Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur í langan tíma haft áhyggjur af því að framleiðsla próteinmatvæla sé nánast komin í kröggur. Á heimsvísu er landbúnaðar- svæði um það bil fimm milljarðar hektara sem er 38% af yfirborði jarðarinnar. Um þriðjungur þess er nýttur sem ræktunarland. Afgangurinn, tveir þriðju hlutar, eru tún og beitilönd til beitar búfjár. Um 50% af matvælaframleiðslu á jörðinni eru framleidd með tilbúnum áburði. Sú framleiðsla er ekki sjálfbær. Farið er að ganga verulega á fosfatnámur heimsins og verða jafnvel uppurnar innan 100 ára. Fylgifiskur þessarar framleiðslu er veruleg losun gróðurhúsaáhrifa. Stór hluti af þessari losun góðurhúsaáhrifa er tilkominn vegna fæðuframleiðslu. Í hafinu kringum Ísland er frumframleiðsla plantna, örþörunga og þara 100 sinnum meiri en hjá plöntum sem ræktaðar eru á landi. Fæðupíramídi sjávar skiptist í nokkur þrep. Í því neðsta er plöntusvif sem er u.þ.b. 90% af lífmassa sjávar. Bláskelin og önnur skeldýr eru í næsta þrepi og nærast á plöntusvifinu. Það þýðir að skelfiskræktun er nánast eina vistvæna og arðbæra aðferðin til að sía plöntusvif sjávar og breyta því í próteinrík og heilnæm matvæli. Lífríki á norðurhveli jarðar notar aðeins 1% af plöntusviði hafsins. Bláskel Bláskel hefur verið ræktuð í hafinu frá 13. öld. Spánverjar hófu bláskeljaaeldi, sem atvinnugrein, árið 1946. Þeir hafa nýtt sér litla fleka, sem þeir kalla pramma, sem ræktunarkaðlarnir hanga niður úr. Áður höfðu þeir stundað bláskeljaeldið með sama hokurbúskap og víðast hvar í álfunni. Núna, 77 árum síðar, eru þeir orðnir stærstu bláskeljafarmleiðendur í Evrópu með 300 þúsund tonna framleiðslu á ári. Aðeins Kínverjar, sem framleiða 450 þúsund tonn að meðaltali á ári, eru stærri á heimsvísu í bláskeljaræktun. Bláskeljarækt á Íslandi Á Íslandi hefur bláskeljaeldi verið stundað með misgóðum árangri. Þekking á þessari grein hefur verið af skornum skammti enda hafa vísindamenn ekkert verið að eyða of miklum tíma í að kynna sér hegðun bláskeljarinnar. Afraksturinn er í samræmi við það. Einyrkjabúskapur sem stendur tæplega undir því að kallast atvinnurekstur. Í Evrópu hafa komið upp vandræði sem stafa af mannavöldum. Nýliðun bláskeljar hefur dregist saman. Ástæðan er að skortur hefur verið á bláskeljalirfun sem standa undir ræktuninni vegna þess að maðurinn hefur raskað umhverfinu sem lirfunum er nauðsynlegt til þess að dafna og vaxa. Möguleikar til bláskeljaeldis, í stórum stíl, eru óvíða jafn góðir og á Íslandi. Það getum við þakkað gæðum sjávarins í kringum landið ásamt Golfstraumnum sem reyndar gerir landið okkar byggilegt. Hefðbundin ræktun felst í því að leggja út ræktunarlínur sem lirfur bláskeljarinnar festast á. Á línunni vaxa þær og dafna þar til kemur að uppskerunni. Um tvö ár tekur skelina að vaxa í æskilega markaðsstærð. Bláskeljaeldi er atvinnugrein sem þarf ekkert verksmiðjuframleitt fóður og engin lyf. Eldið er því 100% sjálfbært. Northlight Seafood Markmið Northlight Seafood er að þróa aðferðir og tæki til að breyta bláskeljarækt í öfluga og arðbæra atvinnugrein sem uppfyllir þörfina fyrir sívaxandi eftirspurn eftir fóðri til matvælaframleiðslu. Stefnan er að straumlínulaga allt ferlið, frá byrjun þegar fullvaxin skelin er tekin úr sjó og unnin og pökkuð fyrir kaupendur. Northlight Seafood hefur kannað möguleikana á því að hefja bláskeljarækt, gæðaskel (delisius) með þeirri tækni sem við búum yfir nú, árið 2023. Hugmyndin felst í því að nýta fleka til að halda uppi ræktunar- línunum. Mun stærri fleka en Spán- verjar nota. Því