Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Efni: Þingborgarlopi 180-230 g, Þingborgareinband 170-200 g, Spuni 50 g Meginefnið í buxurnar er einn þráður einband og einn þráður plötulopi sem eru prjónuð saman. Annað band sem stingur ekki eins mikið er notað í teygjugang og neðst á skálmar, til dæmis Spuni frá Ístex. Aðferð: Prjónar nr. 5, hringprjónar og sokkaprjónar. Fínni prjónar í stroffum og innan í teygjugangi, t.d. nr. 3,5. Prjónfesta á sléttu prjóni: 10 cm = 16 lykkjur. Prjónað er ofan frá og niður úr. Efst á buxunum er lítið stroff. Næst er gangur fyrir teygju í mittið, prjónaður úr Spuna. Þá er prjónaður bolur og klofbót. Lykkjur teknar upp af bótinni fyrir skálmar og þær prjónaðar niður. Neðst á skálmum er kantur úr Spuna. Stærð (S-M-L-XL): Mitti 80-85- 90-95 cm. Rass 94-99-104-110 cm. Þykkalæri 48-51-54-57 cm. Lengd á skálmum 68-72-78-80 cm. Stroff efst á bol: Fitjið laust upp 92-100-108-116 lykkjur með lopa og einbandi og prjónið stroff, 7 umf. á prjóna nr. 3,5. Teygjugangur: Skiptið um band og prjónið 6-6-7-7 umf. slétt á hringprjóna nr. 5. Þá er ytra borð teygjugangsins tilbúið. Til að gera innra borð teygjugangsins, eru teknar upp lykkjur á röngunni úr fyrstu umferðinni sem prjónuð var með Spuna, alls 108 lykkjur eins og á ytra borðinu. Notið prjóna nr. 3,5 og prjónið 5-5-6-6 umferðir slétt til viðbótar við umferðina sem tekin var upp. (Prjónið gat í upphafi þriðju umferðar til að geta komið teygjunni fyrir. Takið úr til hægri, sláið tvisvar upp á prjóninn og takið úr til vinstri. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður sem tvær lykkjur.) Prjónið saman lykkjurnar af báðum borðum, upp á hringprjónana nr. 5 og lokið þannig teygjuganginum. Bolur: Skiptið aftur yfir í lopa og einband. Prjónið slétt á prjóna nr. 5 og aukið út eftir u.þ.b. hverjar 7 lykkjur allan hringinn þannig að 108-116-124-132 lykkjur verði á. Bolurinn er 27+27 (29+29) 31+31 (33+33) lykkjur að framan og 27+27 (29+29) 31+31 (33+33) lykkjur að aftan. Skiptið honum þannig með prjónamerkjum til að staðsetja hliðar sitt hvorum megin og miðju að framan og aftan. Stroffrönd í hliðum: Prjónuð er stroffrönd í hliðunum báðum megin og niður skálmarnar utanfótar. Stroffröndin er 6 lykkjur að breidd, 2 brugðnar, 2 sléttar og 2 brugðnar. Sléttu lykkjurnar tvær eru sitthvorum megin við prjónamerkið í hliðinni. Bolurinn er prjónaður svona: (Teljið umferðirnar frá teygjugangi á framhlið bolsins. Rassmegin verða umferðirnar fleiri.) Eftir 2 umferðir (S-M-L-XL): Prjónið tvær auka umferðir yfir rassinn og stroffrendurnar. Eftir 10 umferðir (S-M-L-XL): Prjónið tvær auka umferðir yfir rassinn og stroffrendurnar. Eftir 11 umferðir (S-M-L-XL): Aukið út um eina lykkju sitt hvorum megin við stroffröndina í báðum hliðum, alls fjórar lykkjur. Eftir 18 umferðir (S-M-L-XL): Prjónið tvær auka umferðir yfir rassinn og stroffrendurnar. Eftir 20-21-23-23 umferðir: Aukið út um eina lykkju á hvorri rasskinn, jafn langt frá miðjum rassi hvorum megin. Eftir 25 umferðir (XL): Aukið út um eina lykkju sitt hvorum megin við stroffröndina í báðum hliðum, alls fjórar lykkjur. Eftir 26 