Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 22
Nýjasta hverfilgerðin líkist færi- bandi, og hefur getu til að „smala“ orku hægra strauma af stóru svæði. Ekki hefur fengist stuðningur við frekari þróun hennar, og hafa verkefni Valorku því verið í kyrrstöðu frá árinu 2018. „Sjávarfallavirkjanir eru endur- nýjanleg og hrein orkuauðlind sem Íslendingar gætu nýtt til orkuöflunar,“ segir Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri Valorku og formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna. „Gríðarlega mikil þróun er í gangi og búin að vera lengi,“ segir hann og tekur fram að öll önnur þróuð ríki séu að skoða þessi mál af alvöru. Hagkvæmni sjávarfallavirkjana hafi ekki þótt samkeppnisfær við önnur virkjanaform, enda ekki við því að búast meðan tæknin sé á byrjunar- og þróunarstigi. Allt bendi þó til að þessar virkjanir verði mjög hagkvæmur valkostur þegar fjöldaframleiðsla hefst og samkeppnisgrundvöllur verði heilbrigður á þessu sviði. „Tvennt þarf að gerast: annars vegar að stjórnvöld móti stefnu um að þau ætli að skoða sjávarorkunýtingu sem framtíðarvalkost í orkuöflun og svo hins vegar að hefja rannsóknir á þessari gríðarlegu orkulind sem þjóðin á þarna í sjónum,“ segir Valdimar. „Það er ekki hægt að stinga hausnum í sandinn lengur. Aðalatriðið er að fá upp umræðu og kynningu í samfélaginu um þessa miklu orkuauðlind þjóðarinnar.“ Hann hefur m.a. vakið athygli á hagkvæmni þess að nýta sjávarfallaorku til kyndingar vatns á hinum „köldu“ svæðum landsins og þá einkum á Vestfjörðum sem búi við afar ótrygga orkuöflun og séu nánast án jarðhita til kyndingar. Nýlega gaf Valorka út skýrslu þar sem athuguð var hagkvæmni þess að leggja hverflum fyrirtækisins í Látraröst og leiða orkuna í fjarvarmaveitu á Patreksfirði. Benti athugunin til þess að það gæti orðið mjög hagkvæmt, og að með slíku mætti breyta Vestfjörðum úr „köldu svæði“ í heitt. Valorka hefur einnig bent á orkunýtingarmöguleika í stærsta fossi heims, sem er neðansjávar í Grænlandssundi og í íslenskri lögsögu. „Fossinn verður vafalaust nýttur til orkuframleiðslu í framtíðinni; mögulega með hinni íslensku tækni Valorku. Orka hans kann e.t.v. að verða nýtt til hleðslu skipa sem sigla munu um Norðurheimskautið,“ segir Valdimar. Nokkrir kostir verið skoðaðir Sjávarorka ehf. var stofnuð árið 2001 í Stykkishólmi og eru RARIK og Landsvirkjun stærstu eigendurnir. Fyrirtækið vann um árabil að athugun möguleika á sjávarfallavirkjun í Röst í Hvammsfirði sem gengur inn úr suðaustanverðum Breiðafirði. Röst er í mynni fjarðarins og straumhraði þar getur orðið 6,5-11 m/sek. Slíkur hraði er talinn bjóða upp á nokkrar tegundir virkjanaaðferða. M.a. kom fram sú hugmynd að reisa brú þvert yfir fjörðinn og hengja í hana hverfla, en líklegra er að hverflar verði neðansjávar. Árið 2010 fékk Sjávarorka rannsóknaleyfi í Hvammsfirði. Það hefur þó ekki verið nýtt, og liggja verkefni Sjávarorku í láginni að sinni. Sprotafyrirtækið Vesturorka, sem að standa Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Orkubú Vestfjarða o.fl., kannaði möguleika á nýtingu sjávarfallaorku í tengslum við brúargerð yfir Þorskafjörð. Þorskafjörður er 16 km langur; flóðhæð mældist þar 3,60 m og hæsta flóðhæð 5,66 m. Niðurstaðan varð að virkjun í Þorskafirði gæti framleitt um 180 gígavattstundir á ári, sem myndi vera svipað árlegri notkun á Vestfjörðum. Um var að ræða stífluvirkjun í tengslum við þverun fjarðarins með vegi, frá Reykjanesi yfir á Skálanes. Síðar var ákveðið að þvera fjörðinn innar og þar með voru þessi áform lögð til hliðar. Árið 2021 var veitt rannsóknaleyfi til fyrirtækisins JGKHO ehf. til athugunar á allt að 30 MW virkjun sjávarfalla undir þverun Gilsfjarðar. Gildir leyfið til febrúarloka 2026. Stjórnarformaður fyrirtækisins er Jón Guðni Kristinsson, eigandi jarðarinnar Króksfjarðarness, en vegur yfir Gilsfjörð kemur á land á norðanverðu nesinu. Sjótækni hf., verktakafyrirtæki tengt sjó og vatni, á Tálknafirði, fékk í fyrra nýsköpunarstyrk upp á 12,5 m.kr. fyrir verkefnið StaðarOrku sem hefur það að markmiði að kanna nýtingu straumrasta eða sjávarfalla á Vestfjörðum í eða nærri vegamannvirkjum í þveruðum fjörðum til framleiðslu raforku. Ný skýrsla mögulegur upptaktur Engin verkefni eru í gangi á vegum stjórnvalda varðandi nýtingu sjávarorku. