Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Hjá Matís hefur á undanförnum tólf mánuðum verið unnið að rannsóknum á næringarinnihaldi afskurðar úr garðyrkju og vöruþróun úr þessu hráefni sem oftast hefur verið meðhöndlað sem lífrænn úrgangur. Umræða um fullnýtingu í fiskvinnslu og kjötframleiðslu hefur verið áberandi um langt skeið en minna farið fyrir umræðu um fullnýtingu í grænmetisframleiðslu. Fyrir utan nýtingu á annars flokks grænmeti þá hafa hliðarafurðir garðyrkjunnar ekki fengið verðskuldaða athygli, en þær geta verið mjög verðmætar. Alltaf fellur talsvert til, bæði í yl- og útirækt grænmetis, sem ekki telst til eiginlegrar uppskeru. Matís hefur frá því í september í fyrra unnið að verkefni við að þróa aðferðir til að framleiða verðmætar afurðir úr þessu hráefni, en um samstarfsverkefni er að ræða með Orkídeu og Bændasamtökunum. Verðmætur úrgangur Eva Margrét Jónudóttir, verkefna- stjóri hjá Matís, segir að hingað til hafi þessi afskurður í raun flokkast sem úrgangur – ekki verið bændum neins virði heldur frekar kostnaðarauki sem þarf að koma í viðeigandi farveg eins og til dæmis jarðgerð. „Ef við skoðum framleiðsluna í heild og hvað er búið að kosta miklu til af orku, aðföngum, vinnuafli og næringarefnum til að rækta upp plöntu, þá er oft raunin að það sem flokkast sem eiginleg uppskera – það sem fer á markaði – er ekki stærsti hluti plöntunnar. Framleiðsluferli í garðyrkju eru afar mismunandi eftir tegundum og því verður seint fundin ein leið fyrir þessar hliðarafurðir eða úrgang sem hentar þvert á greinina eins vel og jarðgerð. Það er samt nauðsynlegt að velta við öllum steinum og skoða hvort ekki er hægt að auka virði og nýtingu afurða enn frekar með öðrum aðferðum.“ Lífmassi nýttur í vöruþróun Eva útskýrir að í upphafi verkefnisins hafi verið ákveðið að einblína á blómkálsblöð, spergilkálsblöð, rósalaufblöð, tómatblöð, gúrkublöð og gulrótagras með rannsóknum á næringarinnihaldi og lífvirkni. „Samhliða því langaði okkur einnig að skoða betri nýtingu á gulrófum og kartöflum. Á seinni hluta verkefnisins höfum við svo verið á fullu að mæla, þróa vöruhugmyndir og áhættugreina hráefnið, einnig líka að skoða lífvirkni og vinna lífmassa sem nýtist í vöruþróun.“ Frostþurrkaðar hliðarafurðir til kjötbollugerðar Hún segir að vöruþróunarhlutinn hafi verið skemmtilegt ferli innan verkefnisins. „Við höfum þróað kryddblöndu sem inniheldur frostþurrkaðar hliðarafurðir úr grænmetisframleiðslu sem er hugsuð til notkunar í kjötbollugerð. Hugmyndin er að neytendur geti keypt tilbúna blöndu þurrefna sem inniheldur krydd, frostþurrkuð blóm- og spergilkálsblöð, kartöflutrefjar og kartöflusterkju sem blandast beint út í hrátt hakk og egg áður en kjötbollurnar eru búnar til og eldaðar. Þetta er í rauninni sama hugmyndafræði og við þekkjum vel með Taco spice mix sem er afar vinsæl vara á Íslandi,“ segir Eva. Með notkun á blöndunni sé verið að einfalda eldamennskuna, bæta næringarinnihald og á sama tíma nýta hliðarafurðir sem annars færu til spillis. Vöruþróunin sé ekki séríslensk uppfinning, slíkar vörur séu til hér í verslunum en hafi ekki verið mjög áberandi á Íslandi og ekki sé vitað um innlenda framleiðslu á slíkum vörum. Mörg tækifæri til frekari vinnslu Eva segir að það sem standi upp úr eftir þessa vinnu – og vakið helst áhuga hennar – er hversu mörg tækifæri séu til frekari vinnslu á þessu hráefni. „Við höfum verið að sjá töluvert mikla andoxunarvirkni í rósalaufblöðum sem gefur til kynna að afskurður úr rósarækt geti til dæmis verið spennandi hráefni til framleiðslu innihaldsefna í snyrtivörur. Blöð af blóm- og spergilkáli eru síður en svo minna næringarrík en blómið sjálft og engir annmarkar við notkun þeirra í matvæli. Vandamálið er helst það hvað þau geymast stutt eftir uppskeru svo ekki er hægt að selja þau með á hausnum nema alveg fyrst um sinn. Þetta þyrfti að uppskera sérstaklega og annaðhvort vinna strax áfram í hráefni sem hefur lengra geymsluþol eða markaðssetja sérstaklega sem árstíðabundna vöru. Hliðarafurðirnar eru upp til hópa næringarríkar en hættugreining er nauðsynleg til að greina á milli hvað sé æskilegt að nota í matvæli og hvað ekki. Með hættugreiningu er lagt mat á annmarka við nýtingu hliðarafurðanna með tilliti til þeirrar hættu sem neysla þeirra gæti skapað neytendum. Það gilda ákveðnar reglur um notkun plöntuvarnarefna á vaxtartíma matjurta og sömuleiðis um hvaða varnarefnaleifar mega mælast í mismunandi matvælum og í hvaða magni. Niðurstöður rannsókna benda til þess að áframhaldandi vinnsla hliðarafurða grænmetis leiði til breytinga í styrk varnarefnaleifa í afurðinni eftir vinnslu.“ Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Í DEIGLUNNI Eva Margrét Jónudóttir, vinstra megin, stýrir rannsóknum á næringarinnihaldi og lífvirkni afskurðar. Mynd / Aðsend Fersk blómkálsblöð, frostþurrkuð spergilkálsblöð og stilkar sem svo verða að malaðri næringarríkri afurð sem nota má í kryddblöndu. Mynd / Matís Alltaf fellur talsvert til, bæði í yl- og útirækt grænmetis, sem ekki telst til eiginlegrar uppskeru. Mynd / Bbl Vöruþróun matvæla: Fullnýting garðyrkjuafurða – Verðmætaaukning möguleg með nýtingu hliðarafurða úr afskurði Þróuð var kryddblanda sem inniheldur frostþurrkaðar hliðarafurðir úr grænmetisframleiðslu sem er hugsuð til notkunar í kjötbollugerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.