Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Þar verða rastir sem geta verið viðsjárverðar sjófarendum, en skapa um leið aðstæður til orkunýtingar. Því hefur verið slegið fram að í framtíðinni gætu sjávarorkuver skilað allt að 13 þúsund MW orku á heimsvísu. Það er þó að sjálfsögðu háð þeirri tækni sem tiltæk er. Fjárfestar varkárir Þrátt fyrir að sjávarfallaorka virðist vænlegur kostur, og margs konar tækni sé í þróun, er þó enn engin fjöldaframleiðsla hennar hafin. Til þess liggja ýmsar ástæður. Þeir hverflar sem lengst eru komnir í þróun eru stórir og stofnkostnaðurinn gríðarlegur, enn sem komið er. Fjárfestar eru tregir til að hoppa á vagninn þar sem þeir telja ekki næga tryggingu fyrir að slíkar virkjanir skili hagnaði eða gagnist neytendum yfir höfuð. Tæknilegar áskoranir eru margar við slík neðansjávarmannvirki, og þótt sjórinn sé 97% alls vatns á jörðinni og þeki 70,8% af flatarmáli hennar er staðsetning orkuvera ekki alls staðar augljós. Má t.d. geta þess að í Bandaríkjunum eru uppi lagatæknilegar efasemdir um eignarhald á landi neðansjávar. Fáar sjávarfallavirkjanir eru enn sem komið er starfræktar í heiminum til raforkuframleiðslu, en margar eru á hönnunar- og tilraunastigi. Þær eru af ýmsum gerðum eftir því hvernig til hagar. Lítum á þær stífluvirkjanir, sem komu fyrst fram á sjónarsviðið. Þær byggjast á þverun í t.d. fjörðum og eru ekki ósvipaðar hefðbundnum vatnsaflsvirkjunum með miðlunarlónum. Munur flóðs og fjöru þarf að vera verulegur og verður hæðarmunurinn af völdum sjávarfallanna þá það mikill beggja vegna stíflu að fallorkan verður nýtanleg. Stífluvirkjanir hafa allajafna mikla röskun lífríkis í för með sér og því mikil umhverfisáhrif, ólíkt öðrum sjávarfallavirkjunum. Hin fyrsta, stífluvirkjun sem vinnur bæði á að- og útfalli, var sett upp í flóanum við La Rance í Bretagne, Frakklandi, á árunum 1961-1967. Stífluvirkjunin í Sihwa Lake í Suður-Kóreu er stærsta sjávarfallavirkjun heims og sú aflmesta; 254 MW. Í Bretlandi er sjávarfallavirkjun í ósi Severn- árinnar. Þá er stór, rúmlega fimmtíu ára gömul, sjávarfallavirkjun í Barentshafi, skammt norðan við Múrmansk í norðvestanverðu Rússlandi og á austurströnd Kanada er virkjun af þessu tagi við Fundy- flóa. Belgía, Kína og Svíþjóð reka einnig sjávarfallavirkjanir en uppsett afl þeirra er minna. Nú beina menn sjónum meira að umhverfisvænni lausnum; hverflum sem geta verið sem mest undir yfirborði. Flestir þróunaraðilar horfa til straumharðra svæða, þar sem straumur er að lágmarki 2,5 m/sek. Þar er orkuþéttnin mest og unnt að nýta skrúfuhverfla sem eru einfaldir í hönnun. Slík straumasvæði eru þó ekki víða. T.d. finnst sá straumhraði óvíða hérlendis utan Breiðafjarðar. Umhverfisáhrif talin lítil Ýmsar útfærslur á sjávarfalla- hverflum hafa litið dagsins ljós og eru á tilraunaskeiði. Skrúfuhverflar eru þróaðir í ýmsum útfærslum; ekki ólíkir vindmyllum á landi. Einnig hafa verið í þróun skötur, flugdrekatúrbínur og gegnumstreymishverflar.Sömuleiðis er stöðugt leitað leiða til að finna hagkvæmar lausnir til að koma rafmagni frá sjávarorkuverum inn á