Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Nú hefur Vatt ehf. tekið í sölu rafknúinn pallbíl, fyrst íslenskra bílaumboða. Þessi er framleiddur af kínversku fyrirtæki og hafa sendibílar frá sama framleiðanda notið góðrar hylli hérlendis. Um ræðir fjögurra dyra miðlungsstóran pikköpp sem keppir við þekkt merki eins og Toyota Hilux og Isuzu D-Max. Hér er bíll sem er afar fallegur að utan og er hönnun ytra byrðisins engu síðri en sú á öðrum pallbílum í sama stærðarflokki. Sá sem ekki veit betur myndi ekki átta sig á að um rafmagnsbíl er að ræða en glöggir reka augun í rafmagnsmótorinn bak við afturöxulinn. Pallurinn er svipaður að stærð og á japönskum pallbílum og má hann bera eitt tonn, sem er jafnframt sambærilegt og hjá helstu samkeppnisaðilum. Bíllinn kemur útbúinn með krók og er dráttargetan eitt tonn, sem er mun minna en gengur og gerist, því aðrir nýir pallbílar mega draga þrjú og hálft tonn. Maxus T90 er hannaður sem dísilbíll og ber þess skýr merki, en hann fæst sem slíkur í sumum löndum. Húddið er til að mynda mjög stórt og gert til að rúma sprengihreyfil. Þegar litið er í vélarrýmið er það hálftómt og hefur framleiðandanum misfarist að útbúa þar hentugt geymslurými. Fyrir utan að vera rafknúinn þá er stærsti munurinn á þessum pallbíl og öðrum sem seldir eru hérlendis sá að hann er einungis fáanlegur með afturhjóladrifi. Samkvæmt svörum frá umboðinu er ekki von á fjórhjóladrifnum Maxus T90 í náinni framtíð. 88,55 kílóvattstunda rafhlaðan býður upp á þokkalega drægni með fulla hleðslu, eða 330 kílómetra í blönduðum akstri samkvæmt framleiðanda. Hún mun vera best í innanbæjarakstri, en ekki gafst færi á að reyna almennilega á þolmörk hennar. Gamaldags innrétting Þegar stigið er um borð er horfið aftur til fortíðar, eða sirka ársins 2005. Innréttingin er af svipuðum standard og þær sem mátti sjá í fyrri kynslóð af Hilux sem Toyota framleiddi á árunum 2004 til 2015. Hvert sem litið er sést ljósgrátt hart plast og eru skarpar brúnir á sumum samskeytum. Til að ræsa bílinn þarf að snúa lykli, sem er sjaldgæft á nýjum bílum – hvað þá rafmagnsbílum. Stýrið er úr slitsterku gúmmíi. Sætin eru klædd með leðuráklæði og þokkalega vel mótuð að líkamanum, þó mjög stíf. Þau eru stillanleg með rafmagni og er hægt að koma sér ágætlega fyrir þó maður sé leggjalangur. Rýmið til höfuðsins er þó með minnsta móti og rétt sleppur fyrir undirritaðan, sem er 190 sentímetrar á hæð. Aftursætin rúma ágætlega þrjá fullorðna farþega sem kvarta ekki yfir því að þurfa að vera hoknir í baki. Tvö Isofix tengi fyrir barnabílstóla eru á afturbekknum. Takmarkaður margmiðlunarskjár Helsti munurinn á innréttingunni hér og í pallbílum fyrsta áratugarins er sá að núna er búið að fækka tökkum og koma fyrir snertiskjá. Það hefði verið ágætt ef gæði margmiðlunarskjásins væru meiri. Alla jafna er sýndur svokallaður heimaskjár en hann sýnir lítið af gagnlegum upplýsingum og að gera einföldustu hluti tekur minnst tvö til þrjú skref. Stærsta plássið á heimaskjánum er tekið af stórri mynd af bílnum sjálfum, en ekki var hægt að sjá að hún gerði nokkuð annað en að minna ökumanninn á að bíllinn er þó allavega fríður að utan. Sem betur fer eru takkar til að stilla hljóðstyrk í stýrinu. Útvarpið sýnir ekki á hvaða stöð er hlustað, heldur sést aðeins tíðni sendingarinnar. Því skapast raunveruleg hætta á að fólk hlusti á Útvarp Sögu án þess að vita betur. Loftnetið virðist jafnframt ekki vera mjög næmt, því lítið þarf til að útsendingin