Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2023 Bændasamtök Íslands: Komið verði til móts við afkomubrest bænda Í nýútgefinni kröfugerð Bænda­ samtaka Íslands (BÍ), inn í yfirstandandi endurskoðun búvöru­ samninga, kemur fram að samanlagt vanti um 12 milljarða inn í allar búgreinar svo þær geti staðið undir rekstrarlegum skuldbindingum sínum. Aðalkrafa BÍ felur í sér að komið verði til móts við afkomubrest bænda, frá 1. janúar 2023 að telja og út samningstíma núverandi búvörusamninga, á sambærilegum grundvelli og gert var árið 2022. Í formála Gunnars Þorgeirssonar, formanns BÍ, að kröfugerðinni fjallar hann um endurskoðun búvörusamninganna. Þar segir hann að á undanförnum mánuðum hafi staðið yfir viðræður við samninganefnd ríkisins, en fram til þessa hafi enginn vilji verið til að auka fjármagn inn í búvörusamningana, sem endurspeglist í nýbirtu fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun sem gildir frá 2024 til 2028. Þetta sé raunin þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á að samkvæmt ákvæðum búvörulaga eigi ávallt að tryggja nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu og að kjör þeirra sem landbúnað stunda skulu vera í nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Hækkanir á kostnaðarliðum Telja samtökin að hækkanir á kostnaðarliðum séu helstu ástæður þess að þessa fjárhæð vanti inn í rekstrargrundvöll landbúnaðarins; verðhækkanir á áburði, rúlluplasti, sáðvöru og kjarnfóðri. Þá hafi hækkun á fjármagnskostnaði einnig haft gífurleg áhrif. Í sauðfjárrækt, nautgriparækt og mjólkurframleiðslu sé launagreiðslu- geta langt frá því að vera ásættanleg. Þá hafa kúabændur bent á mikilvægi þess að verðlagsgrundvöllur sé endurskoðaður, sem að hluta til er tekið tillit til í meðfylgjandi töflu samtakanna þar sem fjárþörf búgreinanna er sundurliðuð. Afkomubrestur búgreina Í greinargerð samtakanna um stöðumat íslensks landbúnaðar árið 2023 segir að staða flestra búgreina sé ekki frábrugðin stöðunni á síðasta ári, þær standi frammi fyrir miklum áskorunum í sínum rekstri og hluti þeirra búi við afkomubrest. „Hækkanir aðfanga í landbúnaði frá árinu 2021 hafa ekki gengið til baka. Þar að auki hefur fjármagns- og launakostnaður hækkað verulega. Að teknu tilliti til þróunar á kostnaði, afurðaverði og fjármagns á þessu ári er það mat Bændasamtakanna að fyrra mat hafi ekki verið ofmat heldur sé, að lágmarki, þörf á um 12.000 milljónum inn í greinina á þessu ári. Í þessu tilliti verður endurskoðun búvörusamninga að koma til móts við stöðuna sem uppi er til að tryggja framtíðina. Einnig þarf endurskoðunin að vera í samræmi við stjórnarsáttmála, endurspegla stöðu landbúnaðarins til skemmri og lengri tíma og fylgja markmiðum landbúnaðar- og matvælastefnum stjórnvalda,“ segir í stöðumatinu. Aðrar kröfur BÍ eru svo nánar sundurliðaðar eftir búgreinum og málefnasviðum. Kjötframleiðsla dregist saman Í ítarefni er lagður fram rökstuðningur fyrir kröfunum. Þar er meðal annars farið yfir þróun kjötframleiðslu á Íslandi á undanförnum árum. Þar kemur fram að framleiðslan hafi dregist saman fjögur ár í röð, aðallega vegna lélegrar afkomu í framleiðslu á nautakjöti og kindakjöti. Samdráttur í framleiðslu á svínakjöti og alifugla- kjöti sé einkum vegna áhrifa frá regluverki og tollasamningum. Samdráttur í framleiðslu á kjöti eigi sér stað þrátt fyrir að Íslendingum sé að fjölga og fjöldi ferðamanna sem heimsæki Ísland fari vaxandi. Verði kjötframleiðslugreinunum ekki sköpuð viðunandi rekstrar skilyrði verði hrun í framleiðslunni innan fárra ára. Einnig er farið í ítarefninu yfir þróun á kostnaðarliðum í landbúnaði. Miklar hækkanir á síðasta ári hafi ekki gengið til baka á þessu ári. Launakostnaður hafi hækkað mikið og það sem mest muni um þá hafi vextir hækkað gífurlega mikið í landinu. Það bitni mjög hart á landbúnaðinum sem sé mjög skuldsettur miðað við veltu. Ástæðan sé meðal annars sú að undanfarin ár hafi orðið mikil fjárfesting í landbúnaði, meðal annars í þeim tilgangi að bæta aðbúnað gripa og auka vinnuhagræðingu. Þannig hafi orðið tilfærsla á kostnaðarliðum frá launalið yfir á fjármagnsliði, sem síðan hefur haft sérstaklega neikvæð áhrif á afkomu þeirra bænda sem hafa lagt í fjárfestingar í sínum rekstri. /smh Fjárþörf búgreina Áætluð upphæð sem vantar inn í hverja búgrein 2023 í millj. kr. Mjólk 4.260 Nautakjöt 2.038 Sauðfjárrækt 2.290 Svínarækt 668 Alifuglarækt 520 Eggjaframleiðsla 363 Garðyrkja 892 Jarðrækt og landgreiðslur 1.056 Alls 12.087 Heimild: BÍ FRÉTTIR Kjötframleiðsla á Íslandi hefur dregist saman fjögur ár í röð, aðallega vegna lélegrar afkomu í framleiðslu á nautakjöti og kindakjöti. Þróun á kostnaðarliðum í landbúnaði á síðustu árum. Miklar hækkanir á síðasta ári hafi ekki gengið til baka á þessu ári. Það er mat Bændasamtakanna að verði kjötframleiðslugreinunum ekki sköpuð viðundandi rekstrarskilyrði, sé hrun yfirvofandi í framleiðslunni. Mynd / smh Í síðasta mánuði var skrifað undir samning um nýtingu vikurnáma í Búrfelli í Skeiða­ og Gnúp­ verjahreppi. Sveitarstjóri segir samninginn tímamót. „Ég tel mig geta fullyrt að aldrei áður hefur verið gerður jafn verðmætur samningur í sveitarfélaginu um nýtingu á námuréttindum,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Samningurinn gildir í allt að 15 ár og skilar að lágmarki 372 milljónum króna á samningstímanum fyrir efnis- tökuna. Lágmarksmagn efnistöku er 80.000 rúmmetrar á ári en að hámarki 300.000 rúmmetrar. Verði samningurinn fullnýttur getur hann að hámarki skilað tæplega 1,4 milljörðum króna. Námurnar eru innan þjóðlendu og var því samningurinn gerður í samráði við forsætisráðuneytið. „Verði samningurinn fullnýttur má gera ráð fyrir að lítið verði eftir í námunni, þannig að þetta er ekki ótakmörkuð auðlind. Það hefur verið tekið efni úr þessari námu í áratugi og mjög litlar tekjur komið til sveitarfélagsins á þeim tíma. Því er þetta mikið ánægjuefni að nærsamfélagið og þjóðlendan fari að njóta ávinnings af efnistökunni,“ segir Haraldur Þór. /mhh Samningur hefur verið gerður um nýtingu vikurnáma í Búrfelli. Myndir / Aðsendar Verðmætar vikurnámur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.