Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Oft kemur verð á matvælum fram í almennri umræðu hér á landi, ekki síst á verðbólgu- tímum sem nú. Sú skoðun er ríkjandi að lífrænt vottuð mat- væli séu dýrari, og að sumra mati of dýr til að geta orðið almennur valkostur. En í hverju felst sá mögulegi verðmunur og fyrir hvað er verið að greiða ? Á þessum skrýtnu tímum þar sem sjálf- bærni er lykil- hugtak er mikil- vægt að hug- leiða aðra mælikvarða á verðmæti matvæla en verð pr. kg, og framtíðin getur oltið á því. Á þessu hvílir sú skoðun að merkja matvæli með kolefnisspori sem dæmi. Lífrænir bændur nota ræktunaraðferðir sem eru mildari fyrir umhverfið. Lífræn ræktun er hringrásarkerfi í framkvæmd, sem m.a. felst í að nýta lífrænt efni úr nærumhverfi og vinna úr því áburð í stað þess að notaður sé sá tilbúni áburður sem framleiddur er með miklum umhverfiskostnaði í öðrum löndum og fluttur um langa leið. Lífrænn jarðvegur sem fóðraður er á lífrænum áburði og án eiturefna er ríkari af líffræðilegri fjölbreytni, og á því hangir allt annað líf til framtíðar. Þetta eru mikil verðmæti sem eðlilegt er að sé greitt fyrir. Þeir sem þarna koma til greina til að borga brúsann eru lífrænir framleiðendur sjálfir sem taka þá af sinni framlegð eða eignum, neytendur í gegnum hærra verð og yfirvöld í gegnum landbúnaðarstefnu og styrkjakerfi. Í búfjárrækt hafa dýrin meira rými til hreyfingar þegar þau eru á húsi, og hafa aðgang að útisvæði allt árið. Þessi augljósi munur á aðstöðu og rými dýranna kemur fram í hærri kostnaði á kíló af kjöti eða lítra af mjólk, og þ.a.l. hærra verði til neytenda, nema að þeim kostnaðarauka sé mætt með öðrum hætti. Rannsóknir hafa sýnt að lífrænt vottað nautakjöt inniheldur meiri næringu, t.a.m. um 50% meira magn af Omega- 3 fitusýrum er að finna í lífrænt vottuðu kjöti og mjólk. Frá þessu sjónarhorni mætti draga úr kjötneyslu um 30% en þó innbyrða sama magn af Omega- 3 fitusýrum. Framlag lífræns landbúnaðar til dýravelferðar og minnkunar á kjötmagni í neyslu getur því verið umtalsvert. Í lífrænni grænmetisræktun er ekki úðað tilbúnum eiturefnum gegn skordýrum, illgresi eða til að fella grös áður en stórvirkar vélar keyra yfir akra. Oft þarf meira vinnuafl við slík verk s.s. til að halda illgresi í skefjum, og oft er uppskorið í smáum stíl, s.s hér á landi. Neytendur finna meira bragð af lífrænt ræktuðu grænmeti og nýta hráefnið betur þar sem ekki þarf að skafa eitrið utan af áður en þess er neytt. Eiturefnaleifar er einn af megin áhættuþáttum í myndun krabbameina og því skiptir þetta neytendur miklu máli. Í lífrænni grænmetisræktun erlendis hafa framleiðendur náð að auka framleiðslumagn með miklum stuðningi frá stjórnvöldum, s.s. álagi á stuðningsgreiðslur, tækjastuðningi og leiðbeininga- þjónustu. Árangur Dana er eftir- tektarverður þar sem nýjustu tækni og sjálfvirkni er beitt til að framleiða lífrænt grænmeti í stórum stíl utandyra til útflutnings. Erfðabreyttar lífverur eru óheimilar í lífrænni ræktun sem er mikið grundvallaratriði í lífrænni kornrækt og lýðheilsumál. Nýverið var sýnd heimildarmynd á RÚV um glúten sem fjallaði um hvernig stórræktendur á korni úða akrana kerfisbundið með glýfosati í því skyni að flýta þurrkun og ná niður kostnaði. Gildi lífrænnar vottunar á korni er því ótvírætt til að verja neytendur fyrir slíkum eituráhrifum í matvælum og á lífríkið. Á Lífrænt Ísland hefur auk þess verið fjallað um fjölþjóðlegar rannsóknir sem draga skýrt í ljós aukið næringargildi í lífrænt ræktuðu korni í samanburði við ræktun með tilbúnum áburði. Ísland er nú eina landið í Evrópu sem ekki hefur mótað sér aðgerðaráætlun um lífræna framleiðslu og styður ekki kerfisbundið við sína framleið- endur til lengri tíma til að vega upp þann „kostnaðarauka“ sem felst í lífrænum framleiðsluháttum. Ríkið tekur m.