Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 leyti að allir geta komið og fengið grænmeti gegn frjálsum framlögum. Við ræktunina er aðferðum vistræktar (e. permaculture) beitt með góðum árangri. „Vistrækt hefur eflaust haft sitt að segja varðandi hvað ræktunin hefur gengið stórvel frá fyrsta degi og við aukum við fjölbreytnina á hverju ári. Frá byrjun hefur verið ofgnótt uppskeru og vandinn meira á þá vegu að koma matnum út,“ segir Hildur. Hún segir að það þurfi bæði þolinmæði og seiglu til að halda utan um slíkt framtak en það skili sér margfalt til baka. „Ég hef einnig verið mjög opin fyrir að prufa mismunandi leiðir til að bjóða fólki að taka þátt og þróa rekstrarmódelið eftir því sem meiri reynsla fæst. Það er ekki auðvelt að vera brautryðjandi. Hvetja þarf félaga til að koma og uppskera matinn sem hefur verið ræktaður, ég þarf að vera virk á samfélagsmiðlum, halda viðburði, lista upp hvað er hægt að uppskera, gefa hugmyndir um hvernig hægt er að nota matinn og hvernig best er að geyma hann til skamms og lengri tíma. Þegar fólk á að uppskera sjálft þarf að kenna þeim að þekkja mismunandi grænmeti. Það þekkja til dæmis ekki margir hvernig toppurinn á rófu, næpu, nípu, gulrót, rauðrófu eða hvítlauk lítur út – þegar þú sérð ekki það sem er undir. Svo erum við að rækta alls kyns mismunandi salat og kál sem fólk er ekki vant að sjá í búðinni.“ Ómetanlegt þegar matvönd börn smakka Hún segir þátttöku í verkefninu vera mikinn lærdóm. „Fólk öðlast skilning á þeirri vinnu sem liggur að baki matjurtaræktun og getur lært ræktunaraðferðir, komið höndunum í mold og tengst þannig náttúrunni. Hegðunarbreytingar eru einnig alltaf flóknar, ég er að reyna að fá fólk til að taka auka útúrdúr í hversdeginum, koma við í Gróanda í staðinn fyrir að skella bara grænmeti í körfuna í búðinni eins og venjulega. Í því felst einnig að læra að lifa með árstíðunum og vistkerfinu hér, byggja matargerðina á heimilinu á þeim hrávörum sem eru aðgengilegar til uppskeru á hverjum tímapunkti. Það er svo auðvelt að elda alltaf með sömu matvörunum og hafa alltaf aðgengi að þeim í gegnum búðina, sama hvort grænmetið þar komi frá Íslandi, Kína eða Mexíkó. En það er góður hópur af fólki hér sem finnst mikilvægt að það sé ræktun í heimabyggð, að það sé ekkert skordýraeitur eða önnur efni á matnum, þau geti fengið matinn umbúðalausan, án flutnings eða annarrar mengunar og að ræktunin sé að bæta líffræðilega fjölbreytni á svæðinu og byggja upp frjósaman jarðveg. Mörgum finnst líka mikilvægt að börnin þeirra fái tengsl við náttúruna og hvaðan maturinn kemur, taki þátt og skilji hvað þarf til að rækta mat. Svo er ómetanlegt þegar matvönd börn hafa allt í einu mikinn áhuga á að smakka alls kyns grænmeti, ber og salat beint af plöntunni.“ Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is TILBOÐSVERÐ 4.900.000,- Við auglýsum svo sannarlega ekki “verð frá”. VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ SERES 3 Luxury Rafmagnsbíllinn býður upp á ríkulegan staðalbúnað og frágang í hæsta gæðaflokki! MENNINGAR- OG MINNINGARSJÓÐUR KVENNA auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutun styrkja árið 2023 Að þessu sinni mun sjóðurinn leggja megin áherslu á menningar- og menntastyrki til kvenna sem teljast tilheyra eða vinna með minnihlutahópum hérlendis. Umsóknir geta verið bæði fyrir styrki til einstaklinga og hópa. ______________________________________________________________________ Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2023 Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um verkefnið sem sótt er um styrk til, fjárhagsáætlun þess og tímalína. Umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefsíðu sjóðsins mmk.kvenrettindafelag.is fyrir miðnætti þann 1. nóvember 2023. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Kvenréttindafélags Íslands í síma: 551-8156 eða í netfangi: mmk@krfi.is Tilkynnt verður um styrkveitingar þann 10. desember 2023 og verður öllum umsóknum svarað. Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður árið 1941 í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Hlutverk sjóðsins er að styrkja konur til náms, jafnt bóknáms sem náms til starfsréttinda, jafnt hér á landi sem erlendis. Enn fremur að veita konum styrk til ritstarfa, einkum á sviði kynjajafnréttis og kvennasögu. Ómetanlegt er að sjá börn tengjast náttúrunni og smakka á alls kyns grænmeti, berjum og salati beint af plöntunum. Mynd / Björgvin Hilmarsson fer fram í Hörpu 2. og 3. nóvember. Skráðu þig á sjavarutvegsradstefnan.is Samfélagsleg ábyrgð í sjávarútvegi Aðalstyrktaraðilar SJÁVARÚTVEGSRÁÐSTEFNAN 2023 Hildur Dagbjört segir það þurfi bæði þolinmæði og seiglu til að halda utan um stórt framtak en það skili sér margfalt til baka. Mynd/ Haukur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.