Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Ölduorka er orka haföldunnar, en lóðrétt hreyfing úthafsbylgna inniheldur mikla hreyfiorku. Margar aðferðir eru hugsanlegar til virkjunar ölduorku og ýmsar eru í þróun. Úti á rúmsjó má nota fljótandi fleka með liðamótum, hreyfingu í geymi sem lyftist á öldunni eða fljótandi kví sem „heflar“ öldutoppana. Á grunnsævi má nýta hreyfingu milli fastrar botnfestingar og annað hvort lóðrétts spjalds eða fljótandi bauju. Við bryggjukanta má nýta hífingu öldunnar til að lyfta floti eða valda sogi eða streymi í stokki. Ölduorku má rekja til þess að sólin knýr veðrakerfi og vindinn sem aftur orsakar öldugang. Ölduorka er því endurnýjanleg orka, en ekki fyrirsjáanleg orkulind fremur en vindorka. Margar tæknilegar áskoranir fylgja virkjun hennar, t.d. álag á tæki í miklu brimi. Sjávarfallaorka er hins vegar mjög fyrirsjáanleg orkulind á hverjum stað, enda felst hún í streymi sjávar vegna flóðs og fjöru. Þar sem sjávarföll eru einkum háð þyngdartogi tunglsins á jörðina er orkan endurnýjanleg líkt og bylgjuorka og mun væntanlega ekki klárast meðan tunglið snýst sinn vanabundna hring, einn hring um sjálft sig um leið og það snýst einn hring umhverfis jörð. Afstaða tungls, jarðar og sólar hefur einnig nokkur áhrif á sjávarföll. Sjávarfallaorkan er því fyrirsjáanleg orkuauðlind á hverjum stað, þótt mjög sé henni misskipt milli svæða. Seltuvirkjanir byggja á mis- munandi seltu sjávar og ferskvatns. Þar sem hvort tveggja er til staðar má byggja upp þrýsting með flæði (osmósu) gegnum sérstakar himnur, en þann þrýsting má síðan virkja til framleiðslu rafmagns. Slíkar aðstæður skapast helst við árósa. Þær gætu tryggt stöðuga framleiðslu og eru ekki veðurháðar. Seltuvirkjanir eru enn á tilraunastigi og eiga langt í land með hagkvæmni. Þeim fylgja tæknilegar áskoranir auk þess sem umhverfisáhrif þeirra eru ekki að fullu þekkt. Hitastigulsvirkjanir, þ.e. virkjanir sem byggja á varmamismun í hafi, grundvallast á a.m.k. 20°C hitamun milli yfirborðslaga sjávar og hefur sá kostur því ekki verið til skoðunar hérlendis. Tæknin er á algeru tilraunastigi og á langt í land með hagkvæmni. Frumgerðir framleiða rafmagn Sjávarfallavirkjanir eru aðallega af tvennum toga: annars vegar virkjun straumhraða í röstum og sundum, hins vegar virkjun fallhæðar með stíflugerð. Í fyrra tilvikinu er virkjuð hreyfiorka sjávar, einkum þar sem sjávarföll hraðast vegna þrenginga við annes eða í sundum. Í því síðara eru stífluð t.d. sund og firðir og mikill hæðarmismunur flóðs og fjöru virkjaður. Orkunýtni sjávarfallahverfla er mun meiri en margra annarra orkustöðva. Talið er að með góðum sjávarfallahverfli megi breyta um 55% (sumir segja 80%) af hreyfiorku straumsins í raforku. Til samanburðar næst aðeins um 30% orkunýtni í kolaorkuverum. Afl í streymi sjávar er háð straumhraðanum í þriðja veldi. Því áttfaldast aflþéttleikinn með hverri tvöföldun í hraða. Kolefnisfótspor sjávarfallaorku- vera er hverfandi. Engin losun er af orkuvinnslunni sjálfri, en einhver losun kann að fylgja framleiðslu vélbúnaðar, uppsetningu hans, þjónustu og endurheimt. Giskað hefur verið á að losun sjávarfallavirkjunar á líftíma hnattrænnar hlýnunar sé undir 22 grömmum af CO2 ígildi á hverja kWst af framleiddri raforku. Þó að sjávarfallaorka sé þegar í notkun er þó ekki farið að fjöldaframleiða neinar túrbínur og aðferðin því ekki komin á sama stað og t.d. vindorka. Þó er farið með frumgerðum að framleiða rafmagn inn á net, t.d. í Færeyjum. Um allan heim er nú verið að kanna möguleika raforkuöflunar með þessum hætti. Evrópsk rannsókn bendir t.d. til að Stóra- Bretland, Írland og Portúgal hafi yfir að ráða samanlagt um 70 GW af sjávarorku. Niðurstöður gefa til kynna að hátt í 60 GW af nokkuð raunhæfri ölduorku og 10 GW af sjávarfallaorku séu þar fyrir hendi. Enn hefur engin virkjanatækni orðið að fullþróaðri markaðsvöru til fjöldaframleiðslu. Nokkur fyrirtæki hafa smíðað starfhæfar frumgerðir sem sannprófaðar hafa verið í raunumhverfi og verið tengdar við raforkukerfi í nokkurn tíma. Áhugavert þykir að koma upp virkjanagörðum þar sem margir hverflar eru samtengdir, með uppsettu afli yfir 10 MW. Aðstæður eru misgóðar til nýtingar sjávarfallaorku. Oft eru þær betri þar sem mikill munur er á flóði og fjöru, en fleiri þættir spila þar inn í. Sjávarfallastraumurinn hraðast þar sem landgrunn og annes þrengja að honum, sem og í þröngum sundum. FRÉTTASKÝRING Ný varanleg bogahýsi Ódýr og hagkvæmur kostur fyrir geymslur og útihús sem uppfyllir byggingarreglugerðir � Stöðluð hönnun, grunneining 5 x 6 m. - lengjanleg í 3 m. einingum � Hurðargat á gafli 2,75 x 2,75 m. � Í boði bæði einangruð og óeinangruð � Verð frá kr. 1.320.00 m/vsk. fyrir 5 x 6 m. bogahús Nánari upplýsingar í gegnum tölvupóst hysi@hysi.is Hýsi-Verkheimar ehf. | Smiðjuvegi 5, Kópavogi | Sími 497 2700 hysi@hysi.is | hysi.is | hysi.is Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Sihwa Lake-sjávarfallavirkjunin í Gyeonggi-héraði í Suður-Kóreu er stærsta sjávarfallavirkjun heims og sú aflmesta; 254 MW. Mynd / Arne Müseler Orkumál: Beislun sjávarorku handan við hornið – Ný skýrsla um möguleika í sjávarfallavirkjunum hér við land væntanleg í lok mánaðar Hlið Vegur Toppur Sjór Flóðbylgja Hverfilgöng Há vatnshæð Sjávarfallavatn Virkjun sjávarorku er á margan hátt aðlaðandi kostur í þeim orku- skiptum sem fram undan eru, enda er hún umhverfisvænn og fyrirsjáan- legur orkugjafi. Undir sjávarorku fellur virkjun sjávarfallastrauma, ölduhreyfinga, seltu og varmamismunar til umbreytingar í raforku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.