Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023
FRÉTTIR
Árlega valda álftir, gæsir og
helsingjar skaða á túnum og
kornökrum bænda sem verða af
uppskeru vegna þeirra.
Þeir hafa tækifæri til að
sækja um styrki vegna tjónsins
með því að skila tjónamati fyrir
20. október hvert ár í gegnum
Afurð, stafrænt stjórnsýslukerfi
matvælaráðuneytisins.
Á síðustu fjórum árum hefur
verið greitt fyrir tjón á 418,4 hektara
landi, samkvæmt upplýsingum
frá matvælaráðuneytinu, en til að
bændur fái greitt fyrir tjón þurfa
þeir að skila inn tjónamati. Mikill
munur er á milli ára en langminnst
var greitt fyrir tjón í fyrra. Í
skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins frá árinu 2016 um
tjón af völdum álfta og gæsa árin
2014 og 2015 kemur fram að margir
bændur tilkynni ekki um tjón í ljósi
þess að lítið hafi áunnist í þeirri
viðleitni að fá tjón viðurkennt,
bætt eða að þeir fái ný úrræði til
að verjast tjóninu.
Fimm þingmenn lögðu í september
fram tillögu til þingsályktunar um
leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs
og helsingja utan hefðbundins
veiðitíma. Þar er farið þess á leit að
ráðherra útbúi tillögur um heimild
til tímabundinna og skilyrtra veiða
á fuglunum á kornökrum og túnum
innan tiltekins tímaramma ár hvert.
Leyfin yrðu þá veitt þeim svæðum
þar sem þörf er talin á aðgerðum
vegna verulegs ágangs fugla á tún
og kornakra.
Þingsályktunartillagan er byggð
á nær samhljóma tillögum sem
voru lagðar fram á þremur síðustu
löggjafarþingum. Í niðurlagi
þingsályktunartillögunnar segir að
flutningsmenn telji nauðsynlegt að
setja markmið um stærð stofna álfta
og gæsa. „Þá er mikilvægt að til verði
skýr heimild og áætlun um veiðar á
álft og gæs í því skyni að minnka
tjón bænda, hvort sem hún felur í sér
breytingar á lögum eða eftir atvikum
reglugerðum þar að lútandi. Samhliða
þessari aðgerð verði gerð áætlun um
að tryggja vernd stofnanna.“
Í greinargerð tillögunnar kemur
fram að álftin hafi verið friðuð frá
árinu 1913 en álftastofninn hafi
stækkað verulega. Um 1960 hafi
stofninn talið 3-5 þúsund fugla
en sé nú talinn um 34.000 fuglar.
Einnig kemur fram að stofnstærð
grágæsa sé kringum 60.000 fuglar,
stofnstærð heiðagæsar sé í sögulegu
hámarki og telji nú um 500.000 fugla
og varpstofn helsingja hafi einnig
fjölgað mikið og sé ekki á válista.
/ghp
Ágangur fugla:
Tillaga um veiðar fær
ekki brautargengi
Álftir á túnum í Eyjafirði. Á síðustu fjórum árum hefur verið greitt fyrir tjón á 418,4
hektara landi, árið 2021 fyrir 138,9 ha en aðeins fyrir 47,6 ha í fyrra. Mynd / sá
Áfram fylgst með þróun
á áburðarmörkuðum
– Verðlækkanir á heimsmörkuðum með hrávöru til fóður- og áburðargerðar
Á hagtölusíðu síðasta tölublaðs
Bændablaðsins var veitt yfirlit yfir
þróun verðs á hrávörum til áburðar-
og fóðurgerðar á heimsmörkuðum.
Þar mátti sjá að sé litið til síðustu 12
mánaða hafa talsverðar verðlækkanir
orðið á flestum hráefnum. Íslenskir
fóðursalar hafa lækkað sitt
verð nokkuð að undanförnu, en
áburðarsalar bíða átekta eftir frekari
lækkunum vegna kaupa fyrir næsta ár.
