunar. Telur
hópurinn að sú sviðsmynd sé
líklegust til að tryggja nauðsynlega
samræmingu, að því er fram kemur
í skýrslunni.
Þar kemur jafnframt fram að horft
hafi verið til byggðarsjónarmiða
varðandi mögulega færslu verk-
efna frá sveitarfélögum til ríkis-
stofnana. „Að því gefnu að
starfsfólk sem nú sinnir opinberu
eftirliti hjá heilbrigðiseftirliti
sveitarfélaga fái forgang um störf
hjá miðlægum eftirliststofnunum
telur starfshópurinn þá hættu vera
óverulega að opinberum störfum á
landbyggðinni fækki.“ /ghp
Matvælaeftirlit yrði
á ábyrgð MAST
Breyting verður á eftirliti með
matvælum og hollustuháttum.
Matís:
Vilja leysa grænmetið
undan plastfargani
Hávær krafa hefur verið uppi um
að plastumbúðir á grænmeti séu
minnkaðar og nú er leitað leiða til
að bregðast við.
Þeim sem vilja lágmarka
plastnotkun sína blöskrar allar
þær plastumbúðir sem fylgja
grænmetiskaupum og biðja um
umhverfisvænni og jafnframt
minni pakkningar. Matís tók fyrir
fáum misserum það verkefni á arma
sína að leita leiða til að mæta þessu.
Verkefninu er ætlað að byggja upp
hnitmiðaða þekkingu á valkostum
fyrir pökkun grænmetis.
Geymsluþolsprófanir og
kolefnissporsmælingar
Verkefninu er, skv. upplýsingum
frá Matís, skipt í fjóra meginþætti.
Í fyrsta lagi verði byggð upp þekking
á pökkunaraðferðum og umbúðum
fyrir grænmeti. Hyggst Matís leggja
vinnu í að afla þekkingar á þessu
sviði til að miðla henni á heildstæðan
hátt til atvinnulífsins.
Í öðru lagi verða gerðar
geymsluþolsprófanir á grænmeti í
mismunandi umbúðum. Verður Matís
þar í samvinnu við framleiðendur. Í
þriðja lagi verða unnir útreikningar á
kolefnisspori grænmetis og útvegar
Deild garðyrkjubænda þar verkfærin
en mælingar verða framkvæmdar á
vegum garðyrkjubænda.
Í fjórða og síðasta lagi verður
farið í kynningu á verkefninu.
Litið er á það sem meginatriði
að miðla fenginni þekkingu inn
til atvinnulífsins. Þannig geti
grænmetisgeirinn tekið ákvarðanir
um bestu lausnir út frá gæðum og
umhverfisvernd. Ætlunin er að gefa
út vefbók um pökkun matvæla hjá
Matís.
Greiði leið fyrir nýjar tegundir
pökkunarefna matvæla
Plastnotkun hefur verið talin
auðveldasta leiðin til að draga úr
rakatapi grænmetis og varðveita
þannig geymsluþol þess og gæði.
Það er auk þess notað til að aðgreina
vörur og setja vöruna í sölueiningar.
Í skýrslunni Áskorun við pökkun
grænmetis, sem kom út hjá Matís
á árinu, segir m.a. að þótt fjallað
sé sérstaklega um grænmeti í
skýrslunni hafi viðfangsefnin
almenna skírskotun og þeir sem ætli
að pakka öðrum tegundum matvæla
ættu að hafa gagn af henni.
Vonast er til þess að verkefnið
leiði til framfara við pökkun
matvæla og greiði leið fyrir
nýjar tegundir pökkunarefna.
Ýmsar framtíðarlausnir fyrir
umhverfisvænar umbúðir séu við
sjóndeildarhringinn og mikið
þróunarstarf unnið á þessu sviði
bæði á Íslandi og erlendis. Umbúðir
úr íslensku hráefni og þekkingu á
efnisvinnslu fyrir þær hafi skort,
en nokkur nýsköpunarverkefni
séu í farvatninu. Einnig sé mikil
nýsköpun erlendis tengd umbúðum
úr hreinu frumhráefni. Nefna megi
þróun á umbúðum úr stoðvef plantna
og þörungum. Því sé rétt að fylgjast
vel með nýjungum sem líta dagsins
ljós. Í viðauka með skýrslunni er
yfirlit yfir kjörgeymsluskilyrði fyrir
grænmeti, ávexti og krydd.
Samstarfsaðilar Matís um leiðir
að minni plastnotkun í virðiskeðju
grænmetis eru Deild garðyrkjubænda
í Bændasamtökum Íslands, Sölufélag
garðyrkjumanna og Samtök
sunnlenskra sveitarfélaga. Var
rannsóknin styrkt af Matvælasjóði.
/sá
Neytendur eru þreyttir á plastumbúðafarganinu sem fylgir grænmetiskaupum og raunar öllum varningi. Það gerir
erfitt um vik að minnka plastúrgang frá heimilum. Matís skoðar nú aðferðir til að minnka plastið. Mynd /sá