Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 FRÉTTIR System Edström í Svíþjóð, framleiðir hágæða hillukerfi í atvinnubíla. Kerfin eru árekstrarprófuð og standast tímans tönn. Sérsníðum eftir óskum hvers og eins, gerum tilboð og setjum í bílana. Svansson ehf, Melabraut 19, 220 Hafnarfjörður Sími 697 4900, Netfang : sala@svansson.is Neytendamál: Íslenskir neytendur vilja upprunamerkta matvöru Framkvæmdastjóri Neytenda- samtakanna kallar eftir átaki í upp- runamerkingu matvæla og tafar- lausum aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við háum vöxtum. „Við fáum töluvert margar ábendingar varðandi matvæli en um 80% þeirra snúa að merkingum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Fyrst og fremst sé verið að kalla eftir upprunamerkingum matvæla. Hún segist undrandi að sjá ekki fleiri upprunamerktar vörur hérlendis og íslenska fánann ekki notaðan meira til merkinga en raun beri vitni. Fólk vilji sjá hvaðan varan kemur, m.a. kjöt. Meiri sveigjanleika þörf Brynhildur hafði framsögu á málþingi á Degi landbúnaðarins í Hofi 13. október sl., þar sem hún fjallaði m.a. um sviðsmyndagreiningar starfshópa stjórnvalda um landbúnaðar- mál. Áform væru nú um þings- ályktunartillögu að stefnumótun í landbúnaði. Stefnan væri mjög opin og þangað til hún sæi aðgerðaáætlun væri mjög erfitt að segja til um hvort stefnan væri haldbær. „Eitt af því sem hefur komið út úr öllum starfshópum sem ég hef komið að er að sveigjanleika vantar í kerfið. Með auknum sveigjanleika ætti að verða meiri fjölbreytni. Íslenskur landbúnaður stendur sig þó nokkuð vel hvað það varðar. Við erum í rauninni með ótrúlega fjölbreytta framleiðslu hér þótt hún mætti vissulega vera enn meiri,“ segir hún. Alltaf þurfi að gera þeim sem komi með nýjungar kleift að koma þeim á framfæri til að sjá hvort yfir höfuð sé eftirspurn. Íslenskt staðfest lofar góðu Hún lýsir ánægju með vinnu að Íslenskt staðfest, nýju upprunamerki fyrir íslenskar matvörur og blóm, sem nú er unnið að innleiðingu á, m.a. með fulltingi Bændasamtakanna. Aðeins verður heimilt að nota merkið á vörur sem framleiddar eru og pakkað á Íslandi. Brynhildur segir Íslenskt staðfest mikið hagsmunamál neytenda. „Upprunamerkingar eru eitthvað sem við höfum fylgst með lengi enda ýmsar merkingar verið settar af stað. Mér líst þó vel á þá vinnu sem er að baki þessu merki og finnst eins og þar sé vandað til. Ég veit að neytendur kalla eftir þessu. Þetta er löngu tímabært og við skulum vona að framleiðendur noti þetta merki því mjög margir vilja kaupa íslenskar afurðir.“ Verður að ná vöxtum niður Brynhildur kallar eftir tafarlausum aðgerðum stjórnvalda varðandi hátt vaxtastig. „Ég held að mörgum bregði við hina miklu verðbólgu, sem er til komin vegna þess að vöruverð, m.a. matur, hefur hækkað,“ segir Brynhildur. „Við vitum hvernig vaxtakjör eru að leika heimilin í landinu, og ekki síður framleiðendur eins og bændur, og þá hugsar maður hvernig það muni koma til með að velta út í verðlagið. Hið háa vaxtastig er eitthvað sem við þurfum öll að hafa verulegar áhyggjur af. Það segir sig sjálft að bændur taka heldur ekki endalaust á sig auknar álögur og því ætti þetta að vera eitthvað sem stjórnvöld væru að horfa á núna og ekki gera neitt annað en að reyna að ná vöxtunum niður,“ segir hún. Þegar kemur að innflutningi á matvælum og umræðu um fæðuöryggi hérlendis segist Brynhildur telja að stærstur hluti af matarkörfunni verði alltaf íslenskur, þótt ekki sé nema vegna fjarlægðarverndar, og eigi það við um t.d. egg og mjólkurvörur. Mætti auka samtalið Hún segir að auka ætti samtal Neytendasamtakanna og Bænda- samtaka Íslands. „Kannski hefur það á köflum ekki verið nógu mikið. Hagsmunirnir fara, þrátt fyrir allt, yfirleitt saman og allir vilja íslenskum landbúnaði vel.“ Hún nefnir, sem dæmi um hvar á steyti, frumvarp sem er nú í samráðsgátt stjórnvalda þar sem lagt er til að fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir meirihlutastjórn frumframleiðenda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti. „Þetta er mjög viðkvæmt og eitthvað sem við hræðumst frekar fyrir hönd neytenda, þótt við skiljum í rauninni hvaðan bændur koma í þessu máli.“ Tollverndin sé annað mál. „Það er mikil verndarstefna á Íslandi og það geta verið hagsmunir neytenda að hafa meira úrval og geta keypt mat á lægra verði, sem dæmi.“ Skoða beri fremur 15. gr. samkeppnislaga sem í rauninni heimili samráð og láta reyna á það fyrst. „En sem betur fer erum við og Bændasamtökin líka með mikið af sameiginlegum flötum. Við viljum öll hafa öflugan landbúnað.