umferðir (S-M-L-XL): Prjónið tvær auka umferðir yfir rassinn og stroffrendurnar. Eftir 30-31-33-33 umferðir: Aukið út um eina lykkju á hvorri rasskinn, jafn langt frá miðjum rassi hvorum megin. Eftir 34 umferðir (M-L-XL): Prjónið tvær auka umferðir yfir rassinn og stroffrendurnar. (Bolurinn í stærð S þarf ekki að vera mikið lengri.) Eftir 42 umferðir (XL): Prjónið tvær auka umferðir yfir rassinn og stroffrendurnar. Haldið áfram að prjóna bolinn þar til hann er orðinn 19-21-23- 26 cm langur, mælt að framan frá teygjuganginum. Bolurinn er lengri að aftan. Á þessu stigi er upplagt að máta herlegheitin á væntanlegan eiganda og aðlaga stærð að viðkomandi. Klofbót: 18-20-22-24 lykkjur af miðjum rassi eru teknar á sér prjón og prjónað fram og aftur. Kantlykkjur eru prjónaðar sléttar í öllum umferðum, ekki teknar óprjónaðar. Takið úr um eina lykkju í byrjun og enda umferðar í þriðju hverri umferð alls 4-5-5-5 sinnum. Þá eru 10-10- 12-14 lykkjur á. Prjónið áfram 14- 12-14-16 umferðir. Aukið út um eina lykkju í byrjun og enda umferðar og aftur eftir 4 umferðir. Þá eru 14- 14-16-18 lykkjur á. Prjónið fjórar umf. í viðbót. Bótin ætti nú að vera 34-36-38-40 umf. að lengd eða 17- 18-19-20 cm. Lykkjið klofbótina við miðjuna á bolnum að framan. Þá eru komnar brækur sem vantar á skálmarnar. Mátið. Lykkjur teknar upp af klofbót: Nú eigum við að hafa um það bil 42-45- 47-53 lykkjur af bolnum hvorum megin til að nota í skálmarnar en einnig þarf að taka lykkjur upp af jöðrum klofbótarinnar. Takið upp 28-29-31-33 lykkjur af klofbótinni fyrir hvora skálm. Mikilvægt er að taka vel af lykkjum í vikinu þar sem klofbót og bolur mætast að aftan og framan. Annars kemur þar fljótt gat. Af kantlykkjunum á klofbótinni er mátulegt að taka upp u.þ.b. tvær lykkjur af hverjum þrem. Lykkjur á skálm eiga að vera um það bil 70- 74-78-84. Skálm: Prjónið tvær umferðir. Takið svo úr eina lykkju í annarri hverri umferð þar sem klofbót og bolur mætast, alls tvisvar. Þá eru 66-70-74- 80 lykkjur á skálminni. Prjónið þar til skálmin nær yfir þykkasta lærið á eigandanum eða þar til hún mælist 18-20-22-22 cm löng. Þá er tekið úr á utanverðri skálm, ein lykkja hvorum megin við stroffröndina og síðan alltaf í 5. hverri umferð, niður alla skálmina, alls 15-17-19-20 sinnum. Þá eiga að vera 36-36-36-40 l á og skálmin orðin u.þ.b. 58-64-70- 72 cm löng, mælt frá kanti klofbótar. Mátið á eigandann. Neðsti hluti skálmar (um 10 cm) er prjónaður úr Spuna á prjóna nr. 5. Þarna ættu að vera 36-36-36-40 lykkjur á og óþarfi að taka meira úr nema fyrir mjög grannan fót. Prjónið slétt (sleppið stroffröndinni) 18 umf. (færri fyrir stærstu stærð svo að bandið dugi í báðar skálmar). Skiptið á prjóna nr. 3,5 og prjónið 6 umf. stroff. Fellið laust af. Gangið frá endum. Dragið góða teygju í teygjuganginn og saumið hana saman. Handþvoið flíkina og þurrkið á handklæði eða grind. Klæðist! Hönnuður: Sigríður Jónsdóttir HANNYRÐAHORNIÐ Síðar buxur – úr einbandi og plötulopa HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ + Umsjón með áföngum sem tengjast jarðrækt og sjálfbærri nýtingu lands + Skipulag verklegrar