ö.o. ekki þátt í að greiða fyrir þau almannagæði sem lífræn framleiðsla veitir, sem þó mun skipta komandi kynslóðir öllu máli. Hér á landi er framleiðendum gert að bera kostnaðinn eða velta út í verðlagið að fullu. Eftir því sem innflutningur eykst á lífrænt vottuðum afurðum sem njóta slíks stuðnings í sínu heimalandi sést glöggt hvað samkeppnisstaðan getur orðið skökk og hamlandi fyrir nýliðun þar sem framleiðendur hér á landi treysta sér ekki inn á leikvanginn við slíkan aðstöðumun. Tillögu matvælaráðuneytisins um aðgerðaráætlun fyrir lífræna framleiðslu er nú beðið með eftirvæntingu sem vonandi mun endurspegla breytta afstöðu til greinarinnar hér á landi. Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænn kornræktandi og formaður VOR (Verndun og ræktun), félags um lífræna ræktun og framleiðslu. Er lífrænt dýrara? Kerfisbundin notkun eiturefna í landbúnaði kemur niður á heilsu neytenda og gæðum jarðvegs. Vottuð lífræn framleiðsla sannar gildi sitt þar sem sjálfbærni er markmið í sjálfu sér. Vettvangsferð í Sviss: Minni notkun á CO2 í lífrænni grænmetisframleiðslu Vorið 2023 sótti höfundur lífræna ráðstefnu í Sviss. Þar var m.a. farið í vettvangsferð til Rathgeb BioLog Ag í Unterstammheim. F y r i r t æ k i Rathgeb hefur vaxið stöðugt og er stærsti lífræni grænmetisfram- leiðandi í Austur- Sviss. Auk græn- metis sem þau eru að rækta sjálf, eru þau að fá grænmeti frá mörgum lífrænum garðyrkjustöðvum. Samtals er grænmeti ræktað á 400 ha í útirækt og 15 ha í gróðurhúsum. Ræktaðar eru um 70 mismunandi grænmetis- og berjategundir yfir sumarið og um 30 mismunandi grænmetistegundir yfir veturinn. Mest ræktaða grænmetið varðandi flatarmál og magn eru gulrætur og kartöflur. Einnig er ræktað í miklu magni blómkál, spergilkál, kínakál, fennika, kúrbítur, salat og vorsalat og í gróðurhúsum mikið af vorsalati, blaðsalati, klettasalati, hnúðkáli, tómötum, papriku, eggaldin og agúrkum. Fyrirtækið er einnig með eigin geymslu-, pökkunar- og flutningastarfsemi (mynd 1). Um 300 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu, á ökrum, í gróðurhúsum, á lager, við pökkun, flutninga, sölu og umsýslu. Um 2/3 hluti af vörum eru afhentar til matvöruverslana Coop og Migros, en afgangurinn fer til söluaðila. Farið var í pökkunaraðstöðu, þar sem sýnt var hvernig grænmetið er unnið þegar það kemur af ökrunum eða af lagernum (mynd 2 og 3). Kartöflur, gulrætur og svo framvegis verður þvegið, flokkað og pakkað og svo fært yfir í dreifingaraðstöðu þar sem markaðssetning fer fram (mynd 4). Fyrirtækið er einnig með sína eigin skólphreinsistöð: Vatnið sem notað var fyrir þvott á grænmeti (150-200 m3 vatn/dag) er hreinsað með settanki og reykhreinsitanki til að hægt sé að veita því í þorpslækinn. Um 900.000 kWh sólarorka er framleidd af 5.700 m2 ljósvakakerfi. Þetta samsvarar um það bil árlegri neyslu 225 heimila í Zürich. Gróðurhúsin eru hituð með viðarhitun. Þar með er hægt að spara árlega um 2800 t CO2. Eftir þessi heimsókn var haldið áfram til AgroCO2ncept í Flaach. Samtökin AgroCO2ncept eru upprunnin að frumkvæði bænda frá vínhéraðinu Zürich. Þar hafa 23 bændur sett sér það markmið að innleiða loftslagsvænan og auðlindahagkvæman landbúnað. Bændurnir vilja draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á bæjum sínum og nýta reynslu sína til að LÍFRÆNT ÍSLAND Christina Stadler. Mynd 1: Grænmeti er geymt í stórum viðarkössum. Mynd 2: Vinnslusvæði fyrir flokkun á kartöflum. Mynd 3: Vinnslusvæði fyrir flokkun á gulrótum. Mynd 4: Grænmetið tilbúið fyrir sölu. Mynd 5: Þurrkun á viðarflögum. Eygló Björk Ólafsdóttir. Á FAGLEGUM NÓTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.