Í greiningu Unnsteins Snorra
Snorrasonar á hagtölusíðunni kemur
fram að þótt hrávöruverð hafi lækkað
á undanförnum mánuðum sé verð
enn miklu hærra en það var árin
2015 til 2019. Segir hann gífurlegar
verðhækkanir á síðasta ári vera
helstu ástæðuna.
Lækkanir á helstu hráefnum
í kjarnfóðurgerð
Elías Hartmann Hreinsson hjá SS
segir lækkanir hafa orðið á helstu
hráefnum í kjarnfóður hjá Sláturfélagi
Suðurlands. „Við tilkynntum, fyrstir
allra fóðursala hér á landi, verðlækkun
á öllu nautgripafóðri frá DLG þann 18.
september síðastliðinn. Verðlækkun
var mismunandi eftir tegundum, frá
sex til tíu prósent. Fóðurverð hafði
ekki tekið breytingum hjá okkur síðan
5. október 2022 en við festum verð
á fóðri oft til langs tíma þegar það
er talið hagstætt fyrir bændur. Verð á
hráefnum til fóðurgerðar getur tekið
breytingum og þá oft með stuttum
fyrirvara og því erfitt að spá fyrir um
verðþróun á einstökum hráefnum fram
í tímann.“
Hólmgeir Karlsson, hjá Bústólpa,
segir greiningu Unnsteins vera
í takti við það sem hann sjái við
innkaup á fóðurhráefnum. „Gengi
krónunnar hefur líka verið hagstætt
að undanförnu þó það halli aðeins til
verri vegar aftur nú síðustu dagana.
Við náðum að lækka allt okkar fóður
umtalsvert seinnihluta september
vegna hagstæðari innkaupa. Hvað svo
er í kortunum áfram er erfitt að spá
um. Við kaupum ekki fóðurhráefnin
langt fram í tímann þannig að við
erum meira að spá í þróunina frá viku
til viku.“
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir hjá
Líflandi segir að félagið hafi tilkynnt
um verðlækkun á fóðri frá og með 27.
september síðastliðnum. „Lækkunin
nam fjórum til tíu prósentum á
kjarnfóðri fyrir mjólkurkýr og
nautgripi.“
Heimsmarkaðsverð
lægra en í fyrra
Úlfur Blandon hjá Fóðurblöndunni
segir að verðlækkun hafi orðið á
fóðri hjá þeim í lok síðasta mánaðar
þar sem þeirra helstu tegundir
tóku allt að níu prósenta lækkun. Í
yfirlitinu á hagtölusíðunni sést að
heimsmarkaðsverð á köfnunarefni
hefur lækkað mest, eða um 65 prósent
á síðustu tólf mánuðum.
Elías Hartmann segir að köfnunar-
efni hafi hækkað umtalsvert meira
en fosfór og kalí í kjölfar innrásar
Rússlands inn í Úkraínu. „Við lækkun
á gasi hefur verð á köfnunarefni
lækkað. Erfitt er að segja til um
hvort lækkun á áburði á erlendum
mörkuðum sé að fullu komin fram.
Ekki þarf meira til en kaldan vetur
í Evrópu svo gas hækki og þar með
framleiðslukostnaður á köfnunarefni
sem gæti breytt stöðunni hratt. Einnig
er enn mikil óvissa með framvindu
stríðsins í Úkraínu og nú fyrir botni
Miðjarðarhafs, sem getur haft áhrif
til hækkunar á olíu sem getur leitt til
hækkunar á áburði. Við fylgjumst vel
með þróun áburðarverðs og erum í
nánu samstarfi við YARA um hvenær
hagkvæmt sé að loka samningum
vegna áburðarkaupa,“ segir hann.
Ingibjörg Ásta segir að varðandi
áburð og rúlluplast eigi Lífland nú í
samtölum við birgja og fylgist með
þeim mörkuðum. „Eins og staðan
er gætir nokkurrar lækkunar milli
ára í báðum vöruflokkum. Hvernig
umræddar lækkanir skila sér inn á
okkar markað mun skýrast betur á
næstu vikum og mánuðum.“
Úlfur Blandon segir að fylgst sé
með þróuninni á erlendum mörkuðum.