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði fyrr á árinu starfshóp sem er m.a. ætlað að skoða hvaða möguleikar felast í sjávarfallavirkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er gert ráð fyrir að starfshópurinn skili skýrslu sinni til ráðherra í lok október. Sjávarfallavirkjanir séu þó einungis einn af mörgum þáttum sem starfshópnum hafi verið falið að skoða og þar verði m.a. fjallað um smávirkjanir á landi. „Ráðuneytið og Orkustofnun fylgjast með þróun mála hérlendis, en það eru engin verkefni í gangi á vegum stjórnvalda varðandi nýtingu sjávarorku,“ segir í svari ráðuneytisins. Árið 2015 kom út ítarleg greinargerð um mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku, sem unnin var af sérfræðingahópi sem þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði. Helstu niðurstöður voru að gróft reiknað væri kostnaður við virkjun sjávarorku þá um 20 sinnum hærri en við hefðbundna vatnsaflsvirkjun. Mikil framþróun væri hins vegar í rannsóknum á beislun sjávarorku og mætti reikna með að á næstu 30 árum yrðu miklar framfarir á þessu sviði. Fyrirsjáanlegt væri því að kostnaður við virkjun sjávarorku myndi fara lækkandi samhliða því að spár gerðu ráð fyrir að orkuverð færi hækkandi. Mætti reikna með að virkjun sjávarorku gæti orðið hagkvæmur kostur um eða eftir miðja öldina. Væntanlega á sjávarorka sér framtíð sem hrein, endurnýjanleg og sjálfbær auðlind. Hún er stórlega vannýtt og eru í henni miklir möguleikar til að mæta vaxandi alþjóðlegri þörf fyrir orku til framtíðar. Beislun sjávarorku er þó enn á byrjunarstigi og magn aflsins sem framleitt hefur verið fram til þessa fremur lítið. Verkfræðingar og hönnuðir vinna hörðum höndum að því að bæta tæknina og núverandi sjávarorkuframleiðendur leitast við að auka framleitt orkumagn, draga úr umhverfisáhrifum og finna leiðir til að hagnast á orkusölu. Heimildir: Greinargerð um mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávaraorku, 2015. Raunhæfi sjávarfallavirkjana, Valorka, 2023. Virkjun vindorku og sjávarorku á Íslandi, Ketill Sigurjónsson, skýrsla stjórnvalda, 2009. Valorka.is. Vatnsiðnaður.net. Orkubloggið/Ketill Sigurjónsson. Ýmsar erlendar heimildir. FRÉTTASKÝRING Reiknað hámarksafl sjávarfalla á stórstreymi (W/m2 ). Mynd / Verkís Reiknaður hámarksstraumhraði sjávarfalla á stórstreymi m/sek). Mynd / Verkís Yfirborðsstraumar við Ísland fengnir með rekduflum 1990-2000. Mynd / Verkís Umfangsmestu straumasvæði landsins eru við Vestfirði og Austfirði, þar sem umtalsverður straumur nær langt út í haf. Einnig eru öflugar en umfangsminni rastir við Langanes, Reykjanes og Snæfellsnes. Mynd / Valorka Dæmi um mismunandi gerðir hverfla: • Hverfill með snúningsás samsíða straumstefnu • Hverfill með snúningsás þvert á straumstefnu • Sveiflandi spaði/vængur • Hverfill í aðþrengdum göngum • Gormlaga skrúfuhverfill • Sjávarstraumaflugdreki • Önnur tækni Valdimar Össurarson. Arctic Trucks Kletthálsi 3, 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | info@arctictrucks.is Opið alla virka daga 8-17 | www.arctictrucks.is | Arctic Trucks á Íslandi dekk á kynningarverði! Frábær dekk hönnuð í Evrópu. Vönduð efni og góð hönnun skila dekkjum með góða endingu, grip og áreiðanleika við alls konar aðstæður. Fáanleg í flestum stærðum fólksbíla, jepplinga og jeppa. Frábært alhliða jepplingadekk sem hentar jafnvel á malbiki og á grófum slóðum. Gott grip í snjó og hálku. Hörkufínt jeppadekk sem veitir stöðugleika og gott grip þegar mest á reynir í erfiðum aðstæðum. Öruggt heilsársdekk sem virkar vel við allar aðstæður, sumar og vetur. Nýtt hjá Arctic Trucks dekk! Sjávarorkutúrbína sett niður við Skotlandsstrendur. Mynd / Aquaret.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.