kennslu og verkefna + Námsmat nemenda + Vinna sjálfstætt og í hópum við uppfærslu kennsluskráa og gerð nýrra áfanga + Þátttaka í rannsókna- og nýsköpunarstarfi sem og við við öflun styrkja + Þátttaka í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan skólans HÆFNISKRÖFUR + BS próf í búvísindum eða tengdum greinum sem snerta jarðrækt og sjálfbæra nýtingu lands + Hagnýt reynsla og þekking á ýmsum sviðum landbúnaðar + Reynsla af kennslu í búfræði + Áhugi á miðlun þekkingar og kennslufræðum + Góð íslenskukunnátta + Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð + Skipulagsfærni + Færni í mannlegum samskiptum + Góð almenn tölvukunnátta + Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku KENNARI Í STARFSMENNTANÁMI Laust er til umsóknar starf starfsmenntanámskennara í búfræði við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum. WWW.LBHI.IS · HVANNEYRI � 433 5000 NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA Erla Sturludóttir, deildarforseti – erla@lbhi.is Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri - gudmunda@lbhi.is UMSÓKNARFRESTUR er til og með 20.10.2023 HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ + Uppbygging alþjóðlega viðurkenndra rannsókna á sviði jarðvegsfræða og skyldra greina + Birting ritrýndra vísindagreina, öflun rannsóknar- styrkja og virk þátttaka í alþjóðlegu og innlendu samstarfi + Kennsla og þróun námskeiða á grunn- og framhaldsstigi + Leiðbeining nemenda í rannsóknarverkefnum + Þátttaka í kennslu við Landgræðsluskóla GRÓ + Virk þátttaka í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan skólans HÆFNISKRÖFUR + Doktorspróf í jarðvegsfræði eða skyldum greinum + Reynsla af rannsóknum og starfi sem tengjast jarðvegi + Reynsla af kennslu og áhugi til fjölbreyttrar þekkingarmiðlunar á fræðasviðinu + Reynsla af þátttöku í rannsóknarverkefnum og öflun rannsóknarstyrkja + Umsækjandi hafi birt rannsóknir sínar á viður- kenndum alþjóðlegum vettvangi og hafi skýra framtíðarsýn á kennsluháttum, rannsóknum og þróun fræðasviðsins + Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum + Íslenskukunnátta er æskileg LEKTOR Í JARÐVEGSFRÆÐI Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir stöðu lektors í jarðvegsfræði við deild Náttúru og skóga. Hlutverk deildarinnar er að byggja brú á milli náttúru og samfélags með rannsóknum, kennslu, þjálfun og ráðgjöf á sviði sjálfbærrar landnýtingar og endurheimtar vistkerfa. Viðkomandi er ætlað að styrkja núverandi starf deildar á sviði rannsókna, kennslu og þjónustu við samfélagið auk þátttöku í alþjóðlegum rannsóknum. Lögð er áhersla á eiginleika jarðvegs, moldina í íslenskri náttúru, mold sem hluta vistkerfa í margvíslegu ástandi og sjálfbæra landnýtingu. Byggð hefur verið upp aðstaða til rannsókna á jarðvegi við skólann. NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA Bjarni Diðrik SIgurðsson, deildarforseti – bjarni@lbhi.is Hlynur Óskarsson, prófessor – hlynur@lbhi.is Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri – gudmunda@lbhi.is UMSÓKNARFRESTUR er til og með 27.10. 2023
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.