Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is Lyftu á gæðum Vökvunarbúnaður á akri í Texas. Mynd / Joel Dunn - Unsplash Bandaríkin: Grunnvatn á þrotum Lindir og vatnsæðar sem áður hleyptu lífi í borgir og ræktarland Ameríku ganga óðar til þurrðar. Óhóflegri vatnsnotkun er um að kenna og gera loftslagsbreytingar vandann enn verri. Í Kansas, sem oft er nefnt brauðkarfa Bandaríkjanna, geta vatnsæðar sem áður færðu líf í milljón hektara ekki staðið undir þeirri miklu kornrækt sem þar er stunduð og hafa uppskerutölur snarlækkað. Óttast er að ef vatnsæðar hnigna víðar muni Bandaríkin ekki lengur geta staðið undir því að vera stórveldi í matvælaframleiðslu. The New York Times greinir frá. Vatnslindir í New York-ríki geta ekki lengur gefið af sér nægt drykkjarvatn fyrir byggðina í Long Island. Í Phoenix í Arizona hafa yfirvöld gefið út að grunnvatn sé það lítið að takmarka þurfi uppbyggingu nýrra úthverfa umhverfis borgina. Sérfræðingar spá því að skortur verði á neysluvatni víða um Bandaríkin. Í öðrum hlutum landsins, eins og Utah, Kaliforníu og Texas, er vatni dælt upp í svo miklu magni að landsig hefur skemmt vegi, grunnar húsa hafa skekkst og sprungur hafa myndast í landslaginu. Þá hafa lindár ýmist þurrkast upp eða breyst í litla læki. Vegna hnattrænnar hlýnunar hefur hægst á endurnýjun vatns í vatnsæðum, þar sem yfirborðsvatn gufar upp í staðinn fyrir að seytla niður í jarðveginn. Þá hafa þurrkar aukið þörfina á að dæla upp grunnvatni til neyslu og ræktunar sem hefur myndað vítahring. Ástandið hefur skapast að hluta til vegna ræktunar á vatnsfrekum nytjaplöntum á þurrum svæðum, svo sem refsmára og bómull. Þá er einnig of mikið traust sett á notkun grunnvatns til að veita neysluvatni í uppbyggingu nýs þéttbýlis. Lagaumhverfi nokkurra ríkja, eins og Texas, Oklahoma og Colorado, heimilar uppdælingu grunnvatns þangað til það gengur til þurrðar. Fram á miðja síðustu öld reiddu bandarískir bændur sig nær alfarið á regnvatn við akuryrkju. Eftir seinni heimsstyrjöld urðu miklar framfarir í vökvunarbúnaði sem gat tvöfaldað uppskeruna. Þessi kerfi nota gífurlegt magn af vatni og eftir að hafa náð toppi um síðustu aldamót hafa uppskerutölur fallið í samræmi við minnkandi aðgang að vatni. Talið er að skaðinn sé víða varanlegur þar sem vatnsæðar geta fallið saman þegar öllu vatni er dælt upp. /ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.