dreifikerfi. Neðansjávarhverflar valda minni umhverfisáhrifum en stífluvirkjanir, þó að sumir þeirra geti haft einhver neikvæð áhrif á lífríki. Í þröngum straumhörðum sundum geta skrúfuhverflar truflað náttúrulegar farleiðir sjávardýra og jafnvel drepið þau. Skrúfuhverflar eru ekki taldir gagnast í hægari straumi en 2-2,5 m/sek. Gegnumstreymishverflar geta unnið við hægari straum. Talað er um að hverflar séu af „þriðju kynslóð“ ef þeir geta unnið við minni hraða en 1,5 m/sek. Sá straumhraði er algengur víða, m.a. við Íslandsstrendur. Íslenskur hverfill sem nú er í þróun er ætlaður fyrir þann hraða; jafnvel allt niður í 0,5 m/sek. Eftir er að sjá hver raunverulegur kostnaður við slíkar virkjanir gæti verið og hver geta þeirra er til að skila rafmagni á dreifikerfi, en engu að síður talið að þarna liggi mikil tækifæri. Leitt hefur verið að því líkum að meðal líftími sjávarfallaorkuvirkjana geti orðið um 100 ár, eða mögulega allt að ferfalt lengri en vind- og sólarorkubúa. Umhverfisáhrif sjávarfalla- virkjana, annarra en stífluvirkjana, eru almennt talin fremur lítil en orkuvinnslan veldur ekki losun gróðurhúsalofttegunda né annarri loftmengun. Hverflarnir eru allajafna í kafi og valda því hvorki sjónmengun né hættu fyrir skipaumferð. Öðru máli gegnir um ölduvirkjanir sem eru að meira eða minna leyti í yfirborðinu. Haforkan við Ísland Snúum okkur þá að Íslandi og möguleikum á nýtingu sjávarorku, þá einkum sjávarfallaorku, hér við land. Árið 1901 var í Brokey í Hvammsfirði byggð lítil mylla og notuð til að mala korn fram til 1924. Er þetta eina íslenska sjávarfallavirkjunin fram til þessa. Engar rannsóknir hafa enn farið fram á heildarumfangi sjávar- fallaorku við Ísland, þrátt fyrir þings- ályktun þess efnis frá árinu 2014. Lauslegur samanburður við nágrannalönd bendir til að heildarorka sjávarfalla gæti verið allt að 337 TWst/ári. Nokkrar staðbundnar rannsóknir hafa þó verið framkvæmdar hér á landi, einkum á vegum Hafrannsóknastofnunar og Vegagerðarinnar, auk athugana fyrirtækjanna Valorku, Sjávarorku og Vesturorku. Í Breiðafirði er munur flóðs og fjöru mestur hér við land eða yfir 5 metrar, og þar er víða straumhart í sundum. Yfirborðsstraumhraði þar gæti legið á bilinu 6,5-12 m/sek. Almennt er hraði hafstrauma umhverfis landið sagður á bilinu 0,25-1,0 m/sek; hraðari þó í annnesjaröstum. Öflugar annnesjarastir við Ísland eru t.d. Látraröst, sem mun vera sú öflugasta, Reykjanesröst, Straumnesröst og Langanesröst. Röstin í Hvammsfirði er ein sú straumþyngsta við landið og er dæmi um röst í sundi innfjarðar. Seltuvirkjanir gætu komið til greina hérlendis ef þróun þeirra ber árangur. Var Nýsköpunarmiðstöð með þær til athugunar um tíma. Iðulega hefur því verið haldið fram að mikið magn ódýrrar orku á Íslandi sé lykilástæða þess að hérlendis hafi menn enn takmarkaðan áhuga á sjávarfallavirkjunum. Einnig að sjávarorkuvirkjun með ójafna orkuvinnslu þyrfti, líkt og vindorkuver, að treysta á orku frá öðrum virkjunum til að koma inn þegar framleiðsla væri í lágmarki á fallaskiptum. Slíkt hefði í för með sér aukinn kostnað sem taka