er nauðsynlegt að vélvæða ræktunina. Tæknivæðingin verður til þess að afköstin margfaldast og hagkvæmni eykst verulega. Áætlað er að vera með 12.000 fleka í ræktuninni. Til þess þarf nokkuð stórt skip með burðargetu upp að allt að 5.000 tonnum. Skipið verður útbúið krönum sem hífa flekana úr sjónum þar sem skelin verður hreinsuð af teinunum í þartilgerðan „gám“ um borð í skipinu. Þegar skelin hefur verið hreinsuð af flekunum verður þeim lagt aftur á nýju svæði ef þörf krefur. Varlega áætlað er reiknað með að framleiðslugetan verði 100 þúsund tonn á ári þegar fullum afköstum er náð. Þá verður hægt að taka upp 25 tonn af bláskel á 10–15 mínútum. Markmiðið er að ná fullum afköstum á þremur til fimm árum eftir að fyrstu afurðirnar verða komnar á markað. Til að vinna svo mikinn afla þarf góða aðstöðu og öfluga verksmiðju. Í tengslum við verksmiðjuna er þörf á vel útbúnum rannsóknarstofum þar sem gæðaeftirlit verður tvöfalt. Við vinnsluna fellur til töluverður úrgangur. Skelin sjálf og harður úrgangur verður malaður í sandkornastærð. Gera má ráð fyrir því að 30 þúsund tonn af skeljasandi muni falla til á ári. Sandurinn er að mestu kalk sem nýtist í fóður. Markaður Prótein er eftirsótt bæði til mann- eldis, fiskeldis og annars dýraeldis. Eftirspurnin á bara eftir að vaxa. Fáar aðferðir eru betri en bláskeljaræktun til að anna þeirri eftirspurn. Sjálfbær ræktun þar sem ekki þarf að nota verksmiðjuframleitt fóður eða lyf. Í dag er fiskeldi stór atvinnuvegur á Íslandi. Nánast allt fóður til þess er innflutt. Það er því góður möguleiki á því að fiskeldið og bláskeljaeldið geti lifað vel saman í náinni framtíð. Það er dálítið merkilegt að aðeins um 10% af bláskeljaframleiðslu í heiminum í dag er seld á markaði. Innan við 5% af heildarframleiðslu bláskeljavöðvans er seldur á alþjóðlegum markaði. Eitt lægsta hlutfall í heiminum í viðskiptum með sjávarafurðir. Ástæða þessa er að afurðarinnar er neytt í löndunum þar sem þær eru ræktaðar og eru seldar neytendum „beint frá býli“. Þessi viðskiptamáti hefur að sjálfsögðu áhrif á verð í opinberum verðskrám en verð til kaupenda á markaði getur verið tvöfalt til þrefalt hærra en skráð verð. Guðni Þ. Ölversson, fyrrverandi kennari. A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S:551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 900–1600L Salt og sanddreifari í tveim stærðum fyrir stóra pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 380–550L Salt og sanddreifarari í tveim stærðum, fyrir minni pallbíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 600 TR Rafdrifinn kastdreifari fyrir dráttarvélar m/öflugum efnisskömmtunarbúnaði. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegur í 185–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SP Snjótönn fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanleg í 165–240 cm breidd. Hilltip Fjölplógur MVP Fjölplógur fyrir ameríska pallbíla t.d. RAM 3500, GMC 3500 og FORD 350. Bláskel gefur gull í mund Guðni Þ. Ölversson. Hugmyndir fyrirtækisins Northlight Seafood felast í því að nýta fleka til að halda uppi ræktunarlínunum á bláskel. Búgreinadeild garðyrkjubænda boðar til opins haustfundar um stöðuna í garðyrkjunni. Fundurinn verður fjarfundur og öllum opinn. -Staða bænda gagnvart búvörusamningum -Staða útiræktunar -Stefnumótun RML í málefnum garðyrkjunnar -Erlendir ráðunautar - endurgjöf á starfið -Önnur mál Haustfundur garðyrkjunnar 1. nóvember 2023 kl. 13:00 Skráning, hlekkur og nánari upplýsingar má finna á bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.