“ /sá Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, var með framsögu á Degi landbúnaðarins Mynd / SÁ Frumvarp um samvinnu kjötafurðastöðva Frumvarp um heimild kjötafurða- stöðva til samstarfs hefur verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér breytingu á búvörulögum og gerir ráð fyrir að fyrirtæki í eigu eða meirihlutastjórn frumframleiðenda geti unnið saman um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndum. Frumvarpinu er ætlað að styrkja stöðu framleiðenda búvara og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar. Samráð ekki ólögmætt Þriðji kafli búvörulaga verður, samkvæmt frumvarpinu, með fyrirsögninni „Framleiðendafélög“ og þar verður 5. og 6. grein bætt við. Í þeim er kveðið á um að 10. og 12. grein samkeppnislaga, um bann við ólögmætu samráði, gildi ekki um samninga milli frumframleiðenda landbúnaðarafurða. Ekki heldur samninga og ákvarðanir félaga slíkra framleiðenda sem varða framleiðslu og sölu búvöru eða sameiginlegt birgðahald, meðferð eða vinnslu búvöru – enda sé með þessu ekki sett fast verð við sölu eða sam- keppni útilokuð. Samkeppniseftirlitinu verður heimilt að mæla fyrir um að einstakir samningar eða ákvarðanir fram- leiðenda séu óheimilir og þeim skuli breytt eða skylt verði að láta af þeim ef talin er hætta á að samkeppni sé útilokuð.Til félaga frumframleiðenda munu teljast félög sem eru í eigu eða undir stjórn frumframleiðenda. Sé hluti félags í eigu óskyldra aðila, getur félag engu að síður talist til félags frumframleiðenda ef frumframleiðendur eiga að lágmarki 51 prósent hlut í félaginu. Ráðherra verður heimilt að setja frekari skilyrði um framleiðendafélög í reglugerð. Þar á meðal um sérreglur, starfshætti, lágmarksfjölda félaga, félagsaðild, skyldur framleiðenda gagnvart félagi og upplýsingagjöf. Erfiður rekstur kjötafurðastöðva Sams konar frumvarp matvæla- ráðherra lá í desember síðastliðnum í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Það byggði meðal annars á tillögum spretthópsins frá því í júní á síðasta ári, sem ráðherra kallaði eftir vegna slæmrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Samkeppniseftirlitið lagðist gegn þeim hugmyndum sem komu fram í frumvarpsdrögunum, um undanþágu frá grunnreglum samkeppnislaga. Var talið að undanþágan sem var ráðgerð væri umtalsvert víðtækari heldur en drögin gæfu til kynna við fyrstu sýn og næði einnig til samrunareglna. Var talið að undanþágan færi mögulega gegn ákvæðum EES-samningsins og hætta væri á að hagsmunir kjötafurðastöðva færu ekki saman við hagsmuni bænda. Frumvarpið sem nú er lagt fram tekur mið af þeim athugasemdum sem bárust í fyrra samráðsferli. Í greinargerð með frumvarpinu núna segir að við gerð frumvarpsins hafi einkum verið horft til reglna Evrópusambandsins á þessu sviði og útfærslu á þeim í Finnlandi. Frumvarpið sé í samræmi við áherslur sem birtast í landbúnaðar- stefnu fyrir Ísland sem samþykkt var á Alþingi í júní 2023. Þar komi fram að tryggja skuli með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndunum þar sem starfað er samkvæmt EES- löggjöf. /smh Svokölluð framleiðendafélög munu geta unnið saman við að styrkja stöðu framleiðenda búvara. Mynd / smh Fuglaflensa: Fyrsta tilfellið í æðarfugli Fyrsta tilfellið af skæðri fugla- flensu hefur nú verið staðfest í æðarfugli við Íslandsstrendur. Matvælastofnun tilkynnti um það í byrjun október að dauður æðarfugl í Ólafsfirði hafi reynst vera með sama sjaldgæfa veirustofn af flensunni og fannst í dauðum haferni um miðjan september. Veirurnar sem greindust nú í haferninum og æðarfuglinum eru af stofninum HPAI H5N5 sem ekki hefur áður greinst hér á landi. Veirustofninn, sem hefur verið ríkjandi í Evrópu frá árinu 2021 og herjaði á íslenskar fuglategundir síðastliðið vor, er af gerðinni HPAI H5N1. Brigitte Brugger, sérgreina-dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að almennt séu tilkynningar nú fátíðar frá almenningi hérlendis um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum og því ekki vísbending um alvarleg afföll í villtum fuglum nú í haust. „Allar skæðar fuglaflensuveirur HPAI af gerðinni H5 – og reyndar líka H7 – eru sjúkdómsvaldandi fyrir fugla. Þó er misjafnt hversu næmir villtir fuglar eru fyrir sjúkdóm, eða með öðrum orðum hversu meinvirk tiltekin arfgerð H5 veirunnar er fyrir villta fugla. Það er gengið út frá því að þessi veira H5N5 geti verið jafnskæð og H5N1, en er með litla útbreiðslu í heiminum eins og er,“ segir Brigitte. Hún biðlar til almennings um að láta Matvælastofnun vita ef veikir og dauðir villtir fuglar finnast. „Við höfum ekki heyrt um staðfesta fuglaflensu í æðarfugli nema í þessu eina tilfelli,“ segir Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður Æðaræktarfélags Íslands. „Við erum með leiðbeiningar á heimasíðunni okkar frá Matvælastofnun um hvernig bregðast eigi við ef fólk finnur dauða fugla. Þessum leiðbeiningum hefur verið dreift til æðarbænda. Þegar fuglaflensan kom hingað þá höfðum við samband við stofnunina og þeir sögðu að þessar leiðbeiningar væru enn í fullu gildi. Stjórn Æðaræktarfélags Íslands hefur fylgst með þróun mála en þar sem æðarfuglinn heldur sig alfarið á sjó nema á varptímanum, þá verðum við að sjá hvað gerist í vor.“ /smh Æðarfugl heldur sig á sjó nema á varptímanum. Mynd / Æðarræktarfélag Ís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.