Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 MENNING Leikdeild UMFB: Rúi & Stúi Ærið starf liggur að baki góðri leikmynd, jafnt sem sýningarinnar. Hér hefur leikstjórinn Ólafur Jens rissað upp mynd af Nemisis, vélinni sem „getur allt“. Með hana til viðmiðunar taka smiðirnir þeir Böðvar Þór Unnarsson og Garðar Steingrímsson næsta skref og ekki líður á löngu að töfrarnir birtast í leikhúsinu. Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna sýnir barna- og fjölskylduleikritið Rúi og Stúi eftir Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson með nýrri tónlist eftir Stefán Þorleifsson og í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar. Allt er í sóma þar sem grallararnir Rúi og Stúi búa, en þeir eru bæði uppfinningasamir og sniðugir. Þeir félagar sjá til þess að íbúarnir þurfa ekki að erfiða eða hafa áhyggjur af daglegu amstri og hafa meira að segja fundið upp vél sem „getur allt“. Hún býr til og gerir við hluti auk þess að geta gert nákvæma afsteypu af sveitarstjóranum sem stýrir af röggsemi með sinn trygga aðstoðarmann Bergstein sér við hlið. Allt er einfalt og gott þar til daginn sem allt byrjar að fara úrskeiðis. Vélin bilar, sveitarstjórinn hverfur og samfélagið kemst í uppnám. Þarna er um að ræða líflega og skemmtilega sýningu fyrir alla aldurshópa enda leikhópurinn þrælvanur og sprellfjörugur. Leikstjórinn Ólafur Jens Sigurðsson heldur um taumana, en hann hefur unnið með leikfélaginu áður og þótt bæði úrræðagóður og útsjónarsamur. Frumsýnt verður þann 21. október klukkan 14 í félags- heimilinu Aratungu og má nálgast miða hjá tix.is. Tvær sýningar eru áætlaðar til viðbótar í október, svo og heilar átta í nóvember. /SP Enginn ætti að verða svikinn af dagstund í Aratungu, hvorki börn né fullorðnir. NEATA, samtök áhugaleikhússambanda í Norður-Evrópu, bjóða upp á sjö spennandi og fjölbreytt námskeið/vinnustofur yfir Zoom, nú nk. laugardag 21. október. Námskeiðin, sem fara fram á ensku, eru ókeypis en þarf að skrá sig fyrir fram á www.leiklist.is. Þar má einnig finna nánari upplýsingar. Hér að neðan má svo hins vegar sjá námskeiðin og vinnustofurnar sem í boði eru samkvæmt íslenskum tíma: Ef einhverjar spurningar eru sem ekki er svarað hér er velkomið að hafa samband við Þjónustumiðstöð BÍL í síma 551-6974 eða í netfangið info@leiklist.is. Vefsíða NEATA ( North-European Amateur Theatre Alliance) er www.neata.eu en má einnig finna á Facebook. /SP NEATA: Spennandi vinnustofur 09:00 – 09:50 / TORBEN SUNDQVIST (SWE) “The plain and the poetic of my place on earth.” 10:00 – 12:00 / EERO OJALA (FIN) „About voice training“. 12:10 – 12:40 / TIINA MÖLDER (EST) “A moving body and mind” 12:50 – 13:50 / AIRIDA LEMENTAUSKIENÉ (LITH) „The Application of immersive theatre for promotion of communality“. 14:00 – 14:30 / EMIL HUSBY (NO) „An introduction to Improvised Theatre“. 14:40 – 15:20 / AMANDA HAAR (DK) „Voice & Movement“. 15:30 – 17:00 / EIMANTAS ANTULIS (N.YOUTH) „Theater from Home“. Eitt ástsælasta ævintýri allra tíma um spýtustrákinn Gosa mun gleðja vini og velunnara leikfélags Vestmannaeyja. Leikritið var samið á sínum tíma upp úr hinni þekktu ítölsku sögu Carlo Gollodi sem var útgefin seint á 19. öld, þó fleiri kannist ef til vill við Gosa úr ævintýraheimi Disney. Ævintýrið er þroskasaga, enda lærir Gosi ýmislegt af reynslunni á ferðum sínum áður en hann ratar aftur í fang föður síns. Eins og flestir vita er faðir hans trésmiður sem óskaði þess afar heitt að eignast son og útbjó sér þess í stað trébrúðu. Óskin rætist með hjálp álfkonu nokkurrar og ganga þeir feðgar í gegnum ýmsar þrautir áður en þeir ná saman sem faðir og sonur. Svo stingur Gosi af að heiman ... svona eiginlega óvart. Verður verkið frumsýnt þann 10. nóvember, miðasölusíminn 852-1940 opnar miðvikudaginn 8. nóvember kl. 16 og sýnt verður í Kviku við Heiðarveginn að vanda. Önnur og þriðja sýning verða 11. og 12. nóvember klukkan 15 og svo er um að gera að fylgjast með fleiri sýningum, en þær verða um helgar. /SP Leikfélag Vestmannaeyja: Gosi spýtustrákur Mikið er um að vera í leikhúsinu og ekkert hlutverk stærrra en annað. Hér að ofan má sjá þau Albert Snæ Tórshamar, Elí Kristin Símonarson, Valgerði Elínu Sigmarsdóttur og Maríu Sigurðardóttur leikstjóra á sviði. Hafþór Hafsteinsson og Arnar Gauti Egilsson vinna við sviðsmyndina. Næsta víst er að sýningin eigi eftir að gleðja gesti, enda þótt ævintýri Gosa sé gamalt er sagan síung og á alltaf við. Myndir / Aðsendar BÖCKMANN HESTA- KERRUR FÁST Í BYKO leiga@byko.is | 515-4020 „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.