truflist innan borgarmarkanna. Ósamræmi í miðstöð Flýtihnappar fyrir miðstöðina eru fyrir neðan snertiskjáinn og því fljótlegt að stilla hita og blástur. Þegar hitastig er valið kemur einhver tala upp á skjáinn sem virðist ekki vera á Celcius kvarðanum og skortir allt samræmi. Stilling 27 er því stundum köld og stundum heit. Það eru nokkrar stillingar á birtustigi margmiðlunarskjásins og fer hann sjálfkrafa í hæsta styrkinn þegar úti er myrkur og fylgir því hávært lágtíðnihljóð. Blessunarlega er auðvelt að lækka birtustigið alveg niður, sem er sú stilling sem er í raun rétt að nota að kvöldlagi. Bakkmyndavél er á bílnum og fjarlægðarskynjarar að aftan. Framleiðandinn hefur þó greinilega ekki lagt mikla vinnu í að stilla myndavélina, því á fjórðungi myndarinnar sést ekkert nema stuðarinn. Kvíðvænlegt er að setja í bakkgírinn, því bíllinn lætur ökumanninn vita með háværu ýli. Hljóðmerkið sem kemur frá fjarlægðarskynjaranum er þetta sama háa vein og er því taugaslítandi að bakka í stæði. Best væri að hafa Peltorinn innan handar, því ekki virðist vera hægt að slökkva á þessum hávaða. Léttur og lipur í akstri Í innanbæjarakstri er Maxus léttur og lipur með góðu afli og fisléttu stýri. Þó er alltaf einhver titringur í bílnum sem finnst mest í kringum 50 kílómetra hraða. Þó ekið sé á nýju malbiki á einni af stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins er maður alltaf á einhverju iði. Upplifunin var eins og dekkin væru farin að losna. Undir 25 kílómetra hraða gefur bíllinn frá sér hljóðmerki til að gera gangandi vegfarendum viðvart. Þetta hljóð berst þó vel inn í ökumannshúsið og er nánast sami sónn og heyrist í ónýtri hjólalegu, þó blessunarlega af lægri hljóðstyrk. Hafi ökumaðurinn ekki náð fullum svefni mun þetta hljóð líklega vera honum til ama. Þegar bílnum er lagt er ekki hægt að setja hann í P, eins og á sjálfskiptum bílum og öllum öðrum rafmagnsbílum. Því er enginn gír til að halda við þegar drepið er á bílnum og þarf að nota handbremsuna. Hana þarf þó að draga upp í hæstu stöðu svo bíllinn fari ekki að renna , jafnvel í aflíðandi halla. Þetta er ekki traustvekjandi á splunkunýjum bíl og er líklegt að þessu munu fylgja mikil vandræði þegar handbremsan er farin að slakna. Að lokum Maxus T90 ber öll þess merki að um ódýra bifreið sé að ræða. Þessum frávikum væri auðvelt að fyrirgefa ef bíllinn væri ekki svona dýr, eða tæpar tíu miljónir króna. Ekki þarf að leita langt í verðlistum annarra bílaumboða til að finna pallbíla með mun fágaðri innréttingu, fullkomnari staðalbúnað og fjórhjóladrif á lægra verði en bíllinn sem skrifað er um hér. Áætla má að líklegustu kaupendurnir að þessum bíl séu stór fyrirtæki eða stofnanir sem hafa ákveðið að rafvæða bílaflotann sinn vegna umhverfisstefnu. Verðið á bílnum er 9.900.000 krónum með vsk. VÉLABÁSINN Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Prufuakstur á Maxus T90 Maxus T90 er fyrsti rafknúni pallbíllinn sem er hægt að kaupa í gegnum umboð. Taka þarf viljann fyrir verkið, en framleiðandanum hefur yfirsést fjölmörg smáatrið sem þarf að huga að til að gera notkun bifreiðar ánægjulega. Myndir / ÁL Innréttingin er grá og hörð. Stýrikerfi margmiðlunarskjásins er ekki notendavænt. Ytra útlit bílsins er eins og á hefðbundnum pallbílum. Ef vel er að gáð sést glitta í rafmótorinn bak við afturöxulinn. Tvö Isofix tengi eru í afturbekk. Rými er gott til fóta og hliða en lágt til lofts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.