þurfi tillit til þegar borinn sé saman kostnaður við raforkuframleiðslu mismunandi kosta. Þessi rök munu þó ekki alls kostar rétt, t.d. í því tilfelli að sjávarorka sé nýtt til hitunar vatns. Sjávarfallabylgjan gengur réttsælis kringum landið. Talið er að með dreifingu virkjana og tengingu þeirra við raforkunetið mætti fá allstöðuga orkuframleiðslu úr sjó. Stefnumörkun og rannsóknir Valorka ehf. er íslenskt frumkvöðla- fyrirtæki sem hefur m.a. unnið að þróun hægstraumshverfla allt frá árinu 2008. Hverflar Valorku hafa þróast mikið á þessum tíma og verið prófaðir sem líkön í straumkeri, auk þess sem ein gerðin var prófuð í fleka í sundum Hornafjarðar árið 2013. Framhald á næstu síðu. 20% afsláttur af öllum innréttingum út október. 562–1500 Friform.is Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. Virka daga 10-17 Laugardaga 11-15Hjar ta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum. Sjávarorku má einkum skipta í eftirfarandi flokka eftir eðli hennar: Hafstraumaorka Hafstraumar sem eiga upptök í varmaflutningi frá miðbaug til heimskautasvæða eru hluti af vinddrifinni hringrás og hita/seltu hringrás jarðar. Á landgrunni Íslands eru þessir straumar að jafnaði 5 til 20 cm/s eftir staðsetningu og kemur orka þeirra til viðbótar orku í reiknuðum sjávarfallastraumum. Sjávarfallaorka Sjávarföll verða til við samspil aðdráttarkrafta tungls, jarðar og sólar. Lota sjávarfalla er 12 klst. og 25,2 mínútur. Flóð, útfall, fjara og aðfall verður einu sinni á hverri lotu. Flóð og fjara verður því um tvisvar á sólarhring og liggjandi sem er á fallaskiptum um fjórum sinnum á sólarhring. Á liggjanda er enginn straumhraði. Sjávarföll við Ísland eru fremur flókin og mikill munur er á flóði og fjöru á milli landshluta, þannig er mestur munur við Vesturland og minnstur við Austur- og Norðurland. Möguleg orkuframleiðsla úr sjávarföllum sveiflast innan sólarhringsins í takti við straumhraða og sjávarhæð eftir því hvort hreyfiorka eða stöðuorka er nýtt. Um fjórum sinnum á sólarhring er engin hreyfiorka, tvisvar á sólarhring er engin stöðuorka. Ölduorka Ölduorka er ekki háð sjávarfallastraumum. Vindurinn knýr öldurnar áfram og þar sem opið er fyrir hafi við vindasamar strendur er öldugangur mikill við landið. Seltuorka Seltuorka byggir á virkjun efnaorku sem losnar við blöndun ferskvatns og sjávar og grundvallast á eðlisfræði himnuflæðis. Hægt er að virkja efnaorku sem losnar við blöndun ferskvatns og sjávar með hálfgegndræpum himnum. Tvær aðferðir eru þekktar og hafa báðar verið reyndar til raforkuframleiðslu. Annars vegar er tækni sem byggir á eðlisfræði himnuflæðis. Hins vegar er tækni sem byggir á öfugri rafhimnuskiljun sem framkallar rafmagn beint út frá mismunandi seltustigi tveggja vökva. Hitaflæðisorka Virkjanir sem byggja á varmamismun í hafi grundvallast á a.m.k. 20°C hitamun í sjó. Greinargerð um mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku, 2015. Land LónStífla Hlið á stíflu Sjór Botn Hverfill Hæsta sjávarstaða Dæmi um sjávarfallavirkjun. Teikning / Hlynur Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.