„Það hafa verið töluverðar sveiflur
á erlendum mörkuðum í áburðinum
en þó alltaf í jákvæða átt, en eins og
staðan er í dag er heimsmarkaðsverð
töluvert lægra heldur en á sama tíma
í fyrra.“ /smh
Áburðarsalar fylgjast vel með þróun verðs á heimsmörkuðum. Mynd / ÁL
Miðfjarðarbændur neita
enn að afhenda fé
Bændur á Neðra-Núpi í Miðfirði
ætla á næstu dögum að senda
þær níu gimbrar í sláturhús sem
Matvælastofnun hefur krafið þá um
að afhenda stofnuninni til förgunar.
Gimbrarnar voru keyptar frá
Urriðaá, þar sem allt fé var skorið
niður í vor í kjölfar riðutilfellis sem
staðfest var á bænum.
Guðmundur Þorbergsson, bóndi á
Neðra-Núpi, segir að þessar gimbrar
séu í eigu sonar hans, Kristjáns
Svavars. „Þetta er eina féð sem er í
hans eigu sem er hér hjá mér, en ég
er sjálfur með um 100 kindur. Þessar
gimbrar hafa nú ekki allar skilað sér
hér úr smalamennsku, en það stóð
til að senda þær í sláturhús í lok
vikunnar eða í byrjun næstu viku.
Eftir því sem ég best veit þá eru
tekin sýni í sláturhúsinu, einhverjar
stikkprufur frá flestum bæjum þar
sem kannað er hvort einhver riðusmit
eru.“Matvælastofnun hefur litið
svo á að með því að afhenda ekki
féð, stofni bændurnir ekki aðeins
heilsu sinna dýra í hættu heldur
einnig heilsu sauðfjár í eigu annarra
sem hefur samgang við þeirra fé.
Samkvæmt dýrasjúkdómalögum sé
refsivert að brjóta gegn fyrirmælum
gefnum samkvæmt lögum.
Forsaga málsins er að Matvæla-
stofnun féllst á andmæli bænda
í maí við því að afhenda gripina
á sauðburðartíma.Í lok maí
náðist svo samkomulag við flesta
sauðfjárbændur í Miðfjarðarhólfi
um að afhending á gripum sem
voru komnir frá Urriðaá yrði ekki
síðar en 19. júní. Bændur á bænum
Barkarstöðum í Miðfirði eiga hrút
frá Urriðaá sem þeir hafa ekki
látið af hendi. Guðmundur segir
að ástæðan fyrir því að þeir feðgar
kjósa að afhenda ekki féð byggi í
raun á lögfræðiáliti sem þeir fengu
í millitíðinni, þar sem fram kemur
að margt orki tvímælis lögfræðilega
í þessu máli öllu. „Ýmislegt í
vinnubrögðum Matvælastofnunar
hefur líka farið illa í okkur, til dæmis
heyrðum við það bara í útvarpinu
að það væri búið að kæra okkur til
lögreglu – sem okkur þykir vera
vinnubrögð af verstu gerð. Það er
ekki rétt sem haft hefur verið eftir
héraðsdýralækni að um 14 kindur sé
að ræða, þær voru upphaflega tíu en
ein er reyndar dauð.
Við höfum undrast að hafa ekki
heyrt frá neinum í allt sumar, hvorki
frá Matvælastofnun né lögreglu
eða saksóknara. Þetta fólk hefur
greinilega nóg annað að gera en að
vera að eltast við svona vitleysu,“
segir Guðmundur.
Einar Örn Thorlacius, lögfræð-
ingur hjá Matvælastofnun, segir
að saksóknari hafi lagt spurningar
fyrir stofnunina varðandi þetta mál
sem á eftir að svara. Lögin um
dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim
séu orðin 30 ára gömul og verið
sé að kanna skýrleika þeirra um
þetta efni. /smh